Ungverskt stórlið pikkar í mögulegan landsliðsþjálfara Íslands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 08:00 Michael Apelgren í leik með Elverum. Hann er í dag þjálfari Sävehof í Svíþjóð. Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Ungverska stórliðið Pick Szeged hefur boðist til að kaupa upp samning Michael Apelgren, þjálfara sænska liðsins Sävehof. Apelgren er einn þeirra sem hefur sagst hafa áhuga á þjálfarastöðu íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Frá þessu er greint á sænska miðlinum Aftonbladet. Þar kemur fram að ungverska liðið hafi boðist til að greiða Sävehof 1,1 milljón sænskra króna til að losa Apelgren undan samningi sínum, en það samsvarar tæplega 15 milljónum íslenskra króna. Í umfjöllun Aftonbladet kemur hins vegar einnig fram að Sävehof hafi hafnað tilboðinu. Juan Carlos Pastor er núverandi þjálfari Pick Szeged, en hann mun hætta með liðið að yfirstandandi tímabili loknu. Michael Apelgren är Pick Szegeds förstaval som efterträdare till legendaren Juan Carlos Pastor.Ungrarna har lagt miljonbud för att köpa loss Apelgren.Har aldrig hört talas om en sån här hög summa till en svensk klubb för en spelare eller tränare. https://t.co/hWDjQ4Qepf— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 3, 2023 Hinn 38 ára gamli Apelgren er sem stendur þjálfari Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni. Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson leikur með liðinu, en Apelgren er einnig aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins. Apelgren er einn þeirra sem hefur verið orðaður við starf þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir að leiðir Guðmunduar Guðmundssonar skildu við liðið. Í samtali við Vísi í síðustu viku sagðist Apelgren að hann myndi að sjálfsögðu hlusta ef símtalið frá HSÍ kæmi. Apelgren hóf þjálfaraferil sinn sem spilandi þjálfari norska liðsins Elverum. Eftir tvö ár í þeirri stöðu lagði hann skóna á hilluna og einbeitti sér eingöngu að þjálfun. Alls gerði hann Elverum að norskum meisturum sex ár í röð. Hann tók við Sävehof árið 2020 og í samtali við Vísi seinasta sumar sagði Tryggvi Þórisson að þjálfarinn væri stór ástæða þess að hann hafi valið að ganga til liðs við félagið. Sävehof situr í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 23 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Kristianstad. Handbolti Sænski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Frá þessu er greint á sænska miðlinum Aftonbladet. Þar kemur fram að ungverska liðið hafi boðist til að greiða Sävehof 1,1 milljón sænskra króna til að losa Apelgren undan samningi sínum, en það samsvarar tæplega 15 milljónum íslenskra króna. Í umfjöllun Aftonbladet kemur hins vegar einnig fram að Sävehof hafi hafnað tilboðinu. Juan Carlos Pastor er núverandi þjálfari Pick Szeged, en hann mun hætta með liðið að yfirstandandi tímabili loknu. Michael Apelgren är Pick Szegeds förstaval som efterträdare till legendaren Juan Carlos Pastor.Ungrarna har lagt miljonbud för att köpa loss Apelgren.Har aldrig hört talas om en sån här hög summa till en svensk klubb för en spelare eller tränare. https://t.co/hWDjQ4Qepf— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 3, 2023 Hinn 38 ára gamli Apelgren er sem stendur þjálfari Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni. Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson leikur með liðinu, en Apelgren er einnig aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins. Apelgren er einn þeirra sem hefur verið orðaður við starf þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir að leiðir Guðmunduar Guðmundssonar skildu við liðið. Í samtali við Vísi í síðustu viku sagðist Apelgren að hann myndi að sjálfsögðu hlusta ef símtalið frá HSÍ kæmi. Apelgren hóf þjálfaraferil sinn sem spilandi þjálfari norska liðsins Elverum. Eftir tvö ár í þeirri stöðu lagði hann skóna á hilluna og einbeitti sér eingöngu að þjálfun. Alls gerði hann Elverum að norskum meisturum sex ár í röð. Hann tók við Sävehof árið 2020 og í samtali við Vísi seinasta sumar sagði Tryggvi Þórisson að þjálfarinn væri stór ástæða þess að hann hafi valið að ganga til liðs við félagið. Sävehof situr í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 23 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Kristianstad.
Handbolti Sænski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira