Knattspyrnudeild Breiðabliks nauðbeygð til að skipta um gervigras Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 07:00 Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks. Vísir/Stöð 2 Knattspyrnudeild Breiðabliks var nauðbeygð til þess að skipta um gervigras á Kópavogsvelli til að liðið gæti spilað sína heimaleiki í Evrópukeppnunum í fótbolta í sumar. Nýtt gervigras var lagt á Kópavogsvöll fyrir fjórum árum, en grasið stenst ekki staðla knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og eini kosturinn í stöðunni að leggja nýtt gervigras á völlinn. „Það var nú verið að samþykkja þetta í bæjarráði í gær. Það er að segja þau tilboð sem komu inn og samþykkja ákveðið tilboð. Við erum að tala um 15. apríl til 15. maí þannig að þetta er mánuður ef allt gengur að óskum,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks, í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Leikjaplan riðlast Vegna þessa framkvæmda þarf Breiðablik að öllum líkindum að færa til leiki, bæði í Bestu-deild karla og kvenna, en Eysteinn segir að verið sé að vinna í lausn á því máli. „Þetta raðast nú þannig upp að þetta eru tveir leikir hjá strákunum og einn leikur hjá stelpunum, plús þá hugsanlega bikarleikir. Þannig við erum bara að vinna í því núna að finna laust á því.“ Klippa: Breiðablik nýtt gervigras og flóðljós Þurfa einnig ný flóðljós Ný flóðlýsing var einnig sett upp á Kópavogsvelli fyrir fjórum árum. Það er hins vegar deginum ljósara að sú lýsing stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag og samþykktar voru á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands um liðna helgi og því þarf einnig ný flóðljós. „Við allavega þurfum fyrst og fremst til að geta spilað þessar fyrstu umferðir í Evrópukeppnunum að skipta um mottuna því hún stenst ekki kröfurnar í Evrópukeppnunum. En þessi motta sem við stöndum á stenst kröfurnar í Bestu-deildinni þannig við þurfum að byrja á því.“ „Varðandi ljósin þá er það náttúrulega bara eitthvað verkefni sem við verðum að vinna með bæjaryfirvöldum. Peningarnir eru af skornum skammti og það þarf náttúrulega að forgangsraða í þessu eins og öðru. En bærinn hefur náttúrulega bara stutt okkur mjög myndarlega í því að láta þessa aðstöðu verða að veruleika og fyrsta skrefið er að skipta um gras og svo verður hitt bara að koma í kjölfarið.“ „Þessi flóðljós fóru upp vorið 2019 þannig að þetta er ekki langur tími. Hugsanlega er hægt að gera einhverjar breytingar á þeim, en við verðum bara að skoða þau mál með bæjaryfirvöldum.“ Aðstaðan sprungin Aðstaðan í Kópavogi er löngu sprungin og Breiðablik þarf í raun nýjan gervigrasvöll. „Við höfum verið að gæla við það að reyna að setja völl hérna vestan við Fífuna og hugsanlega skoða hvort að hægt sé að færa þessa mottu sem er í góðu lagi þannig lagað séð. Nýta þessa fjárfestingu í það að koma henni vestan við Fífuna þannig við fáum auka æfingavöll sem okkur sárlega vantar.“ Besta deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Nýtt gervigras var lagt á Kópavogsvöll fyrir fjórum árum, en grasið stenst ekki staðla knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og eini kosturinn í stöðunni að leggja nýtt gervigras á völlinn. „Það var nú verið að samþykkja þetta í bæjarráði í gær. Það er að segja þau tilboð sem komu inn og samþykkja ákveðið tilboð. Við erum að tala um 15. apríl til 15. maí þannig að þetta er mánuður ef allt gengur að óskum,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks, í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Leikjaplan riðlast Vegna þessa framkvæmda þarf Breiðablik að öllum líkindum að færa til leiki, bæði í Bestu-deild karla og kvenna, en Eysteinn segir að verið sé að vinna í lausn á því máli. „Þetta raðast nú þannig upp að þetta eru tveir leikir hjá strákunum og einn leikur hjá stelpunum, plús þá hugsanlega bikarleikir. Þannig við erum bara að vinna í því núna að finna laust á því.“ Klippa: Breiðablik nýtt gervigras og flóðljós Þurfa einnig ný flóðljós Ný flóðlýsing var einnig sett upp á Kópavogsvelli fyrir fjórum árum. Það er hins vegar deginum ljósara að sú lýsing stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag og samþykktar voru á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands um liðna helgi og því þarf einnig ný flóðljós. „Við allavega þurfum fyrst og fremst til að geta spilað þessar fyrstu umferðir í Evrópukeppnunum að skipta um mottuna því hún stenst ekki kröfurnar í Evrópukeppnunum. En þessi motta sem við stöndum á stenst kröfurnar í Bestu-deildinni þannig við þurfum að byrja á því.“ „Varðandi ljósin þá er það náttúrulega bara eitthvað verkefni sem við verðum að vinna með bæjaryfirvöldum. Peningarnir eru af skornum skammti og það þarf náttúrulega að forgangsraða í þessu eins og öðru. En bærinn hefur náttúrulega bara stutt okkur mjög myndarlega í því að láta þessa aðstöðu verða að veruleika og fyrsta skrefið er að skipta um gras og svo verður hitt bara að koma í kjölfarið.“ „Þessi flóðljós fóru upp vorið 2019 þannig að þetta er ekki langur tími. Hugsanlega er hægt að gera einhverjar breytingar á þeim, en við verðum bara að skoða þau mál með bæjaryfirvöldum.“ Aðstaðan sprungin Aðstaðan í Kópavogi er löngu sprungin og Breiðablik þarf í raun nýjan gervigrasvöll. „Við höfum verið að gæla við það að reyna að setja völl hérna vestan við Fífuna og hugsanlega skoða hvort að hægt sé að færa þessa mottu sem er í góðu lagi þannig lagað séð. Nýta þessa fjárfestingu í það að koma henni vestan við Fífuna þannig við fáum auka æfingavöll sem okkur sárlega vantar.“
Besta deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn