Metdagur í gær en tuttugu metrar í kortunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 17:56 Um 2.500 manns voru á svæðinu í gær á stærsta degi vetrarins. Vísir/Tryggvi Metfjöldi heimsótti Hlíðarfjall á Akureyri í gær. Vetrarfrí í skólum standa yfir og höfðu fjölmargir skíðaáhugamenn lagt leið sína norður. Hvessa tók í dag og loka þurfti skíðasvæðinu snemma. Gert er ráð fyrir áframhaldandi suðvestanátt á morgun. „Það voru 2.500 manns sem voru í gær í fjallinu þannig að það hefur verið stærsti dagurinn hingað til – svona „páskadagur“ má segja. Það var rosalega lítill vindur, gott færi og gott veður. Þannig að það var frábær dagur í gær. Og maður vonaði að þetta yrði til friðs í dag en þetta er búinn að vera lægðavetur,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í samtali við Vísi. Nóg af snjó en mætti kólna Nokkuð hlýtt hefur verið á svæðinu, á bilinu fimm til sjö gráður, en Brynjar Helgi segir að nóg sé af snjó. Farið hafi verið í snjóframleiðslu í liðinni viku en hann vonar hins vegar að það fari aðeins að kólna. Vindurinn hefur hins vegar leikið skíðafólk grátt. Brynjar Helgi segir að gera megi ráð fyrir því að lokað verði á morgun vegna veðurs. Staðan verði að sjálfsögðu metin jafnóðum. Í dag var opið frá klukkan tíu til tólf. „Það eru áframhaldandi tuttugu metrar plús á sekúndu og suðvestan áfram. Það verður erfitt að sjá hvernig þetta á eftir að fara á morgun. Við förum upp eftir á morgun og skoðum aðstæður. Ef það eru fimm til tíu metrar á sekúndu þá reynum við að opna einhverjar lyftur. En svo sjáum við alltaf til hvernig þetta þróast.“ Til hvaða bragðs eiga skíðaáhugamenn að taka? „Skoða svæðin í kring; skoða Dalvík, skoða Siglufjörð. Það er oft skaplegt veður á svæðum í kring þó það sé suðvestan hjá okkur. En svo er það líka að bíða og sjá – fylgjast með upplýsingum í fyrramálið,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Veður Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
„Það voru 2.500 manns sem voru í gær í fjallinu þannig að það hefur verið stærsti dagurinn hingað til – svona „páskadagur“ má segja. Það var rosalega lítill vindur, gott færi og gott veður. Þannig að það var frábær dagur í gær. Og maður vonaði að þetta yrði til friðs í dag en þetta er búinn að vera lægðavetur,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í samtali við Vísi. Nóg af snjó en mætti kólna Nokkuð hlýtt hefur verið á svæðinu, á bilinu fimm til sjö gráður, en Brynjar Helgi segir að nóg sé af snjó. Farið hafi verið í snjóframleiðslu í liðinni viku en hann vonar hins vegar að það fari aðeins að kólna. Vindurinn hefur hins vegar leikið skíðafólk grátt. Brynjar Helgi segir að gera megi ráð fyrir því að lokað verði á morgun vegna veðurs. Staðan verði að sjálfsögðu metin jafnóðum. Í dag var opið frá klukkan tíu til tólf. „Það eru áframhaldandi tuttugu metrar plús á sekúndu og suðvestan áfram. Það verður erfitt að sjá hvernig þetta á eftir að fara á morgun. Við förum upp eftir á morgun og skoðum aðstæður. Ef það eru fimm til tíu metrar á sekúndu þá reynum við að opna einhverjar lyftur. En svo sjáum við alltaf til hvernig þetta þróast.“ Til hvaða bragðs eiga skíðaáhugamenn að taka? „Skoða svæðin í kring; skoða Dalvík, skoða Siglufjörð. Það er oft skaplegt veður á svæðum í kring þó það sé suðvestan hjá okkur. En svo er það líka að bíða og sjá – fylgjast með upplýsingum í fyrramálið,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli.
Veður Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira