Heilbrigðisráðherra telur þörf á morfínklíník Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2023 19:32 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, ætlar að skipa starfshóp sem á að skila af sér aðgerðaráætlun sem tekur á úrræðum fyrir fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur þörf á skaðaminnkandi úrræði þar sem fólk með alvarlegan vímuefnavanda getur fengið og notað morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Hann mun stofna starfshóp um aðgerðaáætlun fyrir hópinn og vonast til að geta lagt afraksturinn fyrir þingið næsta vetur. Í Kompás var rætt við Maríönnu sem er háð morfíni og lítur á Konukot sem heimili sitt. Líkt og fleiri í hennar stöðu hefur hún reynt flest allt til að komast á betri stað en líf hennar litast í dag af stöðugum átökum sem hverfast að miklu leyti um að redda næsta skammt til að forðast hræðileg fráhvörf. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kallaði sérfræðingur í skaðaminnkun eftir nýju meðferðarúrræði fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan vímuefnavanda, sem er starfrækt víða annars staðar, líkt og í Danmörku og Noregi og hefur gefið góða raun. Þar getur fólk mætt á ákveðinn stað, fengið skammtinn sinn og notað undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Heilbrigðisráðherra telur þörf á að skoða þetta. „Ég er búinn að leggja drög að því í ráðuneytinu að setja saman hóp. Ég hef verið með breiðan samráðshóp sem hefur verið að fjalla um frumvarp sem við þekkjum undir heitinu afglæpavæðing og snýr að neysluskömmtum, en umræðan í þeim hóp, og þessi umfjöllun ykkar, hefur dregið það fram að okkur vantar heildstæða stefnu og aðgerðaráætlun í þessum málaflokki, þannig að við tökum heildstætt á þessu og höldum áfram að bæta við okkur skaðaminnkandi úrræðum og gera betur þar,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Hann bendir á að neyslurýmið Ylja, þar sem fólk getur neytt sinna lyfja undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, hafi gefið góða raun. „En fyrir fólk sem er í virki neyslu og viðhaldsmeðferð virkar ekki fyrir er skref að skoða að koma á laggirnar neyslurými þar sem fólk getur fengið sinn skammt af morfíni og fengið aðstoð. Þetta þekkist erlendis,“ segir Willum. Telur þú það góðan kost? „Já ég held það. En ég vill fá okkar færasta fólk sem þekkir þetta best, alla til að koma að þessu.“ Starfshópurinn hefur ekki verið skipaður og erfitt er því að segja hvenær niðurstaða gæti litið dagsins ljós. Willum telur þó raunhæft að horfa til næsta þingveturs. Hann segir mikivægt að ná víðtæku samráði og fá breiðan hóp að borðinu. Aðgengi þurfi að vera jafnt Í Kompás ræddi Maríanna einnig um að fara á milli lækna í leit að einhverjum sem skrifar upp á morfín til vímuefnaneytenda, sem örfáir læknar gera í raun í óleyfi. Willum telur slíkt skipulag ekki góðan kost. „Það er ótækt fyrir sjúklinginn og ótækt fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Við þurfum að hafa skipulag á þessu. Það er augljóst að læknirinn sér þörfina og metur hana út frá sinni þekkingu en þá erum við líka farin að tala um að við þurfum að ná til hópsins og það þarf að vera jafnræði og aðgengi þar sem það á við. Við þurfum að ná utan um þetta og það gerum við ekki nema í samráði og með heildstæðri áætlun,“ segir Willum. Kompás Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Málefni heimilislausra Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Í Kompás var rætt við Maríönnu sem er háð morfíni og lítur á Konukot sem heimili sitt. Líkt og fleiri í hennar stöðu hefur hún reynt flest allt til að komast á betri stað en líf hennar litast í dag af stöðugum átökum sem hverfast að miklu leyti um að redda næsta skammt til að forðast hræðileg fráhvörf. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kallaði sérfræðingur í skaðaminnkun eftir nýju meðferðarúrræði fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan vímuefnavanda, sem er starfrækt víða annars staðar, líkt og í Danmörku og Noregi og hefur gefið góða raun. Þar getur fólk mætt á ákveðinn stað, fengið skammtinn sinn og notað undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Heilbrigðisráðherra telur þörf á að skoða þetta. „Ég er búinn að leggja drög að því í ráðuneytinu að setja saman hóp. Ég hef verið með breiðan samráðshóp sem hefur verið að fjalla um frumvarp sem við þekkjum undir heitinu afglæpavæðing og snýr að neysluskömmtum, en umræðan í þeim hóp, og þessi umfjöllun ykkar, hefur dregið það fram að okkur vantar heildstæða stefnu og aðgerðaráætlun í þessum málaflokki, þannig að við tökum heildstætt á þessu og höldum áfram að bæta við okkur skaðaminnkandi úrræðum og gera betur þar,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Hann bendir á að neyslurýmið Ylja, þar sem fólk getur neytt sinna lyfja undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, hafi gefið góða raun. „En fyrir fólk sem er í virki neyslu og viðhaldsmeðferð virkar ekki fyrir er skref að skoða að koma á laggirnar neyslurými þar sem fólk getur fengið sinn skammt af morfíni og fengið aðstoð. Þetta þekkist erlendis,“ segir Willum. Telur þú það góðan kost? „Já ég held það. En ég vill fá okkar færasta fólk sem þekkir þetta best, alla til að koma að þessu.“ Starfshópurinn hefur ekki verið skipaður og erfitt er því að segja hvenær niðurstaða gæti litið dagsins ljós. Willum telur þó raunhæft að horfa til næsta þingveturs. Hann segir mikivægt að ná víðtæku samráði og fá breiðan hóp að borðinu. Aðgengi þurfi að vera jafnt Í Kompás ræddi Maríanna einnig um að fara á milli lækna í leit að einhverjum sem skrifar upp á morfín til vímuefnaneytenda, sem örfáir læknar gera í raun í óleyfi. Willum telur slíkt skipulag ekki góðan kost. „Það er ótækt fyrir sjúklinginn og ótækt fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Við þurfum að hafa skipulag á þessu. Það er augljóst að læknirinn sér þörfina og metur hana út frá sinni þekkingu en þá erum við líka farin að tala um að við þurfum að ná til hópsins og það þarf að vera jafnræði og aðgengi þar sem það á við. Við þurfum að ná utan um þetta og það gerum við ekki nema í samráði og með heildstæðri áætlun,“ segir Willum.
Kompás Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Málefni heimilislausra Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira