Sextíu milljónir á ári fyrir næturstrætó Fanndís Birna Logadóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 25. febrúar 2023 23:31 Strætó hætti að bjóða upp á þjónustuna í október á síðasta ári. Nú keyrir næturstrætóinn aðeins innan borgarmarkanna. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Næturstrætó er farinn aftur af stað eftir langt hlé. Fjórar leiðir aka úr miðborginni í úthverfi borgarinnar. Kostnaður Reykjavíkurborgar er um sextíu milljónir á ári, að sögn formanns umhverfis- og skipulagsráðs. Reykjavíkurborg gerði nýlega þjónustusamning við Strætó um að hefja akstur innan borgarinnar að næturlagi um helgar. Fjórar leiðir aka úr miðborginni samkvæmt tímaáætlun. Fyrsta ferðin var farin í fyrrinótt. Borgin greiðir allan kostnað Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að þjónustan hafi farið vel af stað: „Við alla vega fengum engar fréttir um annað frá stjórnstöðinni. Og stundum er það bara þannig að engar fréttir eru góðar fréttir þannig að ég held að þetta hafi bara gengið vel.“ Reykjavíkurborg greiðir allan kostnað af rekstri næturstrætós, sem að hennar sögn eru um sextíu milljónir króna á ári. Kostnaðurinn verði væntanlega minni í ár enda hófst þjónustan nú í lok febrúar. Borgin sagði í tilkynningu í vikunni að verið væri að svara ákalli um bættar samgöngur í miðborginni um helgar. „Þetta er mjög mikilvægt. Bæði upp á það að fólk geti komist hratt og örugglega heim, og með lægri tilkostnaði. Og líka af því að við erum með miðborgina þá skiptir okkur máli að það verði ekki of mikil uppsöfnun – það er öryggisatriði og það er upp á hávaða fyrir íbúa og fleira. En það er fyrst og fremst öryggisatriði og til að bjóða upp á þjónustu sem fólk greinilega vill fá,“ segir Alexandra. Þjónustan vonandi komin til að vera Næturstrætóinn sneri aftur í byrjun júlí árið 2022 eftir tveggja ára hlé. Boðið var upp á þjónustuna fram í október sama ár, þar til tekin var ákvörðun um að hætta, þegar ljóst var að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. Ekki náðist samstaða í stjórn Strætó um að hefja akstur að nýju og ákvað borgin því að taka á sig kostnað vegna þjónustunnar. Alexandra segir að þjónustan sé vonandi komin til að vera. „Hún verður að vera það. Það er líka þannig með svona þjónustu að ef hún er alltaf að hætta og byrja aftur þá treystir fólk ekki á hana og notar hana ekki. Þannig að við verðum að halda þessu gangandi, það er bara eins og það er. Og ég sé ekki að við séum að fara að hætta þessu að fyrra bragði.“ Strætó Reykjavík Næturlíf Samgöngur Tengdar fréttir Næturstrætó fer aftur á kreik, en bara í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs. um akstur næturstrætós innan borgarinnar. Einungis verður hægt að fara um borð í vagna sem eru á leið frá miðbænum. 20. febrúar 2023 18:57 Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Reykjavíkurborg gerði nýlega þjónustusamning við Strætó um að hefja akstur innan borgarinnar að næturlagi um helgar. Fjórar leiðir aka úr miðborginni samkvæmt tímaáætlun. Fyrsta ferðin var farin í fyrrinótt. Borgin greiðir allan kostnað Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að þjónustan hafi farið vel af stað: „Við alla vega fengum engar fréttir um annað frá stjórnstöðinni. Og stundum er það bara þannig að engar fréttir eru góðar fréttir þannig að ég held að þetta hafi bara gengið vel.“ Reykjavíkurborg greiðir allan kostnað af rekstri næturstrætós, sem að hennar sögn eru um sextíu milljónir króna á ári. Kostnaðurinn verði væntanlega minni í ár enda hófst þjónustan nú í lok febrúar. Borgin sagði í tilkynningu í vikunni að verið væri að svara ákalli um bættar samgöngur í miðborginni um helgar. „Þetta er mjög mikilvægt. Bæði upp á það að fólk geti komist hratt og örugglega heim, og með lægri tilkostnaði. Og líka af því að við erum með miðborgina þá skiptir okkur máli að það verði ekki of mikil uppsöfnun – það er öryggisatriði og það er upp á hávaða fyrir íbúa og fleira. En það er fyrst og fremst öryggisatriði og til að bjóða upp á þjónustu sem fólk greinilega vill fá,“ segir Alexandra. Þjónustan vonandi komin til að vera Næturstrætóinn sneri aftur í byrjun júlí árið 2022 eftir tveggja ára hlé. Boðið var upp á þjónustuna fram í október sama ár, þar til tekin var ákvörðun um að hætta, þegar ljóst var að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. Ekki náðist samstaða í stjórn Strætó um að hefja akstur að nýju og ákvað borgin því að taka á sig kostnað vegna þjónustunnar. Alexandra segir að þjónustan sé vonandi komin til að vera. „Hún verður að vera það. Það er líka þannig með svona þjónustu að ef hún er alltaf að hætta og byrja aftur þá treystir fólk ekki á hana og notar hana ekki. Þannig að við verðum að halda þessu gangandi, það er bara eins og það er. Og ég sé ekki að við séum að fara að hætta þessu að fyrra bragði.“
Strætó Reykjavík Næturlíf Samgöngur Tengdar fréttir Næturstrætó fer aftur á kreik, en bara í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs. um akstur næturstrætós innan borgarinnar. Einungis verður hægt að fara um borð í vagna sem eru á leið frá miðbænum. 20. febrúar 2023 18:57 Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Næturstrætó fer aftur á kreik, en bara í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs. um akstur næturstrætós innan borgarinnar. Einungis verður hægt að fara um borð í vagna sem eru á leið frá miðbænum. 20. febrúar 2023 18:57
Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09