Það var hins vegar líka táknrænt hvern hún vann í úrslitaleik mótsins.
Eins og allir vita þá er meira en eitt ár liðið síðan að Rússar réðust inn í Úkraínu.
Kostjuk vann rússnesku tenniskonuna Varvara Gratsjeva 6-3 og 7-5 í úrslitaleiknum.
Marta Kostyuk dedicates maiden title to people fighting and dying in #Ukraine https://t.co/g7LaaLHDhR
— Climate change is real (@ActNowOnClimate) March 7, 2023
„Það mjög sérstakt að vinna þennan titil miðað við það í hvaða stöðu ég er. Ég vil tileinka Úkraínu sigurinn og öllum þeim sem eru að berjast og deyja þar akkúrat núna,“ sagði Marta Kostjuk.
Hin tvítuga Kostjuk hefur verið hörð á því að rússneskir og hvít-rússneskir íþróttamenn eigi ekki að fá að keppa á heimsbikarmótum tennissambandsins.
„Það er ekki hægt að vera hlutlaus í þessu máli.‚Nei við stríði' yfirlýsingarnar særa mig af því að það er ekkert á bak við þær, sagði hún nokkrum vikum eftir að Rússar réðust inn í Úkráinu fyrir ári síðan.
Kostjuk og Gratseva tókust ekki í hendur eftir úrslitaleikinn. Kostjuk neitaði að taka í höndina á þeirri rússnesku.
"I want to dedicate this title to Ukraine and all who are fighting and dying right now" - Ukrainian @marta_kostyuk won her first @WTA title.
— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) March 6, 2023
She won over a Russian player and refused to shake her opponent's hand or take a joint photo.
WTA pic.twitter.com/hMw0mjqFeR