Scheffler hafði tveggja högga forystu á toppnum þegar lokahringurinn hófst í dag og sýndi af sér mikla fagmennsku til að klára dæmið og var sigur hans öruggur þegar uppi var staðið.
Þessi 26 ára gamli kylfingur lék lokahringinn á þremur höggum undir parið og lauk því keppni á samtals sautján höggum undir pari, fimm höggum minna en Englendingurinn Tyrrell Hatton sem hafnaði í öðru sæti.
Spectacular Scottie.#THEPLAYERS pic.twitter.com/cVN8g0VyG0
— THE PLAYERS (@THEPLAYERSChamp) March 12, 2023
Lokastaða efstu manna
-17 Scheffler
-12 Hatton
-10 Hovland, Hoge
-9 Matsuyama
-8 Homa, Suh, Rose, Lingmerth, Im.