Weghorst svarar fyrir af hverju hann snerti „This is Anfield“ skiltið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2023 07:30 Wout Weghorst og félagar í Manchester United fengu sögulega útreið á Anfield. Getty/Michael Regan Hollenski framherjinn Wout Weghorst hjá Manchester United hefur fengið á sig efasemdir um hollustu sína til Manchester United eftir að menn sáu til hans snerta „This is Anfield“ skiltið fyrir 7-0 tapið á móti Liverpool um helgina. Það er þekkt hefð fyrir leikmenn Liverpool að snerta skiltið fyrir leik og eftir að menn sáu myndir af þessu fóru einhverjir að rifja upp gamalt viðtal við Weghorst þar sem hann sagðist halda með Liverpool. Weghorst var eins og flestir leikmenn Manchester United heillum horfinn í þessum leik og sem framherji sem skorar ekki mörg þá var kappinn fljótur að finna fyrir hraðri og óvægri gagnrýni á sig eftir úrslitin og myndbandið með skiltið. Wout Weghorst said he only touched the 'This is Anfield' sign to "wind up" Virgil van Dijk before Liverpool vs. Manchester United pic.twitter.com/uX0rTFR20l— ESPN FC (@ESPNFC) March 7, 2023 Weghorst ákvað því að stíga fram og útskýra hvað var þarna í gangi. Hann segist hafa verið að reyna að pirra landsliðsfélaga sinn Virgil van Dijk með því að snerta skiltið. „Ég þekki það frá landsliðinu að Virgil snertir alltaf skiltið,“ sagði Wout Weghorst sem er hjá Manchester United á láni frá Burnley. „Það eina sem ég var að hugsa um var að koma í veg fyrir að hann snerti skiltið og reyna að pirra hann,“ sagði Weghorst. „Vanalega er ég ekki að bregðast við fjölmiðlaumfjöllun en það er þess virði að þessu sinni því stuðningsmenn Manchester United eru mér mikilvægir. Sem barn þá hélt ég með FC Twente og sem stoltur leikmaður Manchester United í dag þá geta menn aldrei efast um hollustu mína til félagsins,“ sagði Weghorst. „Sunnudagurinn var hræðilegur fyrir okkur alla. Við ætlum að gera allt til að bæta fyrir það á næstu vikum. Við komum til baka samaneinaðir og ætlum að ná markmiðum okkar á tímabilinu,“ sagði Weghorst. Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Það er þekkt hefð fyrir leikmenn Liverpool að snerta skiltið fyrir leik og eftir að menn sáu myndir af þessu fóru einhverjir að rifja upp gamalt viðtal við Weghorst þar sem hann sagðist halda með Liverpool. Weghorst var eins og flestir leikmenn Manchester United heillum horfinn í þessum leik og sem framherji sem skorar ekki mörg þá var kappinn fljótur að finna fyrir hraðri og óvægri gagnrýni á sig eftir úrslitin og myndbandið með skiltið. Wout Weghorst said he only touched the 'This is Anfield' sign to "wind up" Virgil van Dijk before Liverpool vs. Manchester United pic.twitter.com/uX0rTFR20l— ESPN FC (@ESPNFC) March 7, 2023 Weghorst ákvað því að stíga fram og útskýra hvað var þarna í gangi. Hann segist hafa verið að reyna að pirra landsliðsfélaga sinn Virgil van Dijk með því að snerta skiltið. „Ég þekki það frá landsliðinu að Virgil snertir alltaf skiltið,“ sagði Wout Weghorst sem er hjá Manchester United á láni frá Burnley. „Það eina sem ég var að hugsa um var að koma í veg fyrir að hann snerti skiltið og reyna að pirra hann,“ sagði Weghorst. „Vanalega er ég ekki að bregðast við fjölmiðlaumfjöllun en það er þess virði að þessu sinni því stuðningsmenn Manchester United eru mér mikilvægir. Sem barn þá hélt ég með FC Twente og sem stoltur leikmaður Manchester United í dag þá geta menn aldrei efast um hollustu mína til félagsins,“ sagði Weghorst. „Sunnudagurinn var hræðilegur fyrir okkur alla. Við ætlum að gera allt til að bæta fyrir það á næstu vikum. Við komum til baka samaneinaðir og ætlum að ná markmiðum okkar á tímabilinu,“ sagði Weghorst.
Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira