Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. febrúar 2023 14:56 Félagsmenn Eflingar mótmæltu boðuðu verkbanni á fimmtudag síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. Á vefsíðu Eflingar er greint frá því að 22 fyrirtæki hafi í hyggju að sniðganga verkbannið, sem boðað var 22. febrúar síðastliðinn. Sú ályktun er dregin af niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var „hjá félagsfólki Eflingar“ um hvort atvinnurekandi þeirra ætli að framfylgja verkbanni eða ekki. Rétt er að taka fram að hver sem er geti tekið þátt í könunninni, óháð því hvort þeir séu í Eflingu eða starfi hjá viðkomandi fyrirtæki yfir höfuð. Sem dæmi gæti svar við könnuninni litið út á eftirfarandi hátt: Samkvæmt þessari tilkynningu, sem gerð var í dæmaskyni, ætla Samtök atvinnulífsins ekki að taka þátt í fyrirhuguðu verkbanni.skjáskot Mbl.is greinir frá því að eitt fyrirtækjanna sem tekist hafi verið að ná sambandi við, ætli í raun að sniðganga verkbannið. Ekki náðist í forsvarsmenn 11 þeirra og einhverjir voru óvissir um hvort verkbannið tæki til fyrirtækis þeirra. Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri EflingarVísir/Baldur Spurður hvort fyrrgreint fyrirkomulag rýri ekki áreiðanleika könnunarinnar segir Viðar: „Við í Eflingu erum ekki ábyrg fyrir staðfestri upplýsingagjöf um þetta mál. Við erum bara að leita eftir upplýsingum frá okkar félagsfólki um hvaða upplýsingar þau hafi fengið frá fyrirtækjunum.“ Upplýsingarnar séu bæði ófullkomnar og misvísandi. „En það er ekki á okkar ábyrgð, það er á ábyrgð fyrirtækjanna að upplýsa starfsfólk um hvernig þessum málum er háttað,“ segir Viðar. Líkt og fyrr segir hafa Samtök atvinnulífsins áréttað á vefsíðu sinni að fyrirhugað verkbann sé ekki valkvætt. Slíkt feli í sér brot á vinnulöggjöfinni. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Á vefsíðu Eflingar er greint frá því að 22 fyrirtæki hafi í hyggju að sniðganga verkbannið, sem boðað var 22. febrúar síðastliðinn. Sú ályktun er dregin af niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var „hjá félagsfólki Eflingar“ um hvort atvinnurekandi þeirra ætli að framfylgja verkbanni eða ekki. Rétt er að taka fram að hver sem er geti tekið þátt í könunninni, óháð því hvort þeir séu í Eflingu eða starfi hjá viðkomandi fyrirtæki yfir höfuð. Sem dæmi gæti svar við könnuninni litið út á eftirfarandi hátt: Samkvæmt þessari tilkynningu, sem gerð var í dæmaskyni, ætla Samtök atvinnulífsins ekki að taka þátt í fyrirhuguðu verkbanni.skjáskot Mbl.is greinir frá því að eitt fyrirtækjanna sem tekist hafi verið að ná sambandi við, ætli í raun að sniðganga verkbannið. Ekki náðist í forsvarsmenn 11 þeirra og einhverjir voru óvissir um hvort verkbannið tæki til fyrirtækis þeirra. Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri EflingarVísir/Baldur Spurður hvort fyrrgreint fyrirkomulag rýri ekki áreiðanleika könnunarinnar segir Viðar: „Við í Eflingu erum ekki ábyrg fyrir staðfestri upplýsingagjöf um þetta mál. Við erum bara að leita eftir upplýsingum frá okkar félagsfólki um hvaða upplýsingar þau hafi fengið frá fyrirtækjunum.“ Upplýsingarnar séu bæði ófullkomnar og misvísandi. „En það er ekki á okkar ábyrgð, það er á ábyrgð fyrirtækjanna að upplýsa starfsfólk um hvernig þessum málum er háttað,“ segir Viðar. Líkt og fyrr segir hafa Samtök atvinnulífsins áréttað á vefsíðu sinni að fyrirhugað verkbann sé ekki valkvætt. Slíkt feli í sér brot á vinnulöggjöfinni.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira