Dramað heldur áfram og Diacre látin fjúka Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2023 13:54 Corinne Diacre var í dag rekin úr starfi landsliðsþjálfara Frakklands. Getty Nú þegar aðeins fjórir mánuðir eru í að HM kvenna í fótbolta hefjist í Eyjaálfu hefur Corinne Diacre verið rekin úr starfi landsliðsþjálfara Frakka, eftir mikla óánægju nokkurra leikmanna með hennar störf. Á meðal lykilmanna sem hafa yfirgefið landsliðið vegna Diacre er fyrirliðinn Wendie Renard sem lýsti því yfir fyrir hálfum mánuði að hún væri hætt að spila fyrir Frakkland. Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani hættu einnig en ekki er ljóst nákvæmlega af hverju óánægja leikmannanna stafar, þó að ljóst sé að hún beinist gegn Diacre. Diacre sagði í gær að hún ætlaði sér ekki að hætta með landsliðið og að hún væri í áfalli yfir því ofbeldi og óheiðarleika sem hún hefði mátt þola af völdum þeirra sem vildu koma henni í burtu. Í dag lýsti franska knattspyrnusambandið því hins vegar yfir að Diacre hefði verið látin fara. Í yfirlýsingu franska sambandsins segir að upp hafi verið komin alvarleg staða sem ekki hafi verið hægt að bæta úr og því hefði þjálfarinn orðið að víkja. Þó var tekið fram að óviðunandi væri að leikmenn létu óánægju sína í ljós með þeim hætti sem þeir hefðu gert. Diacre tók við franska landsliðinu árið 2017 en þessi 48 ára gamli þjálfari er fyrrverandi landsliðskona Frakka og spilaði 121 leik fyrir sína þjóð. Franska sambandið hefur nú hafið leit að nýjum þjálfara sem mun því stýra Frakklandi á HM í sumar. Frakkland er þar í riðli með Brasilíu, Jamaíka og Panama og spilar sinn fyrsta leik 23. júlí gegn Jamaíka. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Sjá meira
Á meðal lykilmanna sem hafa yfirgefið landsliðið vegna Diacre er fyrirliðinn Wendie Renard sem lýsti því yfir fyrir hálfum mánuði að hún væri hætt að spila fyrir Frakkland. Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani hættu einnig en ekki er ljóst nákvæmlega af hverju óánægja leikmannanna stafar, þó að ljóst sé að hún beinist gegn Diacre. Diacre sagði í gær að hún ætlaði sér ekki að hætta með landsliðið og að hún væri í áfalli yfir því ofbeldi og óheiðarleika sem hún hefði mátt þola af völdum þeirra sem vildu koma henni í burtu. Í dag lýsti franska knattspyrnusambandið því hins vegar yfir að Diacre hefði verið látin fara. Í yfirlýsingu franska sambandsins segir að upp hafi verið komin alvarleg staða sem ekki hafi verið hægt að bæta úr og því hefði þjálfarinn orðið að víkja. Þó var tekið fram að óviðunandi væri að leikmenn létu óánægju sína í ljós með þeim hætti sem þeir hefðu gert. Diacre tók við franska landsliðinu árið 2017 en þessi 48 ára gamli þjálfari er fyrrverandi landsliðskona Frakka og spilaði 121 leik fyrir sína þjóð. Franska sambandið hefur nú hafið leit að nýjum þjálfara sem mun því stýra Frakklandi á HM í sumar. Frakkland er þar í riðli með Brasilíu, Jamaíka og Panama og spilar sinn fyrsta leik 23. júlí gegn Jamaíka.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti