Gítarleikari og einn stofnmeðlima Lynyrd Skynyrd látinn Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2023 08:03 Gary Rossington á tónleikum Lynyrd Skynyrd árið 2019. Getty Gary Rossington, gítarleikari bandarísku sveitarinnar Lynyrd Skynyrd, er látinn, 71 árs að aldri. Með honum er genginn síðasti eftirlifandi stofnmeðlimur sveitarinnar sem er hvað frægust fyrir lag sitt Sweet Home Alabama. Ekki hefur verið gefið upp hvað hafi dregið Rossington til dauða, en til stóð að sveitin myndi hefja nýtt tónleikaferðalag sitt eftir fjóra mánuði. Rossington er eini meðlimur sveitarinnar sem hefur spilað inn á allar plötur sveitarinnar. Rossington hafði um árabil glímt við vanheilsu, en hann fékk hjartaáfall árið 2015 og gekkst undir hjartaaðgerð árið 2021. Rossington fæddist í Jacksonville í Flórída árið 1951 og stofnaði sveitina Me, You and Him árið 1964 – sveit sem síðar breytti nafni sínu í Lynyrd Skynyrd. Með Rossington í sveitinni voru bassaleikarinn Larry Junstrom og trommarinnn Bob Burns. Þeir félarar kynntust síðar söngvaranum Ronnie Van Zant sem gekk til liðs við sveitina. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 1973 þar sem var meðal annars að finna lagið Free Bird sem átti eftir að verða eitt frægasta lag sveitarinnar. Rossington var í hópi þeirra sem sömdu svo lagið Sweet Home Alabama sem var að finna á annarri plötu sveitarinnar Second Helping. Rossington komst lífs af úr flugslysi í Mississippi árið 1977 þar sem söngvarinn Van Zant og gítarleikarinn Steve Gaines voru í hópi þeirra sem fórust. Auk þeirra létust systir Geines, bakraddasöngkonan Cassie Gaines, báðir flugmenn vélarinnar og aðstoðarrótarinn Dean Kilpatrick. Tuttugu manns komust lífs af úr slysinu. Eftir slysið leystist sveitin upp, en kom aftur saman árið 1987 með Rossington og nýjum liðsmönnum. Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
Ekki hefur verið gefið upp hvað hafi dregið Rossington til dauða, en til stóð að sveitin myndi hefja nýtt tónleikaferðalag sitt eftir fjóra mánuði. Rossington er eini meðlimur sveitarinnar sem hefur spilað inn á allar plötur sveitarinnar. Rossington hafði um árabil glímt við vanheilsu, en hann fékk hjartaáfall árið 2015 og gekkst undir hjartaaðgerð árið 2021. Rossington fæddist í Jacksonville í Flórída árið 1951 og stofnaði sveitina Me, You and Him árið 1964 – sveit sem síðar breytti nafni sínu í Lynyrd Skynyrd. Með Rossington í sveitinni voru bassaleikarinn Larry Junstrom og trommarinnn Bob Burns. Þeir félarar kynntust síðar söngvaranum Ronnie Van Zant sem gekk til liðs við sveitina. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 1973 þar sem var meðal annars að finna lagið Free Bird sem átti eftir að verða eitt frægasta lag sveitarinnar. Rossington var í hópi þeirra sem sömdu svo lagið Sweet Home Alabama sem var að finna á annarri plötu sveitarinnar Second Helping. Rossington komst lífs af úr flugslysi í Mississippi árið 1977 þar sem söngvarinn Van Zant og gítarleikarinn Steve Gaines voru í hópi þeirra sem fórust. Auk þeirra létust systir Geines, bakraddasöngkonan Cassie Gaines, báðir flugmenn vélarinnar og aðstoðarrótarinn Dean Kilpatrick. Tuttugu manns komust lífs af úr slysinu. Eftir slysið leystist sveitin upp, en kom aftur saman árið 1987 með Rossington og nýjum liðsmönnum.
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira