„Vorum sjálfum okkur verstir í dag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. mars 2023 21:18 Gunnar Magnússon er annar af landsliðsþjálfurum Íslands. Vísir/Vilhelm Gunnar Magnússon, annar af starfandi landsliðsþjálfurum Íslands, var vitaskuld svekktur eftir tapið í Tékklandi í kvöld. Hann segir „Sóknarleikurinn varð okkur að falli í dag, hann var alveg agalegur og í raun sama hvar á hann er litið. Það vantaði upp á agann. Við vissum að þeir myndu þétta vel á okkur, við ætluðum að fara meira út í breiddina og fá meira flot á boltann en við náum bara ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera,“ sagði Gunnar í viðtali sem birtist á RÚV eftir leik. „Þetta var rosalega stirt og mikið hnoð. Við vorum sjálfum okkur verstir í dag.“ Eftir erfitt heimsmeistaramót í Svíþjóð og Póllandi var mikil umræða um frammistöðu liðsins. Í dag virtist vanta sjálfstraust í liðið. „Frammistaðan sóknarlega er gífurleg vonbrigði. Að sama skapi eru vörn og markvarsla mjög jákvæð í dag. Við náum heldur ekki að keyra eins og við ætluðum að gera, náðum ekki að refsa og ég er óánægður með það. Sóknarlega erum við sjálfum okkur verstir og þetta var alls ekki nógu gott. Það eru gríðarleg vonbrigði hvernig við framkvæmdum það.“ Liðin mættast á ný á sunnudag. Ísland þarf að vinna með meira en fimm mörkum í þeim leik ætli liðið sér efsta sætið riðlinum. Það gæti verið mikilvægt ætli Ísland að eiga möguleika á að keppa um sæti á Ólympíuleikunum. „Seinni leikurinn er eftir. Auðvitað er svekkjandi því við hefðum getað náð þessu niður í þrjú. Fimm mörk og við förum í Höllina á sunnudag, við getum snúið þessu við. Það er svo margt sem við getum lagað á mjög stuttum tíma.“ „Við þurfum núna að nýta tímann vel og laga þessa hluti því við getum miklu betur en þetta,“ sagði Gunnar að lokum. Landslið karla í handbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
„Sóknarleikurinn varð okkur að falli í dag, hann var alveg agalegur og í raun sama hvar á hann er litið. Það vantaði upp á agann. Við vissum að þeir myndu þétta vel á okkur, við ætluðum að fara meira út í breiddina og fá meira flot á boltann en við náum bara ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera,“ sagði Gunnar í viðtali sem birtist á RÚV eftir leik. „Þetta var rosalega stirt og mikið hnoð. Við vorum sjálfum okkur verstir í dag.“ Eftir erfitt heimsmeistaramót í Svíþjóð og Póllandi var mikil umræða um frammistöðu liðsins. Í dag virtist vanta sjálfstraust í liðið. „Frammistaðan sóknarlega er gífurleg vonbrigði. Að sama skapi eru vörn og markvarsla mjög jákvæð í dag. Við náum heldur ekki að keyra eins og við ætluðum að gera, náðum ekki að refsa og ég er óánægður með það. Sóknarlega erum við sjálfum okkur verstir og þetta var alls ekki nógu gott. Það eru gríðarleg vonbrigði hvernig við framkvæmdum það.“ Liðin mættast á ný á sunnudag. Ísland þarf að vinna með meira en fimm mörkum í þeim leik ætli liðið sér efsta sætið riðlinum. Það gæti verið mikilvægt ætli Ísland að eiga möguleika á að keppa um sæti á Ólympíuleikunum. „Seinni leikurinn er eftir. Auðvitað er svekkjandi því við hefðum getað náð þessu niður í þrjú. Fimm mörk og við förum í Höllina á sunnudag, við getum snúið þessu við. Það er svo margt sem við getum lagað á mjög stuttum tíma.“ „Við þurfum núna að nýta tímann vel og laga þessa hluti því við getum miklu betur en þetta,“ sagði Gunnar að lokum.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira