Felldu mastur sem var mörgum til ama Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2023 14:14 Efsti hluti langbylgjumastursins á Eiðum hrinur eftir að klippt var á stálvíra. Skjáskot á myndbandi. Kormákur Máni Hafsteinsson Langbylgjumastur Ríkisútvarpsins á Eiðum sem reyndi á langlundargeð íbúa á svæðinu var fellt í hádeginu í dag. Aðgerðin er sögð hafa gengið vonum framar en mastrið brotnaði snyrtilega saman þegar klippt var á stálvíra. Mastrið var um 220 metra hátt og var þriðja hæsta mannvirki landsins á eftir tveimur öðrum útvarpsmöstrum. Það var reist fyrir um aldarfjórðungi. Íbúar á svæðinu hafa lengi haft ama af mastrinu og ljósabúnaði þess. Á myndbandi sem Vísir fékk sent frá Kormáki Mána Hafsteinssyni, ljósmyndara, sést hvernig efsti hluti mastursins gaf sig fyrst líkt og það hefði verið brotið saman eins og tommustokkur. Í kjölfarið gefur mastrið sig allt. Klippa: Langbylgjumastrið á Eiðum fellt Staðarmiðillinn Austurfrétt hefur eftir Braga Reynissyni, forstöðumanns tæknisvæðis RÚV, að framkvæmdin hafi gengið vonum framar í dag. Aðeins hafi þurft að skera á tvo víra til þess að mastrið hryndi. Ekki hafi verið vitað hvort það gerðist eða hvort mastrið legðist niður í heilu lagi. Það að mastrið hafi kubbast niður auðveldi hreinsunarstarf á svæðinu þar sem brakið sé nánast allt á sama stað. Ríkisútvarpið segir að tími langbylgjuútsendinga sé nú að líða undir lok og öflugra stuttbylgjukerfi komi í staðinn. Fáir eigi nú útvörp sem nemi langbylgju og því þyki kerfið ekki lengur henta til öryggisútsendinga. Múlaþing Ríkisútvarpið Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Mastrið var um 220 metra hátt og var þriðja hæsta mannvirki landsins á eftir tveimur öðrum útvarpsmöstrum. Það var reist fyrir um aldarfjórðungi. Íbúar á svæðinu hafa lengi haft ama af mastrinu og ljósabúnaði þess. Á myndbandi sem Vísir fékk sent frá Kormáki Mána Hafsteinssyni, ljósmyndara, sést hvernig efsti hluti mastursins gaf sig fyrst líkt og það hefði verið brotið saman eins og tommustokkur. Í kjölfarið gefur mastrið sig allt. Klippa: Langbylgjumastrið á Eiðum fellt Staðarmiðillinn Austurfrétt hefur eftir Braga Reynissyni, forstöðumanns tæknisvæðis RÚV, að framkvæmdin hafi gengið vonum framar í dag. Aðeins hafi þurft að skera á tvo víra til þess að mastrið hryndi. Ekki hafi verið vitað hvort það gerðist eða hvort mastrið legðist niður í heilu lagi. Það að mastrið hafi kubbast niður auðveldi hreinsunarstarf á svæðinu þar sem brakið sé nánast allt á sama stað. Ríkisútvarpið segir að tími langbylgjuútsendinga sé nú að líða undir lok og öflugra stuttbylgjukerfi komi í staðinn. Fáir eigi nú útvörp sem nemi langbylgju og því þyki kerfið ekki lengur henta til öryggisútsendinga.
Múlaþing Ríkisútvarpið Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira