Ungverskt stórlið pikkar í mögulegan landsliðsþjálfara Íslands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 08:00 Michael Apelgren í leik með Elverum. Hann er í dag þjálfari Sävehof í Svíþjóð. Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Ungverska stórliðið Pick Szeged hefur boðist til að kaupa upp samning Michael Apelgren, þjálfara sænska liðsins Sävehof. Apelgren er einn þeirra sem hefur sagst hafa áhuga á þjálfarastöðu íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Frá þessu er greint á sænska miðlinum Aftonbladet. Þar kemur fram að ungverska liðið hafi boðist til að greiða Sävehof 1,1 milljón sænskra króna til að losa Apelgren undan samningi sínum, en það samsvarar tæplega 15 milljónum íslenskra króna. Í umfjöllun Aftonbladet kemur hins vegar einnig fram að Sävehof hafi hafnað tilboðinu. Juan Carlos Pastor er núverandi þjálfari Pick Szeged, en hann mun hætta með liðið að yfirstandandi tímabili loknu. Michael Apelgren är Pick Szegeds förstaval som efterträdare till legendaren Juan Carlos Pastor.Ungrarna har lagt miljonbud för att köpa loss Apelgren.Har aldrig hört talas om en sån här hög summa till en svensk klubb för en spelare eller tränare. https://t.co/hWDjQ4Qepf— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 3, 2023 Hinn 38 ára gamli Apelgren er sem stendur þjálfari Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni. Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson leikur með liðinu, en Apelgren er einnig aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins. Apelgren er einn þeirra sem hefur verið orðaður við starf þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir að leiðir Guðmunduar Guðmundssonar skildu við liðið. Í samtali við Vísi í síðustu viku sagðist Apelgren að hann myndi að sjálfsögðu hlusta ef símtalið frá HSÍ kæmi. Apelgren hóf þjálfaraferil sinn sem spilandi þjálfari norska liðsins Elverum. Eftir tvö ár í þeirri stöðu lagði hann skóna á hilluna og einbeitti sér eingöngu að þjálfun. Alls gerði hann Elverum að norskum meisturum sex ár í röð. Hann tók við Sävehof árið 2020 og í samtali við Vísi seinasta sumar sagði Tryggvi Þórisson að þjálfarinn væri stór ástæða þess að hann hafi valið að ganga til liðs við félagið. Sävehof situr í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 23 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Kristianstad. Handbolti Sænski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Frá þessu er greint á sænska miðlinum Aftonbladet. Þar kemur fram að ungverska liðið hafi boðist til að greiða Sävehof 1,1 milljón sænskra króna til að losa Apelgren undan samningi sínum, en það samsvarar tæplega 15 milljónum íslenskra króna. Í umfjöllun Aftonbladet kemur hins vegar einnig fram að Sävehof hafi hafnað tilboðinu. Juan Carlos Pastor er núverandi þjálfari Pick Szeged, en hann mun hætta með liðið að yfirstandandi tímabili loknu. Michael Apelgren är Pick Szegeds förstaval som efterträdare till legendaren Juan Carlos Pastor.Ungrarna har lagt miljonbud för att köpa loss Apelgren.Har aldrig hört talas om en sån här hög summa till en svensk klubb för en spelare eller tränare. https://t.co/hWDjQ4Qepf— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 3, 2023 Hinn 38 ára gamli Apelgren er sem stendur þjálfari Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni. Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson leikur með liðinu, en Apelgren er einnig aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins. Apelgren er einn þeirra sem hefur verið orðaður við starf þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir að leiðir Guðmunduar Guðmundssonar skildu við liðið. Í samtali við Vísi í síðustu viku sagðist Apelgren að hann myndi að sjálfsögðu hlusta ef símtalið frá HSÍ kæmi. Apelgren hóf þjálfaraferil sinn sem spilandi þjálfari norska liðsins Elverum. Eftir tvö ár í þeirri stöðu lagði hann skóna á hilluna og einbeitti sér eingöngu að þjálfun. Alls gerði hann Elverum að norskum meisturum sex ár í röð. Hann tók við Sävehof árið 2020 og í samtali við Vísi seinasta sumar sagði Tryggvi Þórisson að þjálfarinn væri stór ástæða þess að hann hafi valið að ganga til liðs við félagið. Sävehof situr í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 23 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Kristianstad.
Handbolti Sænski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita