Sport

Lyfti nærri hálfu tonni þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lucie Stefaniková ásamt syni sínum.
Lucie Stefaniková ásamt syni sínum. Instagram@lucie_martins_lifts

Lucie Stefaniková kom, sá og sigraði á Íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem haldið var í gær, laugardag, á heimavelli Stjörnunnar í Miðgarði. Það sem vakti hvað mesta athygli er að Lucie er komin sjö mánuði á leið með sitt þriðja barn.

Lucie keppir fyrir hönd Stjörnunnar og styrktarþjálfari að atvinnu. Hún lyfti samtals 490 kílógrömmum á mótinu. 105 kíló fóru upp í bekkpressu, 205 í réttstöðulyftu og 180 í hnébeygju.

Lucie fer mikinn á hinum ýmsu samfélagsmiðlum og tjáði sig á Instagram-síðu sinni um árangur helgarinnar. Þar segir:

„Ég ætla ekki að ljúga, ég er mjög stolt af líkama mínum og hvað hann getur gert á meðan hann er að búa til aðra manneskju.“
„Markmiðið var að hafa gaman og vera ekki að stressa sig á hlutunum. Ná 9/9 og lyfta þungum lóðum sem væru þó ekki að valda mér vandræðum. Allt fór samkvæmt áætlun og ég er mjög ánægð með niðurstöðuna.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×