Öll minkaskinn seldust upp í Kaupmannahöfn Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2023 22:00 Einar Einarsson á Syðra-Skörðugildi í Skagafirði er formaður loðdýradeildar Bændasamtaka Íslands. Baldur Hrafnkell Jónsson Uppboð á minkaskinnum í Kaupmannahöfn í vikunni færir íslenskum loðdýrabændum vonarglætu á ný eftir sjö mögur ár. Öll skinn seldust upp og var meðalverð tólf prósentum hærra í dönskum krónum en í fyrra. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Mikil fækkun loðdýrabúa í landinu á undanförnum árum endurspeglar í raun hrun í greininni, þau voru yfir tuttugu talsins fyrir áratug, en núna eru aðeins níu minkabú eftir hérlendis. Eitt stærsta búið er á Syðra-Skörðugildi í Skagafirði og þar býr formaður loðdýradeildar Bændasamtakanna, Einar Einarsson. Einar segir að frá árinu 2016 hafi verið mikill taprekstur og þegar covid-heimsfaraldurinn skall á fyrir þremur árum hafi skinn nánast hætt að seljast. Íslensk minkaskinn frá Syðra-Skörðugili.Baldur Hrafnkell Jónsson En núna segir Einar að skinnauppboð í Kaupmannahöfn í vikunni hafi fært loðdýrabændum jákvæðari tíðindi en þeir hafi heyrt um langt skeið. Öll skinn hafi selst upp á öllum uppboðsdögum og meðalverð hækkað um tólf prósent milli ára í dönskum krónum, sem geri fimmtán til átján prósenta hækkun í íslenskum krónum. Einar segir hækkunina þó ekki duga, hún hefði þurft að vera meiri, en það að öll skinn skyldu hafa selst gefi von og sýni að atvinnulífið í kringum greinina sé komið aftur af stað eftir covid. Tiltölulega fá íslensk skinn af eldri birgðum voru þó boðin upp í Kaupmannahöfn. Íslenskir loðdýrabændur bíða spenntari eftir uppboði í Finnlandi í næstu viku en þar verður stærsti hluti íslenskra minkaskinna af framleiðslu síðasta árs boðinn upp. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðdýrarækt Landbúnaður Skagafjörður Tengdar fréttir Tvö þúsund íslenskum minkum ætlað að fara fyrir upprisu nýs dansks minkastofns Til stendur að flytja tvö þúsund minka frá Íslandi til Danmerkur. Innflutningurinn er liður í því að koma minkarækt aftur af stað í Danmörku eftir að öllum minkum landsins var lógað síðla árs 2020 til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. desember 2022 09:38 Áralangur taprekstur af loðdýrarækt Viðsnúningur varð í rekstri loðdýrabúa landsins árið 2014. 19. mars 2019 10:36 Mikil hætta er á að loðdýrarækt leggist af í landinu Mikil hætta er á að þau átján loðdýrabú sem eru á Íslandi hætti starfsemi vegna erfiðs reksturs. 25. nóvember 2018 20:00 Formaður loðdýrabænda til átján ára lokaði minkabúinu Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda síðustu átján ár er hættur loðdýrarækt. Hann kveðst þó ekki í vafa um að markaðurinn eigi eftir að rétta úr kútnum. 22. júlí 2018 21:30 Loðdýrabændur brosa út að eyrum Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. 11. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Mikil fækkun loðdýrabúa í landinu á undanförnum árum endurspeglar í raun hrun í greininni, þau voru yfir tuttugu talsins fyrir áratug, en núna eru aðeins níu minkabú eftir hérlendis. Eitt stærsta búið er á Syðra-Skörðugildi í Skagafirði og þar býr formaður loðdýradeildar Bændasamtakanna, Einar Einarsson. Einar segir að frá árinu 2016 hafi verið mikill taprekstur og þegar covid-heimsfaraldurinn skall á fyrir þremur árum hafi skinn nánast hætt að seljast. Íslensk minkaskinn frá Syðra-Skörðugili.Baldur Hrafnkell Jónsson En núna segir Einar að skinnauppboð í Kaupmannahöfn í vikunni hafi fært loðdýrabændum jákvæðari tíðindi en þeir hafi heyrt um langt skeið. Öll skinn hafi selst upp á öllum uppboðsdögum og meðalverð hækkað um tólf prósent milli ára í dönskum krónum, sem geri fimmtán til átján prósenta hækkun í íslenskum krónum. Einar segir hækkunina þó ekki duga, hún hefði þurft að vera meiri, en það að öll skinn skyldu hafa selst gefi von og sýni að atvinnulífið í kringum greinina sé komið aftur af stað eftir covid. Tiltölulega fá íslensk skinn af eldri birgðum voru þó boðin upp í Kaupmannahöfn. Íslenskir loðdýrabændur bíða spenntari eftir uppboði í Finnlandi í næstu viku en þar verður stærsti hluti íslenskra minkaskinna af framleiðslu síðasta árs boðinn upp. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðdýrarækt Landbúnaður Skagafjörður Tengdar fréttir Tvö þúsund íslenskum minkum ætlað að fara fyrir upprisu nýs dansks minkastofns Til stendur að flytja tvö þúsund minka frá Íslandi til Danmerkur. Innflutningurinn er liður í því að koma minkarækt aftur af stað í Danmörku eftir að öllum minkum landsins var lógað síðla árs 2020 til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. desember 2022 09:38 Áralangur taprekstur af loðdýrarækt Viðsnúningur varð í rekstri loðdýrabúa landsins árið 2014. 19. mars 2019 10:36 Mikil hætta er á að loðdýrarækt leggist af í landinu Mikil hætta er á að þau átján loðdýrabú sem eru á Íslandi hætti starfsemi vegna erfiðs reksturs. 25. nóvember 2018 20:00 Formaður loðdýrabænda til átján ára lokaði minkabúinu Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda síðustu átján ár er hættur loðdýrarækt. Hann kveðst þó ekki í vafa um að markaðurinn eigi eftir að rétta úr kútnum. 22. júlí 2018 21:30 Loðdýrabændur brosa út að eyrum Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. 11. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Tvö þúsund íslenskum minkum ætlað að fara fyrir upprisu nýs dansks minkastofns Til stendur að flytja tvö þúsund minka frá Íslandi til Danmerkur. Innflutningurinn er liður í því að koma minkarækt aftur af stað í Danmörku eftir að öllum minkum landsins var lógað síðla árs 2020 til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. desember 2022 09:38
Áralangur taprekstur af loðdýrarækt Viðsnúningur varð í rekstri loðdýrabúa landsins árið 2014. 19. mars 2019 10:36
Mikil hætta er á að loðdýrarækt leggist af í landinu Mikil hætta er á að þau átján loðdýrabú sem eru á Íslandi hætti starfsemi vegna erfiðs reksturs. 25. nóvember 2018 20:00
Formaður loðdýrabænda til átján ára lokaði minkabúinu Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda síðustu átján ár er hættur loðdýrarækt. Hann kveðst þó ekki í vafa um að markaðurinn eigi eftir að rétta úr kútnum. 22. júlí 2018 21:30
Loðdýrabændur brosa út að eyrum Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. 11. nóvember 2012 19:15