Konungsfjölskyldan mætti ekki í skírn Lilibetar Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. mars 2023 15:05 Konungsfjölskyldan mætti ekki í skírn Lilibetar sem haldin var á föstudaginn. Getty/Max Mumby Lilibet Diana, dóttir Meghan Markle og Harry Bretaprins, var skírð við litla athöfn í Kaliforníu á föstudaginn. Konungsfjölskyldunni var boðið í skírnina en hún mætti ekki. Lilibet sem heitir fullu nafni Lilibet Diana Mountbatten-Windsor í höfuðið á ömmu sinni og langömmu fæddist í júní árið 2021. Hún er annað barn foreldra sinna en fyrir eiga þau Archie sem verður fjögurra ára gamall í maí. Á föstudaginn hélt fjölskyldan litla skírnarathöfn fyrir Lilibet á heimili sínu í Montecito í Kaliforníu. Talið er að 20-30 gestum hafi verið boðið í skírnina. Í athöfninni voru meðal annars Doria Ragland, móðir Meghan, leikarinn Tyler Perry sem er guðfaðir Lilibetar og óþekkt guðmóðir Lilibetar. Eftir athöfnina var boðið upp á veitingar og Lilibet er sögð hafa dansað við stóra bróður sinn. Heimildir People herma að Karli Bretakonungi, Kamillu Bretadrottningu, Vilhjálmi Bretaprins og Katrínu prinsessu hafi öllum verið boðið í athöfnina en þau létu þó ekki sjá sig. Harry og Meghan eiga tvö börn, þau Archie fjögurra ára og Lilibet sem verður tveggja ára í júní.The Duke & Duchess of Sussex Óskar þess að börnin geti átt í góðu sambandi við fjölskylduna Harry og Meghan hættu að starfa sem fulltrúar konungsfjölskyldunnar árið 2020. Þau yfirgáfu Bretland skömmu síðar og eru nú búsett í Kaliforníu. Í síðustu viku var greint frá því að þeim hafi verið gert að tæma híbýli sitt á lóð Windsor-kastala sem Elísabet drottning hafði boðið þeim til afnota. BBC segir frá því að þau Harry og Meghan hafi fengið skilaboð um að tæma Frogmore í janúar síðast liðnum, fáeinum dögum eftir útgáfu bókar Harry, Spare. Í byrjun árs sagði Harry í viðtali að hann óskaði þess að börnin hans gætu átt í góðu sambandi við konungsfjölskylduna. „Ég hef sagt það áður að mig langaði í fjölskyldu, ekki stofnun. Þannig að auðvitað þrái ég ekkert heitar en börnin okkar eigi í sambandi við fjölskylduna mína. Þau eiga gott samband við suma og það gleður mig svo mikið,“ sagði Harry í viðtalinu. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Tengdar fréttir Harry og Meghan beðin um að tæma Frogmore-bústaðinn Breska hirðin hefur hefur gert hertogahjónunum af Sussex, þeim Harry og Meghan, að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage), híbýli þeirra á lóð Windsor-kastala, vestur af Lundúnum. Ætlunin er að Andrés prins, yngri bróðir Karls konungs, fái húsið til afnota. 2. mars 2023 06:50 Harry talar um bókina: Samhengisleysi, ilmvatn mömmu og kal í klofi Harry Bretaprins mætti í sitt fyrsta viðtal eftir útgáfu ævisögunnar „Spare“ eða „Varaskeifan“ í nótt. Viðtalið fór fram í kvöldþætti Stephen Colbert og talaði Harry um dauða móður sinnar, framkomu bresku pressunar og fjölskyldunnar, geðheilsu og þegar hann fékk kal á typpið. 11. janúar 2023 14:16 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06 Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Sjá meira
Lilibet sem heitir fullu nafni Lilibet Diana Mountbatten-Windsor í höfuðið á ömmu sinni og langömmu fæddist í júní árið 2021. Hún er annað barn foreldra sinna en fyrir eiga þau Archie sem verður fjögurra ára gamall í maí. Á föstudaginn hélt fjölskyldan litla skírnarathöfn fyrir Lilibet á heimili sínu í Montecito í Kaliforníu. Talið er að 20-30 gestum hafi verið boðið í skírnina. Í athöfninni voru meðal annars Doria Ragland, móðir Meghan, leikarinn Tyler Perry sem er guðfaðir Lilibetar og óþekkt guðmóðir Lilibetar. Eftir athöfnina var boðið upp á veitingar og Lilibet er sögð hafa dansað við stóra bróður sinn. Heimildir People herma að Karli Bretakonungi, Kamillu Bretadrottningu, Vilhjálmi Bretaprins og Katrínu prinsessu hafi öllum verið boðið í athöfnina en þau létu þó ekki sjá sig. Harry og Meghan eiga tvö börn, þau Archie fjögurra ára og Lilibet sem verður tveggja ára í júní.The Duke & Duchess of Sussex Óskar þess að börnin geti átt í góðu sambandi við fjölskylduna Harry og Meghan hættu að starfa sem fulltrúar konungsfjölskyldunnar árið 2020. Þau yfirgáfu Bretland skömmu síðar og eru nú búsett í Kaliforníu. Í síðustu viku var greint frá því að þeim hafi verið gert að tæma híbýli sitt á lóð Windsor-kastala sem Elísabet drottning hafði boðið þeim til afnota. BBC segir frá því að þau Harry og Meghan hafi fengið skilaboð um að tæma Frogmore í janúar síðast liðnum, fáeinum dögum eftir útgáfu bókar Harry, Spare. Í byrjun árs sagði Harry í viðtali að hann óskaði þess að börnin hans gætu átt í góðu sambandi við konungsfjölskylduna. „Ég hef sagt það áður að mig langaði í fjölskyldu, ekki stofnun. Þannig að auðvitað þrái ég ekkert heitar en börnin okkar eigi í sambandi við fjölskylduna mína. Þau eiga gott samband við suma og það gleður mig svo mikið,“ sagði Harry í viðtalinu.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Tengdar fréttir Harry og Meghan beðin um að tæma Frogmore-bústaðinn Breska hirðin hefur hefur gert hertogahjónunum af Sussex, þeim Harry og Meghan, að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage), híbýli þeirra á lóð Windsor-kastala, vestur af Lundúnum. Ætlunin er að Andrés prins, yngri bróðir Karls konungs, fái húsið til afnota. 2. mars 2023 06:50 Harry talar um bókina: Samhengisleysi, ilmvatn mömmu og kal í klofi Harry Bretaprins mætti í sitt fyrsta viðtal eftir útgáfu ævisögunnar „Spare“ eða „Varaskeifan“ í nótt. Viðtalið fór fram í kvöldþætti Stephen Colbert og talaði Harry um dauða móður sinnar, framkomu bresku pressunar og fjölskyldunnar, geðheilsu og þegar hann fékk kal á typpið. 11. janúar 2023 14:16 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06 Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Sjá meira
Harry og Meghan beðin um að tæma Frogmore-bústaðinn Breska hirðin hefur hefur gert hertogahjónunum af Sussex, þeim Harry og Meghan, að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage), híbýli þeirra á lóð Windsor-kastala, vestur af Lundúnum. Ætlunin er að Andrés prins, yngri bróðir Karls konungs, fái húsið til afnota. 2. mars 2023 06:50
Harry talar um bókina: Samhengisleysi, ilmvatn mömmu og kal í klofi Harry Bretaprins mætti í sitt fyrsta viðtal eftir útgáfu ævisögunnar „Spare“ eða „Varaskeifan“ í nótt. Viðtalið fór fram í kvöldþætti Stephen Colbert og talaði Harry um dauða móður sinnar, framkomu bresku pressunar og fjölskyldunnar, geðheilsu og þegar hann fékk kal á typpið. 11. janúar 2023 14:16
„Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06