Austurfrétt greinir frá þessum vendingum málsins en rætt var við Þorstein Bergsson, starfsmann MAST á Egilstöðum. Í viðtalinu bendir hann á að málið sé það alvarlegt brot að lögreglan verði að koma að því. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hver drap kettlingana fimm.
Fréttastofa greindi frá málinu um helgina en móðir eins barnanna sem fann kettlingana sagði frá kattadrápunum í Facebook-hópnum Fjörðurinn minn Eskifjörður. Börnunum var eðlilega brugðið við að finna kettlingana. Börnin eru öll átta ára.
Matvælastofnun hefur meðal annars það hlutverk að gæta að velferð dýra í landinu.