Hættur eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og fleiri hneyksli Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2023 11:56 Noel Le Graet var kjörinn til að starfa sem forseti franska knattspyrnusambandsins út árið 2024 en hefur nú verið bolað í burtu. Getty/Harold Cunningham Hinn afar umdeildi Noël Le Graët er endanlega hættur sem forseti franska knattspyrnusambandsins, eftir að hafa meðal annars verið sakaður um kynferðislega áreitni. Le Graët, sem er 81 árs gamall, tók við sem forseti franska sambandsins árið 2011 og hefur því gegnt starfinu á einu besta skeiði í sögu franskrar knattspyrnu þar sem franska karlalandsliðið varð heimsmeistari 2018 og komst í úrslitaleik HM 2022 og EM 2016. Í byrjun þessa árs komst Le Graët í fréttirnar vegna ummæla þess efnis að hann myndi ekki svara símtali frá Zinedine Zidane varðandi þjálfarastarf hjá franska landsliðinu. Á meðal fjölmargra sem gagnrýndu Le Graët, bæði stjórnmálamanna og íþróttafólks, var stærsta knattspyrnustjarna Frakka, Kylian Mbappé, sem sagði að ekki mætti vanvirða goðsögn eins og Zidane væri. Nokkrum dögum seinna kom svo í ljós að Le Graët sætti rannsókn vegna gruns um kynferðislega áreitni og fleira til, og umboðsmaðurinn Sonia Souid sakaði hann opinberlega í fjölmiðlum um kynferðislega áreitni. Le Graët var gert að stíga til hliðar vegna rannsóknarinnar og nú er orðið ljóst að hann tekur ekki aftur til starfa. Samkvæmt úttekt sem íþróttamálaráðuneyti Frakklands lét gera var honum ekki lengur treystandi til að vera fulltrúi og stjórnandi í íþróttagrein, vegna hegðunar hans gagnvart konum. Hann hefur sjálfur neitað því að hafa gert nokkuð rangt. Philippe Diallo, sem verið hefur varaforseti, stýrir franska sambandinu til bráðabirgða fram til 10. júní hið minnsta en þá kemur þing saman. Le Graët hafði verið kosinn til að stýra franska sambandinu út árið 2024. Diallo tekur við í miðjum stormi vegna kvennalandsliðs Frakklands sem er á leið á HM næsta sumar án fyrirliðans Wendie Renard. Hún tilkynnti í síðustu viku að hún myndi ekki spila fyrir franska landsliðið og samkvæmt spænska miðlinum RMC Sport er aðalástæðan landsliðsþjálfarinn Corinne Diacre sem fleiri leikmenn hafa sett sig upp á móti. Franski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Le Graët, sem er 81 árs gamall, tók við sem forseti franska sambandsins árið 2011 og hefur því gegnt starfinu á einu besta skeiði í sögu franskrar knattspyrnu þar sem franska karlalandsliðið varð heimsmeistari 2018 og komst í úrslitaleik HM 2022 og EM 2016. Í byrjun þessa árs komst Le Graët í fréttirnar vegna ummæla þess efnis að hann myndi ekki svara símtali frá Zinedine Zidane varðandi þjálfarastarf hjá franska landsliðinu. Á meðal fjölmargra sem gagnrýndu Le Graët, bæði stjórnmálamanna og íþróttafólks, var stærsta knattspyrnustjarna Frakka, Kylian Mbappé, sem sagði að ekki mætti vanvirða goðsögn eins og Zidane væri. Nokkrum dögum seinna kom svo í ljós að Le Graët sætti rannsókn vegna gruns um kynferðislega áreitni og fleira til, og umboðsmaðurinn Sonia Souid sakaði hann opinberlega í fjölmiðlum um kynferðislega áreitni. Le Graët var gert að stíga til hliðar vegna rannsóknarinnar og nú er orðið ljóst að hann tekur ekki aftur til starfa. Samkvæmt úttekt sem íþróttamálaráðuneyti Frakklands lét gera var honum ekki lengur treystandi til að vera fulltrúi og stjórnandi í íþróttagrein, vegna hegðunar hans gagnvart konum. Hann hefur sjálfur neitað því að hafa gert nokkuð rangt. Philippe Diallo, sem verið hefur varaforseti, stýrir franska sambandinu til bráðabirgða fram til 10. júní hið minnsta en þá kemur þing saman. Le Graët hafði verið kosinn til að stýra franska sambandinu út árið 2024. Diallo tekur við í miðjum stormi vegna kvennalandsliðs Frakklands sem er á leið á HM næsta sumar án fyrirliðans Wendie Renard. Hún tilkynnti í síðustu viku að hún myndi ekki spila fyrir franska landsliðið og samkvæmt spænska miðlinum RMC Sport er aðalástæðan landsliðsþjálfarinn Corinne Diacre sem fleiri leikmenn hafa sett sig upp á móti.
Franski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira