Skoða að minnka Mærudaga sem eru orðnir of stórir í sniðum Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2023 12:24 Mærudögum hefur verið fagnað á Húsavík síðan árið 1994. Mærudagar Á íbúafundi á Húsavík í gær var rætt um niðurstöður íbúakönnunar þar sem viðhorf til Mærudaga var kannað. Íbúar vilja halda hátíðinni á sama tíma og venjulega en færa hana aftur nær því sem hún var upphaflega. Húsvíkingar halda upp á Mærudaga ár hvert helgina fyrir Verslunarmannahelgina. Hún var fyrst haldin árið 1994 í apríl en síðan færð yfir á sumartímann nokkrum árum síðar. Hátíðin hefur orðið stærri og stærri í gegnum árin og hafa íbúar kallað eftir því að henni verði breytt aftur í það sem hún var upphaflega. Fulltrúar Norðurþings tóku fyrst eftir þessu eftir síðustu hátíð. „Það virtist vera komin ákveðin þreyta á fyrirkomulaginu. Litaskiptingarnar sem hafa verið, það var minni þátttaka í því. Ferðaþjónusta er orðin það stór og öflug hjá okkur yfir sumartímann að bærinn er kannski að hluta til uppseldur, bæði hvað varðar gistingu og veitingaþjónustu og ýmsa afþreyingu. Þannig við urðum vör við umræðu að það þyrftu að vera einhverjar breytingar á hátíðinni sem ýtti okkur út í það að fara í þessa vinnu,“ segir Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings, í samtali við fréttastofu. Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings.Sjálfstæðisflokkurinn Framkvæmd var könnun meðal íbúa þar sem viðhorf íbúa til hátíðarinnar var könnuð og hvernig fólk sæi fyrir sér framtíð hennar. Á íbúafundi í gær voru niðurstöðurnar kynntar og var fundurinn einnig nýttur til þess að ná fram frekara sjónarmiði íbúa. Meðal þess sem var rætt var hvort breyta ætti tímasetningu hátíðarinnar þar sem síðasta helgin í júlí er afar annasöm hjá ferðaþjónustunni í bænum. Fólk virtist ekki vera á þeim buxunum en einhverjir voru sammála um að það þyrfti að minnka hátíðina. „Hún er orðin of stór og hefur fjarlægst upphafinu. Þegar hún fer fyrst af stað árið 1994 var hún í apríl í kringum sumardaginn fyrsta. Þá var þetta smá uppskeruhátíð fyrir lista- og menningarlífið eftir vetrarstarfið. Hún hefur þróast og breyst ansi mikið frá þeim tíma,“ segir Helena. Gögnin verða skoðuð nánar hjá fjölskylduráðinu á næstunni sem mun taka ákvarðanir um framhald og framvindu málsins. Norðurþing Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Húsvíkingar halda upp á Mærudaga ár hvert helgina fyrir Verslunarmannahelgina. Hún var fyrst haldin árið 1994 í apríl en síðan færð yfir á sumartímann nokkrum árum síðar. Hátíðin hefur orðið stærri og stærri í gegnum árin og hafa íbúar kallað eftir því að henni verði breytt aftur í það sem hún var upphaflega. Fulltrúar Norðurþings tóku fyrst eftir þessu eftir síðustu hátíð. „Það virtist vera komin ákveðin þreyta á fyrirkomulaginu. Litaskiptingarnar sem hafa verið, það var minni þátttaka í því. Ferðaþjónusta er orðin það stór og öflug hjá okkur yfir sumartímann að bærinn er kannski að hluta til uppseldur, bæði hvað varðar gistingu og veitingaþjónustu og ýmsa afþreyingu. Þannig við urðum vör við umræðu að það þyrftu að vera einhverjar breytingar á hátíðinni sem ýtti okkur út í það að fara í þessa vinnu,“ segir Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings, í samtali við fréttastofu. Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings.Sjálfstæðisflokkurinn Framkvæmd var könnun meðal íbúa þar sem viðhorf íbúa til hátíðarinnar var könnuð og hvernig fólk sæi fyrir sér framtíð hennar. Á íbúafundi í gær voru niðurstöðurnar kynntar og var fundurinn einnig nýttur til þess að ná fram frekara sjónarmiði íbúa. Meðal þess sem var rætt var hvort breyta ætti tímasetningu hátíðarinnar þar sem síðasta helgin í júlí er afar annasöm hjá ferðaþjónustunni í bænum. Fólk virtist ekki vera á þeim buxunum en einhverjir voru sammála um að það þyrfti að minnka hátíðina. „Hún er orðin of stór og hefur fjarlægst upphafinu. Þegar hún fer fyrst af stað árið 1994 var hún í apríl í kringum sumardaginn fyrsta. Þá var þetta smá uppskeruhátíð fyrir lista- og menningarlífið eftir vetrarstarfið. Hún hefur þróast og breyst ansi mikið frá þeim tíma,“ segir Helena. Gögnin verða skoðuð nánar hjá fjölskylduráðinu á næstunni sem mun taka ákvarðanir um framhald og framvindu málsins.
Norðurþing Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira