Síðasta vídeóleigan í bænum lokar dyrunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2023 09:59 Illugi Jökulsson tók þessa mynd af Aðal-Reyni við gluggann á Aðalvideoleigunni árði 2020. Skreytingar í gluggum leigunnar hafa vakið athygli í gegnum árin. Illugi Jökulsson Þau tíðindi verða í lok mánaðar þegar síðasta kvikmyndaleigan í fullum rekstri lokar dyrum sínum. Um er að ræða Aðalvideoleiguna við Klapparstíg þar sem Reynir Maríuson hefur staðið vaktina í á fjórða áratug. Sú var tíðin að finna mátti vídeóleigu á hverju horni á höfuðborgarsvæðinu. Oftar en ekki sjoppur þar sem var hægt að græja sig upp af snakki, bland í poka í litlum grænum pokum, og gosi og um leið leigja vídeóspólur. Ein ný, önnur gömul var tvíhleypa sem margar leigur buðu upp á. Hægt var að leigja myndbandstæki, jafnvel kaupa sér lottómiða og sígarettupakka, sem mun fleiri keyptu þá en nú. En nú er öldin önnur. Streymisveitur á borð við Netflix, Stöð 2+ og Sjónvarp Símans njóta mikilla vinsælda og enginn þarf að hafa áhyggjur af því lengur að spóla til baka. Reynir, best þekktur sem Aðal-Reynir, greinir frá tíðindunum á Klapparstíg í færslu á Facebook. „Jæja elsku bestu viðskiptavinir til margra ára og allir aðrir til sjávar og sveita. Nú er komið að þessu. Aðalvideoleigan…Síðasta kvikmyndaleigan í fullum rekstri á íslandi er að loka núna um næstu mánaðarmót,“ segir Aðal-Reynir. Gerið mér síðasta greiðann Frá og með föstudeginum 10. mars verði ótrúlegt úrval DVD-diska til sölu, frá öllum heimshornum og allar gerðir af kvikmyndum. „Gerið mér nú síðasta greiðann, dreifið þessari tilkynningu og komið til að hjálpa mér að loka, svo að ég komist frá uppsöfnuðu tapi síðustu tveggja ára, svona eins vel og hægt er.“ Það sé hægt með því að kaupa myndir eða gefa í lokunarsjóð. Þá bíður Aðal-Reynir fólki upp á að leggja inn á Aðalfélagið. „Þessir aurar munu koma hundraðfalt til baka,“ segir Aðal-Reynir og minnir á opnunartímann frá sex um kvöldmatarleytið til hálf tólf um kvöldið bæði föstudag og laugardag. Áður var vídeóleigan ávallt opin frá þrjú á daginn til hálf tólf á kvöldin. Margir ætla að kíkja í heimsókn Fjölmargir tjá sig við færslu Aðal-Reynis. Þeirra á meðal Illugi Jökulsson rithöfundur og fjölmiðlamaður. „Sannarlega tímamót. Síðasta vídeóleigan - og sú langbesta - lokar. Margt í boði,“ segir Illugi. Gerður Kristný rithöfundur þakkar kærlega fyrir sig og það gerir Þorsteinn Stephensen tónleikahaldari líka. „Við Svanur komum og kaupum bunch af myndum. Þu ert einstakur, hetja og menningarmógúll. Þin og þinnar búðar verður sárt saknað.“ Þá boðar Þorsteinn J. Vilhjálmsson, ljósvakamaður með meiru, komu sína um helgina. „Herra minn! Mætum.“ Harðorður í garð þeirra sem hlaða niður ólöglega Fram kom í viðtali við Aðal-Reyni í Morgunblaðinu árið 2017 að hann væri með um þrjátíu þúsund titla til leigu. Þar eru margar myndir sem hreinlega hefur verið ómögulegt að nálgast eftir öðrum löglegum leiðum. Kvikmyndir frá öllum heimshornum, eldgamlar sem glænýjar. Hann sagði samkeppnina við streymisveitur eðlilega og heiðarlega. Hins vegar væri ólöglegt niðurhal eitthvað annað og verra. Þar töpuðust miklar tekjur í gegnum útleigu og sömuleiðis skattar. Þá sagði Reynir að erlendir ferðamenn kæmu margir við í leigunni. Ekki til að leigja sér spólu heldur frekar til að skoða leiguna, eins og um safn væri að ræða. Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Eftirminnilegast að hitta Loreen Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Sjá meira
Sú var tíðin að finna mátti vídeóleigu á hverju horni á höfuðborgarsvæðinu. Oftar en ekki sjoppur þar sem var hægt að græja sig upp af snakki, bland í poka í litlum grænum pokum, og gosi og um leið leigja vídeóspólur. Ein ný, önnur gömul var tvíhleypa sem margar leigur buðu upp á. Hægt var að leigja myndbandstæki, jafnvel kaupa sér lottómiða og sígarettupakka, sem mun fleiri keyptu þá en nú. En nú er öldin önnur. Streymisveitur á borð við Netflix, Stöð 2+ og Sjónvarp Símans njóta mikilla vinsælda og enginn þarf að hafa áhyggjur af því lengur að spóla til baka. Reynir, best þekktur sem Aðal-Reynir, greinir frá tíðindunum á Klapparstíg í færslu á Facebook. „Jæja elsku bestu viðskiptavinir til margra ára og allir aðrir til sjávar og sveita. Nú er komið að þessu. Aðalvideoleigan…Síðasta kvikmyndaleigan í fullum rekstri á íslandi er að loka núna um næstu mánaðarmót,“ segir Aðal-Reynir. Gerið mér síðasta greiðann Frá og með föstudeginum 10. mars verði ótrúlegt úrval DVD-diska til sölu, frá öllum heimshornum og allar gerðir af kvikmyndum. „Gerið mér nú síðasta greiðann, dreifið þessari tilkynningu og komið til að hjálpa mér að loka, svo að ég komist frá uppsöfnuðu tapi síðustu tveggja ára, svona eins vel og hægt er.“ Það sé hægt með því að kaupa myndir eða gefa í lokunarsjóð. Þá bíður Aðal-Reynir fólki upp á að leggja inn á Aðalfélagið. „Þessir aurar munu koma hundraðfalt til baka,“ segir Aðal-Reynir og minnir á opnunartímann frá sex um kvöldmatarleytið til hálf tólf um kvöldið bæði föstudag og laugardag. Áður var vídeóleigan ávallt opin frá þrjú á daginn til hálf tólf á kvöldin. Margir ætla að kíkja í heimsókn Fjölmargir tjá sig við færslu Aðal-Reynis. Þeirra á meðal Illugi Jökulsson rithöfundur og fjölmiðlamaður. „Sannarlega tímamót. Síðasta vídeóleigan - og sú langbesta - lokar. Margt í boði,“ segir Illugi. Gerður Kristný rithöfundur þakkar kærlega fyrir sig og það gerir Þorsteinn Stephensen tónleikahaldari líka. „Við Svanur komum og kaupum bunch af myndum. Þu ert einstakur, hetja og menningarmógúll. Þin og þinnar búðar verður sárt saknað.“ Þá boðar Þorsteinn J. Vilhjálmsson, ljósvakamaður með meiru, komu sína um helgina. „Herra minn! Mætum.“ Harðorður í garð þeirra sem hlaða niður ólöglega Fram kom í viðtali við Aðal-Reyni í Morgunblaðinu árið 2017 að hann væri með um þrjátíu þúsund titla til leigu. Þar eru margar myndir sem hreinlega hefur verið ómögulegt að nálgast eftir öðrum löglegum leiðum. Kvikmyndir frá öllum heimshornum, eldgamlar sem glænýjar. Hann sagði samkeppnina við streymisveitur eðlilega og heiðarlega. Hins vegar væri ólöglegt niðurhal eitthvað annað og verra. Þar töpuðust miklar tekjur í gegnum útleigu og sömuleiðis skattar. Þá sagði Reynir að erlendir ferðamenn kæmu margir við í leigunni. Ekki til að leigja sér spólu heldur frekar til að skoða leiguna, eins og um safn væri að ræða.
Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Eftirminnilegast að hitta Loreen Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Sjá meira