Segja að Thea sé fyndnust í landsliðinu og komu með sögur því til sönnunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 13:01 Thea Imani Sturludóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Jónína Sigurlaug Rúnarsdóttir fékk landsliðskonurnar Andreu Jacobsen og Elínu Jónu Þorsteinsdóttur til sín í Kvennakastið og ræddi við þær um íslenska landsliðið sem er að fara að spila tvo æfingaleiki við B-landslið Norðmanna í kvöld og um helgina. Sigurlaug vildi meðal annars fá að vita hver væri fyndnust í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta. „Ég var ekki lengi að finna það svar: Thea,“ sagði Andrea Jacobsen og nefnir þar örvhentu stórskyttu liðsins Theu Imani Sturludóttur. „Er hún fyndin,“ spurði Sigurlaug strax. „Hún er sprenghlægileg og sérstaklega þegar Birna Berg (Haraldsdóttir) er í hóp líka. Þær tvær saman er litla kombóið. Þær eru alveg sjúklega fyndnar,“ sagði Andrea. „Það kemur mér pínu skemmtilega á óvart því ég þekki hana ekki neitt. Það er bara geggjað,“ spurði Sigurlaug strax. „Við vorum í einhverju landsliðsverkefni og allt í einu heyri ég eitthvað öskur fram á gangi. Þá kíki ég fram og þá er Thea að kasta svona Burrito dóti í Birnu og Birna er bara hlaupandi. Þá var þetta einhver Burrito leikur sem þær voru að spila,“ sagði Elín Jóna Þorsteinsdóttir. „Ég veit ekki hvort við vorum í Póllandi eða annars staðar en Hafdís markvörður er vegan. Við fengum einhverja súpu í hádeginu eða í kvöldmat sem var pínu vafasöm. Þau sögðu aftur og aftur: Þetta er vegan,“ sagði Andrea og hélt áfram: „Svo gera þær tvær símaat í Hafdísi upp á herbergi. Birna Berg með einhvern svakalegan hreim. Sagði að það hafi verið rjómi eða ostur eða eitthvað í súpunni. Hafdís greyið var alveg í áfalli og þær halda áfram með þennan brandara og síðan fer allt í háaloft. Svo deyja allar úr hlátri,“ sagði Andrea. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan en spjallið um hina fyndnu Theu hefst eftir 36 mínútur. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Sigurlaug vildi meðal annars fá að vita hver væri fyndnust í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta. „Ég var ekki lengi að finna það svar: Thea,“ sagði Andrea Jacobsen og nefnir þar örvhentu stórskyttu liðsins Theu Imani Sturludóttur. „Er hún fyndin,“ spurði Sigurlaug strax. „Hún er sprenghlægileg og sérstaklega þegar Birna Berg (Haraldsdóttir) er í hóp líka. Þær tvær saman er litla kombóið. Þær eru alveg sjúklega fyndnar,“ sagði Andrea. „Það kemur mér pínu skemmtilega á óvart því ég þekki hana ekki neitt. Það er bara geggjað,“ spurði Sigurlaug strax. „Við vorum í einhverju landsliðsverkefni og allt í einu heyri ég eitthvað öskur fram á gangi. Þá kíki ég fram og þá er Thea að kasta svona Burrito dóti í Birnu og Birna er bara hlaupandi. Þá var þetta einhver Burrito leikur sem þær voru að spila,“ sagði Elín Jóna Þorsteinsdóttir. „Ég veit ekki hvort við vorum í Póllandi eða annars staðar en Hafdís markvörður er vegan. Við fengum einhverja súpu í hádeginu eða í kvöldmat sem var pínu vafasöm. Þau sögðu aftur og aftur: Þetta er vegan,“ sagði Andrea og hélt áfram: „Svo gera þær tvær símaat í Hafdísi upp á herbergi. Birna Berg með einhvern svakalegan hreim. Sagði að það hafi verið rjómi eða ostur eða eitthvað í súpunni. Hafdís greyið var alveg í áfalli og þær halda áfram með þennan brandara og síðan fer allt í háaloft. Svo deyja allar úr hlátri,“ sagði Andrea. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan en spjallið um hina fyndnu Theu hefst eftir 36 mínútur.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira