Drykkja hefur aukist aftur eftir afnám samkomutakmarkana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2023 20:16 Áhættudrykkja er farin að aukast aftur eftir að hafa dregist saman þegar samkomutakmarkanir voru í gildi árin 2020 og 2021. Sérfræðingur hjá landlækni segir nauðsynlegt að halda í takmarkað aðgengi að áfengi til að hægt sé að draga úr drykkju á ný. Fram kemur í nýjum talnabrunni landlæknisembættisins um áfengisneyslu að áhættudrykkja sé farin að aukast aftur eftir lægð í kring um heimsfaraldur Covid. Í fyrra féll tæpur fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis, eða stunda svokallaða áhættudrykkju. Hlutfall þeirra sem stunduðu áhættudrykkju var hæst árið 2018 en féll nokkuð árin 2020 og 2021. Nú er neyslan hins vegar farin að aukast að nýju og gert ráð fyrir að 33 þúsund karlar og 25 þúsund konur á landinu hafi haft skaðlegt neyslumynstur áfengis í fyrra. „Það dregur aðeins úr á Covid tímanum, þá eru bæði samkomutakmarkanir og minna aðgengi,“ segir Rafn Magnús Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna hjá embætti landlæknis. „Heilt yfir höfum við verið að auka áfengisdrykkju í öllum aldurshópum undanfarin ár.“ Þá drekki fleiri reglulegar: Einn bjór eða vínglas á virkum kvöldum frekar en að drekka óhóflega um helgar. Það geti haft mjög slæm áhrif til langs tíma. „Við erum að sjá það að líkaminn er útsettur fyrir etanólinu fleiri daga vikunnar en oft áður. Það er kannski til þess valdandi að við erum að sjá aukningu í langvinnum sjúkdómum eins og áfengistengdum skorpulifurstilfellum og þá mögulega krabbameini,“ segir Rafn. Þá hafi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, mælst til þess að heildarneysla áfengis verði dregin saman um minnst tíu prósent fyrir árið 2025. En hvernig verður því markmiði náð? „Það eru ýmsar leiðir sem við getum gert betur í dag. í stað þess að auka aðgengi eigum við að halda í það fyrirkomulag sem við höfum.“ Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Fjórðungur stundar áhættudrykkju en 2.000 hafa hætt að reykja Árið 2022 féll um það bil fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, um 27 prósent karla og 21 prósent kvenna. 7. mars 2023 06:55 Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01 Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Fram kemur í nýjum talnabrunni landlæknisembættisins um áfengisneyslu að áhættudrykkja sé farin að aukast aftur eftir lægð í kring um heimsfaraldur Covid. Í fyrra féll tæpur fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis, eða stunda svokallaða áhættudrykkju. Hlutfall þeirra sem stunduðu áhættudrykkju var hæst árið 2018 en féll nokkuð árin 2020 og 2021. Nú er neyslan hins vegar farin að aukast að nýju og gert ráð fyrir að 33 þúsund karlar og 25 þúsund konur á landinu hafi haft skaðlegt neyslumynstur áfengis í fyrra. „Það dregur aðeins úr á Covid tímanum, þá eru bæði samkomutakmarkanir og minna aðgengi,“ segir Rafn Magnús Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna hjá embætti landlæknis. „Heilt yfir höfum við verið að auka áfengisdrykkju í öllum aldurshópum undanfarin ár.“ Þá drekki fleiri reglulegar: Einn bjór eða vínglas á virkum kvöldum frekar en að drekka óhóflega um helgar. Það geti haft mjög slæm áhrif til langs tíma. „Við erum að sjá það að líkaminn er útsettur fyrir etanólinu fleiri daga vikunnar en oft áður. Það er kannski til þess valdandi að við erum að sjá aukningu í langvinnum sjúkdómum eins og áfengistengdum skorpulifurstilfellum og þá mögulega krabbameini,“ segir Rafn. Þá hafi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, mælst til þess að heildarneysla áfengis verði dregin saman um minnst tíu prósent fyrir árið 2025. En hvernig verður því markmiði náð? „Það eru ýmsar leiðir sem við getum gert betur í dag. í stað þess að auka aðgengi eigum við að halda í það fyrirkomulag sem við höfum.“
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Fjórðungur stundar áhættudrykkju en 2.000 hafa hætt að reykja Árið 2022 féll um það bil fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, um 27 prósent karla og 21 prósent kvenna. 7. mars 2023 06:55 Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01 Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Fjórðungur stundar áhættudrykkju en 2.000 hafa hætt að reykja Árið 2022 féll um það bil fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, um 27 prósent karla og 21 prósent kvenna. 7. mars 2023 06:55
Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01
Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent