Að verja sig á samfélagsmiðlum „eins og að kasta sprengju inn í hænsnabú“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2023 19:18 G. Andri Bergmann er framkvæmdastjóri Procura Home. Aðsend Framkvæmdastjóri hefur áhyggjur af umræðum um fyrirtæki á samfélagsmiðlum, sem hann segir afar skautaðar. Erfitt geti reynst fyrir þá sem að baki fyrirtækjunum standa að bera hönd yfir höfuð sér þegar umræðan er komin á skrið. G. Andri Bergmann er framkvæmdastjóri Procura Home. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem hann ræddi umræður á samfélagsmiðlum, og rakti það sem nýlega hafði drifið á daga hans fyrirtækis. „Það var viðskiptavinur okkar fyrirtækis sem var ekki sátt við eitthvað í okkar þjónustu. Hún fer inn á kvennaspjall sem ég man ekki alveg hvað heitir, og setur fram í hástöfum: „Ég vil vara ykkur við að eiga viðskipti við Procura.“ Þetta var gert af því að þarna er mikið spurt um hvað fólk hafi heyrt um Procura, og það hefur yfirleitt verið nokkuð jákvætt.“ Því næst hafi fulltrúar fyrirtækisins farið inn á spjallvetvanginn og ætlað sér að verja sig og segja söguna eins og hún var. Það hafi verið mistök. „Það er svona eins og að kasta sprengju inn í hænsnabú,“ segir Andri. Bendir á Lúkasarmálið sem dæmi Andri segir umræðum á netinu hætta til að vera í ökkla eða eyra. „Annað hvort ertu algjörlega vonlaus eða þá að þú ert algjörlega frábær. Það er ekkert þar á milli,“ segir Andri. Í aðsendri grein eftir Andra, sem birtist á Vísi í gær, tekur hann Lúkasarmálið sem dæmi. „Það er kannski þetta þekktasta, og eitthvað sem allir vita. Þetta Lúkasarmál þar sem búið var að taka ákveðinn einstakling af lífi fyrir að myrða hund. Síðan kemur bara í ljós að hundurinn er sprelllifandi. Það var nákvæmlega það sama þar, fólk fór inn á netið, og ég veit nú ekki hvar þetta hefði endað ef Facebook og Twitter hefði verið jafn víðtækt og það er núna, og sagði kinnroðalaust: „Já ég sá þetta, já ég veit þetta, já ég er alveg viss um að ég sá hundinn þarna,“ og svo framvegis,“ segir Andri. Geti auðveldlega haft mikil áhrif Andri segist hafa áhyggjur af því að færslur sem þessar hafi áhrif á rekstur hans. „Auðvitað getur þetta haft áhrif á lítið fyrirtæki. Það þarf ekki nema kannski fimm einstaklinga til að hætta við að eiga viðskipti við okkur og þá er það bara stórtjón.“ Aðspurður hvort einhver ráð séu fyrir hann til að verja sig, segist hann hafa verið hvattur til að spá ekki í málinu og aðhafast ekkert. „En fólk hefði þá líka bara haldið áfram að níða niður einhver önnur fyrirtæki, aðra einstaklinga, og svo framvegis. Eina ráðið sem ég hafði til að verja mig, því ég gat ekki gert það þarna inni, þar sem ég var togaður niður í einhvern drulupytt og tjargaður, eina ráðið til að berjast gegn háværri lygi er að segja sannleikann enn hærra. Það var ætlunin með þessari grein, að reyna að tengja hana við vandamálið, frekar en að tengja hana algjörlega við Procura og hvað hefði verið sagt um okkur,“ segir Andri. Andri segir viðbrögðin við pistli hans hafa verið umtalsverð. „Fólk hefur haft samband við mig og sagt að þetta sé nákvæmlega það sem er að gerast. Fólk hefur áhyggjur af þessu,“ segir hann. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Lúkasarmálið Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
G. Andri Bergmann er framkvæmdastjóri Procura Home. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem hann ræddi umræður á samfélagsmiðlum, og rakti það sem nýlega hafði drifið á daga hans fyrirtækis. „Það var viðskiptavinur okkar fyrirtækis sem var ekki sátt við eitthvað í okkar þjónustu. Hún fer inn á kvennaspjall sem ég man ekki alveg hvað heitir, og setur fram í hástöfum: „Ég vil vara ykkur við að eiga viðskipti við Procura.“ Þetta var gert af því að þarna er mikið spurt um hvað fólk hafi heyrt um Procura, og það hefur yfirleitt verið nokkuð jákvætt.“ Því næst hafi fulltrúar fyrirtækisins farið inn á spjallvetvanginn og ætlað sér að verja sig og segja söguna eins og hún var. Það hafi verið mistök. „Það er svona eins og að kasta sprengju inn í hænsnabú,“ segir Andri. Bendir á Lúkasarmálið sem dæmi Andri segir umræðum á netinu hætta til að vera í ökkla eða eyra. „Annað hvort ertu algjörlega vonlaus eða þá að þú ert algjörlega frábær. Það er ekkert þar á milli,“ segir Andri. Í aðsendri grein eftir Andra, sem birtist á Vísi í gær, tekur hann Lúkasarmálið sem dæmi. „Það er kannski þetta þekktasta, og eitthvað sem allir vita. Þetta Lúkasarmál þar sem búið var að taka ákveðinn einstakling af lífi fyrir að myrða hund. Síðan kemur bara í ljós að hundurinn er sprelllifandi. Það var nákvæmlega það sama þar, fólk fór inn á netið, og ég veit nú ekki hvar þetta hefði endað ef Facebook og Twitter hefði verið jafn víðtækt og það er núna, og sagði kinnroðalaust: „Já ég sá þetta, já ég veit þetta, já ég er alveg viss um að ég sá hundinn þarna,“ og svo framvegis,“ segir Andri. Geti auðveldlega haft mikil áhrif Andri segist hafa áhyggjur af því að færslur sem þessar hafi áhrif á rekstur hans. „Auðvitað getur þetta haft áhrif á lítið fyrirtæki. Það þarf ekki nema kannski fimm einstaklinga til að hætta við að eiga viðskipti við okkur og þá er það bara stórtjón.“ Aðspurður hvort einhver ráð séu fyrir hann til að verja sig, segist hann hafa verið hvattur til að spá ekki í málinu og aðhafast ekkert. „En fólk hefði þá líka bara haldið áfram að níða niður einhver önnur fyrirtæki, aðra einstaklinga, og svo framvegis. Eina ráðið sem ég hafði til að verja mig, því ég gat ekki gert það þarna inni, þar sem ég var togaður niður í einhvern drulupytt og tjargaður, eina ráðið til að berjast gegn háværri lygi er að segja sannleikann enn hærra. Það var ætlunin með þessari grein, að reyna að tengja hana við vandamálið, frekar en að tengja hana algjörlega við Procura og hvað hefði verið sagt um okkur,“ segir Andri. Andri segir viðbrögðin við pistli hans hafa verið umtalsverð. „Fólk hefur haft samband við mig og sagt að þetta sé nákvæmlega það sem er að gerast. Fólk hefur áhyggjur af þessu,“ segir hann.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Lúkasarmálið Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira