Fótbolti

Everton af fallsvæðinu og Chelsea fór létt með Leicester

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hetja Everton í dag.
Hetja Everton í dag. vísir/Getty

Það stefnir í æsispennandi fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Leicester virðist ætla að taka þátt í þeirri baráttu en lærisveinar Brendan Rodgers áttu engin svör gegn Chelsea þegar liðin áttust við á King Power leikvangnum í dag.

Leiknum lauk með 1-3 sigri Chelsea þar sem Ben Chilwell, Kai Havertz og Mateo Kovacic sáu um markaskorun Lundúnarliðsins en Patson Daka gerði mark heimamanna.

Á sama tíma lyfti Everton sér af fallsvæðinu með 1-0 sigri á Brentford þar sem eina mark leiksins var skorað af Dwight McNeil á fyrstu mínútu leiksins.

Þá skildu Leeds United og Brighton jöfn, 2-2, þar sem Jack Harrison, miðjumaður Leeds, gerði mark fyrir bæði lið en Alexis MacAllister og Patrick Bamford voru einnig á skotskónum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×