Dagblöð úthýsa Dilberti eftir rasískan reiðilestur höfundarins Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 10:32 Scott Adams, skapari Dilberts, hefur brennt margar brýr að baki sér með sífellt vanstilltari yfirlýsingum á samfélagsmiðlum að undanförnu. Vísir/Getty Útgefendur fjölda bandarískra dagblaða ákváðu að hætta að birta teiknimyndaseríuna Dilbert eftir reiðilestur höfundarins um blökkumenn. Hann lýsti blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt með að gera. Örsögurnar um Dilbert, lífsleiðan skrifstofumann og vanhæfa yfirmenn hans, hafa birst á blaðsíðum dagblaða víða um heim allt frá því á 10. áratug síðustu aldar. Scott Adams, höfundur Dilberts, hefur vakið athygli fyrir furðulegar yfirlýsingar undanfarin ár. Hann afneitar meðal annars loftslagsvísindum og fer með fleipur um kórónuveirufaraldurinn. Steinn tók þó úr þegar Adams jós úr skálum reiði sinnar yfir blökkumenn í þætti sem hann heldur úti á samfélagsmiðlinum Youtube. Þar varaði hann hvítt fólk við því að vera nærri svörtu fólki. Tilefni reiði Adams voru svör fólks við spurningunni hvort það teldi það „í lagi“ að vera hvítur í nýlegri skoðanakönnun. Rúm sjötíu prósent svöruðu spurningunni játandi, þar á meðal 53 prósent svartra svarenda. Hins vegar sögðust 22 prósent svarenda ósammála. Hlutfallið var örlítið hærra á meðal svartra svarenda, 26 prósent. Adams virðist annað hvort hafa misskilið eða vísvitandi rangtúlkað niðurstöðurnar því hann fullyrti að nærri því helmingi blökkumanna væri illa við hvítt fólk samkvæmt könnuninni. „Það er haturshópur og ég vil ekki hafa neitt mað þau að gera. Bestu ráð sem ég gæti gefið hvítu fólki er að halda sig frá svörtu fólki,“ sagði Adams. Sjálfur sagðist hann hafa komist af með því að búa í hverfi þar sem fáir blökkumenn búa. Adams er búsettur nærri San Francisco í Kaliforníu, að sögn staðarblaðsins San Francisco Chronicle sem sjálft hætti að birta Dilbert í haust. "Scott Adams, creator of the Dilbert comic strip, went on a racist rant this week on his Coffee with Scott Adams online video show, and we will no longer carry his comic strip in The Plain Dealer," writes Chris Quinn. "This is not a difficult decision." https://t.co/tF7tN9SrXc— clevelanddotcom (@clevelanddotcom) February 24, 2023 Svört persóna til að gera grín að gagnrýnendum kynþáttahyggju og hinsegin fólki Rasíska myndbandið varð til þess að Gannet, útgáfufyrirtæki hundruð staðarfjölmiðla í Bandaríkjanunum og USA Today, tilkynnti í gær að fyrirtækið ætlaði ekki lengur að birta Dilbert á síðu dagblaða sinna. Áður hafði annar útgefandi staðarblaða, Advance Local, ákveðið að gera slíkt það sama. „Við erum ekki heimili fyrir þá sem aðhyllast kynþáttahatur,“ sagði í leiðara The Plain Dealer í Cleveland sem Advance Local gefur út. Ákvörðunin um að úthýsa Dilberti hafi ekki verið erfið. Sjötíu og sjö dagblöð útgefandans Lee Enterprises hætti að birta Dilbert í fyrra í kjölfar þess að Adams bætti við svartri persónu í söguna í fyrsta skipti. Þá persónu notaði hann hins vegar aðeins til þess að gera grín að gagnrýnendum kynþáttahyggju og að hinsegin fólki, að sögn The Daily Beast. Bandaríkin Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Bókmenntir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
Örsögurnar um Dilbert, lífsleiðan skrifstofumann og vanhæfa yfirmenn hans, hafa birst á blaðsíðum dagblaða víða um heim allt frá því á 10. áratug síðustu aldar. Scott Adams, höfundur Dilberts, hefur vakið athygli fyrir furðulegar yfirlýsingar undanfarin ár. Hann afneitar meðal annars loftslagsvísindum og fer með fleipur um kórónuveirufaraldurinn. Steinn tók þó úr þegar Adams jós úr skálum reiði sinnar yfir blökkumenn í þætti sem hann heldur úti á samfélagsmiðlinum Youtube. Þar varaði hann hvítt fólk við því að vera nærri svörtu fólki. Tilefni reiði Adams voru svör fólks við spurningunni hvort það teldi það „í lagi“ að vera hvítur í nýlegri skoðanakönnun. Rúm sjötíu prósent svöruðu spurningunni játandi, þar á meðal 53 prósent svartra svarenda. Hins vegar sögðust 22 prósent svarenda ósammála. Hlutfallið var örlítið hærra á meðal svartra svarenda, 26 prósent. Adams virðist annað hvort hafa misskilið eða vísvitandi rangtúlkað niðurstöðurnar því hann fullyrti að nærri því helmingi blökkumanna væri illa við hvítt fólk samkvæmt könnuninni. „Það er haturshópur og ég vil ekki hafa neitt mað þau að gera. Bestu ráð sem ég gæti gefið hvítu fólki er að halda sig frá svörtu fólki,“ sagði Adams. Sjálfur sagðist hann hafa komist af með því að búa í hverfi þar sem fáir blökkumenn búa. Adams er búsettur nærri San Francisco í Kaliforníu, að sögn staðarblaðsins San Francisco Chronicle sem sjálft hætti að birta Dilbert í haust. "Scott Adams, creator of the Dilbert comic strip, went on a racist rant this week on his Coffee with Scott Adams online video show, and we will no longer carry his comic strip in The Plain Dealer," writes Chris Quinn. "This is not a difficult decision." https://t.co/tF7tN9SrXc— clevelanddotcom (@clevelanddotcom) February 24, 2023 Svört persóna til að gera grín að gagnrýnendum kynþáttahyggju og hinsegin fólki Rasíska myndbandið varð til þess að Gannet, útgáfufyrirtæki hundruð staðarfjölmiðla í Bandaríkjanunum og USA Today, tilkynnti í gær að fyrirtækið ætlaði ekki lengur að birta Dilbert á síðu dagblaða sinna. Áður hafði annar útgefandi staðarblaða, Advance Local, ákveðið að gera slíkt það sama. „Við erum ekki heimili fyrir þá sem aðhyllast kynþáttahatur,“ sagði í leiðara The Plain Dealer í Cleveland sem Advance Local gefur út. Ákvörðunin um að úthýsa Dilberti hafi ekki verið erfið. Sjötíu og sjö dagblöð útgefandans Lee Enterprises hætti að birta Dilbert í fyrra í kjölfar þess að Adams bætti við svartri persónu í söguna í fyrsta skipti. Þá persónu notaði hann hins vegar aðeins til þess að gera grín að gagnrýnendum kynþáttahyggju og að hinsegin fólki, að sögn The Daily Beast.
Bandaríkin Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Bókmenntir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira