Um var að ræða eitt helsta hitamálið á þinginu en ef tillaga ÍTF hefði náð fram að ganga hefði nýleg ákvörðun KSÍ, sem hljóðar þannig að lið í Bestu deild karla verði að vera með meistaraflokkslið sem keppir á Íslandsmóti kvenna, ekki geta orðið að veruleika.
Hér má lesa tillöguna sem felld var á þinginu í gær.
Í ljósi þessa er útlit fyrir að frá og með árinu 2024 verði öllum félögum sem eiga lið í efstu deild karla hverju sinni skylt að tefla fram liði í meistaraflokki kvenna, sem og að taka þátt í opinberum mótum yngri flokka kvenna.
Ef litið er til efstu deildar eins og hún er skipuð í dag eru öll félögin þar sem starfrækja kvennalið en sé litið til næst efstu deildar karla eru þar fjögur félög sem ekki hafa haldið úti meistaraflokksliði í kvennaflokki undanfarin ár; það eru Leiknir, Vestri, Njarðvík og Ægir.