Ungverskt stórlið pikkar í mögulegan landsliðsþjálfara Íslands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 08:00 Michael Apelgren í leik með Elverum. Hann er í dag þjálfari Sävehof í Svíþjóð. Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Ungverska stórliðið Pick Szeged hefur boðist til að kaupa upp samning Michael Apelgren, þjálfara sænska liðsins Sävehof. Apelgren er einn þeirra sem hefur sagst hafa áhuga á þjálfarastöðu íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Frá þessu er greint á sænska miðlinum Aftonbladet. Þar kemur fram að ungverska liðið hafi boðist til að greiða Sävehof 1,1 milljón sænskra króna til að losa Apelgren undan samningi sínum, en það samsvarar tæplega 15 milljónum íslenskra króna. Í umfjöllun Aftonbladet kemur hins vegar einnig fram að Sävehof hafi hafnað tilboðinu. Juan Carlos Pastor er núverandi þjálfari Pick Szeged, en hann mun hætta með liðið að yfirstandandi tímabili loknu. Michael Apelgren är Pick Szegeds förstaval som efterträdare till legendaren Juan Carlos Pastor.Ungrarna har lagt miljonbud för att köpa loss Apelgren.Har aldrig hört talas om en sån här hög summa till en svensk klubb för en spelare eller tränare. https://t.co/hWDjQ4Qepf— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 3, 2023 Hinn 38 ára gamli Apelgren er sem stendur þjálfari Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni. Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson leikur með liðinu, en Apelgren er einnig aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins. Apelgren er einn þeirra sem hefur verið orðaður við starf þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir að leiðir Guðmunduar Guðmundssonar skildu við liðið. Í samtali við Vísi í síðustu viku sagðist Apelgren að hann myndi að sjálfsögðu hlusta ef símtalið frá HSÍ kæmi. Apelgren hóf þjálfaraferil sinn sem spilandi þjálfari norska liðsins Elverum. Eftir tvö ár í þeirri stöðu lagði hann skóna á hilluna og einbeitti sér eingöngu að þjálfun. Alls gerði hann Elverum að norskum meisturum sex ár í röð. Hann tók við Sävehof árið 2020 og í samtali við Vísi seinasta sumar sagði Tryggvi Þórisson að þjálfarinn væri stór ástæða þess að hann hafi valið að ganga til liðs við félagið. Sävehof situr í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 23 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Kristianstad. Handbolti Sænski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Frá þessu er greint á sænska miðlinum Aftonbladet. Þar kemur fram að ungverska liðið hafi boðist til að greiða Sävehof 1,1 milljón sænskra króna til að losa Apelgren undan samningi sínum, en það samsvarar tæplega 15 milljónum íslenskra króna. Í umfjöllun Aftonbladet kemur hins vegar einnig fram að Sävehof hafi hafnað tilboðinu. Juan Carlos Pastor er núverandi þjálfari Pick Szeged, en hann mun hætta með liðið að yfirstandandi tímabili loknu. Michael Apelgren är Pick Szegeds förstaval som efterträdare till legendaren Juan Carlos Pastor.Ungrarna har lagt miljonbud för att köpa loss Apelgren.Har aldrig hört talas om en sån här hög summa till en svensk klubb för en spelare eller tränare. https://t.co/hWDjQ4Qepf— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 3, 2023 Hinn 38 ára gamli Apelgren er sem stendur þjálfari Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni. Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson leikur með liðinu, en Apelgren er einnig aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins. Apelgren er einn þeirra sem hefur verið orðaður við starf þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir að leiðir Guðmunduar Guðmundssonar skildu við liðið. Í samtali við Vísi í síðustu viku sagðist Apelgren að hann myndi að sjálfsögðu hlusta ef símtalið frá HSÍ kæmi. Apelgren hóf þjálfaraferil sinn sem spilandi þjálfari norska liðsins Elverum. Eftir tvö ár í þeirri stöðu lagði hann skóna á hilluna og einbeitti sér eingöngu að þjálfun. Alls gerði hann Elverum að norskum meisturum sex ár í röð. Hann tók við Sävehof árið 2020 og í samtali við Vísi seinasta sumar sagði Tryggvi Þórisson að þjálfarinn væri stór ástæða þess að hann hafi valið að ganga til liðs við félagið. Sävehof situr í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 23 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Kristianstad.
Handbolti Sænski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira