Þríeykinu bárust alvarlegar hótanir: „Það vilja fjörutíu sextán ára krakkar lemja þig“ Árni Sæberg skrifar 5. mars 2023 22:16 Meðlimum þríeykisins svokallaða bárust mjög alvarlegar, og oft ógeðslegar, hótanir. Vísir/Vilhelm Þau Alma, Víðir og Þórólfur máttu sæta því á hápunkti faraldurs Covid-19 að þeim bárust líflátshótanir. Hótanirnar voru svo alvarlegar að lögregla vaktaði heimili þeirra allan sólarhringinn. Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, stóðu í eldlínunni á meðan faraldur kórónuveirunnar hér á landi stóð sem hæst. Þau þurftu að taka erfiðar ákvarðanir á borð við strangar sóttvarnaraðgerðir og kynna þær fyrir almenningi. Margir voru óánægðir og sumir sýndu óánægju sína í verki á óvæginn hátt. „Drullastu til að opna líkamsræktarstöðvar skítahrappurinn þinn. Hvernig dettur þér í hug að loka landinu, litli skíturinn þinn? Settu það á kassann að það vilja fjörutíu sextán ára krakkar lemja þig,“ er meðal skilaboða sem Þórólfur las upp í nýjasta þætti Storms, sem sýndur var á RÚV í kvöld. „Fokking leðurhommadraslið þitt, dreptu þig. Eina sem ég vil er að fara á skíði,“ er annað dæmi um skilaboð sem honum bárust. Sér eftir að hafa sýnt eiginkonunni skilaboðin Í þættinum segir Þórólfur að hann hafi „asnast“ til þess að sýna eiginkonu sinni skilaboðin sem hann fékk og að hún hafi farið í kerfi við það. „Ég hefði ekki átt að sýna henni þetta,“ segir hann. Sara Hafsteinsdóttir, eiginkona Þórólfs, segir að símtölin sem bárust á heimilið hafi verið orðin ansi þreytandi á tímabili. „Ég var alltaf að segja mönnum víðsvegar af landinu að ég ynni ekki hjá Landlæknisembættinu og gæti ekki bjargað þeim úr sóttkví eða einhverju slíku og það endaði með því að við bara sögðum símanum upp,“ segir hún. Öryggiskerfi beintengt við lögregluna Víðir segir að þau hafi öll þrjú verið með öflugt öryggiskerfi sem var beintengt við stjórnstöð lögreglu. Um leið og það fór í gang hafi lögregla mætt með viðbúnað. Þórólfur segir þau hjónin hafa vaknað við símtal frá lögreglu eina nóttina og skömmu síðar hafi hún verið mætt heim til þeirra. „Garðurinn var fullur af sérsveitarmönnum með vasaljós og hríðskotabyssur eða eitthvað svoleiðis og líka fyrir framan og þetta var svona eins og í bíómynd,“ segir hann. „Auðvitað er manni ekki alveg sama“ Í þættinum les Alma upp athugasemd á Facebook sem skaut þeim öllum skelk í bringu. „Það ætti að taka menn eins og Víðir, það er náttúrulega ekki rétt beygt, og þríeykið, fara með þau út í bakgarð og nota þrjár kúlur á þetta viðbjóðslega glæpahyski,“ sagði Alma. „Þetta er ekki fyrsta og ekki önnur. Og það er áhugavert að sjá hversu margir læka færslu þar sem er lagt til að við séum dregin út í garð og skotin í hnakkann,“ segir Víðir. Þá vísar Víðir til fréttaflutnings af því þegar skotið var á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með riffli. „Svo þegar maður sér svona fréttir þar sem einhver beinlínis skýtur á glugga og bíla þá auðvitað er manni ekki alveg sama,“ segir Víðir. Sara segir að hún geri sér grein fyrir því að þeir sem fremji slíkan verknað eða hóti öðru eins sé veikt fólk. Henni finnist slíkt samt óþægilegt. „Þegar ég stend við gluggann alveg nyrst á Nesinu við bílaumferðina, maður væri svona easy target í glugganum,“ segir Þórólfur. Víðir tekur undir og segir sér ekki hafa liðið vel þegar hann stóð við eldhúsgluggann að vaska upp. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, stóðu í eldlínunni á meðan faraldur kórónuveirunnar hér á landi stóð sem hæst. Þau þurftu að taka erfiðar ákvarðanir á borð við strangar sóttvarnaraðgerðir og kynna þær fyrir almenningi. Margir voru óánægðir og sumir sýndu óánægju sína í verki á óvæginn hátt. „Drullastu til að opna líkamsræktarstöðvar skítahrappurinn þinn. Hvernig dettur þér í hug að loka landinu, litli skíturinn þinn? Settu það á kassann að það vilja fjörutíu sextán ára krakkar lemja þig,“ er meðal skilaboða sem Þórólfur las upp í nýjasta þætti Storms, sem sýndur var á RÚV í kvöld. „Fokking leðurhommadraslið þitt, dreptu þig. Eina sem ég vil er að fara á skíði,“ er annað dæmi um skilaboð sem honum bárust. Sér eftir að hafa sýnt eiginkonunni skilaboðin Í þættinum segir Þórólfur að hann hafi „asnast“ til þess að sýna eiginkonu sinni skilaboðin sem hann fékk og að hún hafi farið í kerfi við það. „Ég hefði ekki átt að sýna henni þetta,“ segir hann. Sara Hafsteinsdóttir, eiginkona Þórólfs, segir að símtölin sem bárust á heimilið hafi verið orðin ansi þreytandi á tímabili. „Ég var alltaf að segja mönnum víðsvegar af landinu að ég ynni ekki hjá Landlæknisembættinu og gæti ekki bjargað þeim úr sóttkví eða einhverju slíku og það endaði með því að við bara sögðum símanum upp,“ segir hún. Öryggiskerfi beintengt við lögregluna Víðir segir að þau hafi öll þrjú verið með öflugt öryggiskerfi sem var beintengt við stjórnstöð lögreglu. Um leið og það fór í gang hafi lögregla mætt með viðbúnað. Þórólfur segir þau hjónin hafa vaknað við símtal frá lögreglu eina nóttina og skömmu síðar hafi hún verið mætt heim til þeirra. „Garðurinn var fullur af sérsveitarmönnum með vasaljós og hríðskotabyssur eða eitthvað svoleiðis og líka fyrir framan og þetta var svona eins og í bíómynd,“ segir hann. „Auðvitað er manni ekki alveg sama“ Í þættinum les Alma upp athugasemd á Facebook sem skaut þeim öllum skelk í bringu. „Það ætti að taka menn eins og Víðir, það er náttúrulega ekki rétt beygt, og þríeykið, fara með þau út í bakgarð og nota þrjár kúlur á þetta viðbjóðslega glæpahyski,“ sagði Alma. „Þetta er ekki fyrsta og ekki önnur. Og það er áhugavert að sjá hversu margir læka færslu þar sem er lagt til að við séum dregin út í garð og skotin í hnakkann,“ segir Víðir. Þá vísar Víðir til fréttaflutnings af því þegar skotið var á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með riffli. „Svo þegar maður sér svona fréttir þar sem einhver beinlínis skýtur á glugga og bíla þá auðvitað er manni ekki alveg sama,“ segir Víðir. Sara segir að hún geri sér grein fyrir því að þeir sem fremji slíkan verknað eða hóti öðru eins sé veikt fólk. Henni finnist slíkt samt óþægilegt. „Þegar ég stend við gluggann alveg nyrst á Nesinu við bílaumferðina, maður væri svona easy target í glugganum,“ segir Þórólfur. Víðir tekur undir og segir sér ekki hafa liðið vel þegar hann stóð við eldhúsgluggann að vaska upp.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira