„Ég vona að þau verði látin sitja á Íslandi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2023 11:11 Menn velta nú vöngum yfir því hvar hertogahjónin munu sitja og hvaða viðburði þau fá að vera viðstödd. Getty/Andy Stenning Harry Bretaprins og Meghan Markle hefur verið boðið að vera viðstödd krýningu föður hans Karls III Bretakonungs 6. maí næstkomandi en ef marka má heimildarmenn Daily Mail hyggjast meðlimir konungsfjölskyldunnar hunsa þau ef þau mæta. Harry og Meghan verður ekki boðið að veifa til fjöldans af svölum Buckingham-hallar, eins og tíðkast við hátíðleg tilefni. Þá verða börn þeirra Archie og Lilibet ekki viðstödd krýninguna þar sem þau þykja of ung en Archie á afmæli sama dag og verður fjögurra ára. „Þau verða hunsuð af mjög mörgum fjölskyldumeðlimum,“ hefur Daily Mail eftir fjölskylduvini. „Ég vona að þau verði látin sitja á Íslandi,“ segir annar um staðsetningu parsins í Westminster Abbey. „Margir í fjölskyldunni vilja ekkert meira með þau hafa. Ef þau verða að hitta þau við krýninguna þá verður að hafa þau en þau vilja ekkert hitta þau umfram það.“ Það var stirt milli hjónakornanna og annarra fjölskyldumeðlima í útför Elísabetar II en ástandið versnaði enn eftir útgáfu Spare.Getty/nariman El-Mofty Harry og Meghan eru sögð hafa vakið mikla reiði hjá konungsfjölskyldunni með viðtölum sínum við fjölmiðla og ekki síður vegna uppljóstrana Harry í Spare, æviminningum prinsins. Hjónin munu dvelja á heimili sínu á Bretlandseyjum, Frogmore Cottage, á meðan hátíðarhöldunum stendur en þau hafa verið beðin um að tæma húsið og hafa fengið nokkurra mánaða frest til að skipuleggja flutninga innbúsins til Kaliforníu. Karl er sagður ætla að leyfa Andrew bróður sínum að búa í Frogmore Cottage. Taka ber fréttaflutningi Daily Mail og bresku pressunnar með miklum fyrirvara en Harry hefur verið afar gagnrýninn á fjölmiðla í heimalandi sínu og þeir látið hann finna fyrir því í umfjöllun sinni. Það hefur til að mynda komið fram að dætur Andrew eiga í góðu sambandi við Harry og Meghan en afstöðu þeirra er ekki getið í umfjöllun Daily Mail. Harry og Meghan tilkynntu á dögunum að börn þeirra myndu nota titlana „prins“ og „prinsessa“ og hefur vefsíða konungsfjölskyldunnar verið uppfærð til að endurspegla það. Harry hefur afsalað sér réttinum til að nota „hans konunglega hátign“ en börn hans munu geta notað það ef þau kjósa. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Harry og Meghan verður ekki boðið að veifa til fjöldans af svölum Buckingham-hallar, eins og tíðkast við hátíðleg tilefni. Þá verða börn þeirra Archie og Lilibet ekki viðstödd krýninguna þar sem þau þykja of ung en Archie á afmæli sama dag og verður fjögurra ára. „Þau verða hunsuð af mjög mörgum fjölskyldumeðlimum,“ hefur Daily Mail eftir fjölskylduvini. „Ég vona að þau verði látin sitja á Íslandi,“ segir annar um staðsetningu parsins í Westminster Abbey. „Margir í fjölskyldunni vilja ekkert meira með þau hafa. Ef þau verða að hitta þau við krýninguna þá verður að hafa þau en þau vilja ekkert hitta þau umfram það.“ Það var stirt milli hjónakornanna og annarra fjölskyldumeðlima í útför Elísabetar II en ástandið versnaði enn eftir útgáfu Spare.Getty/nariman El-Mofty Harry og Meghan eru sögð hafa vakið mikla reiði hjá konungsfjölskyldunni með viðtölum sínum við fjölmiðla og ekki síður vegna uppljóstrana Harry í Spare, æviminningum prinsins. Hjónin munu dvelja á heimili sínu á Bretlandseyjum, Frogmore Cottage, á meðan hátíðarhöldunum stendur en þau hafa verið beðin um að tæma húsið og hafa fengið nokkurra mánaða frest til að skipuleggja flutninga innbúsins til Kaliforníu. Karl er sagður ætla að leyfa Andrew bróður sínum að búa í Frogmore Cottage. Taka ber fréttaflutningi Daily Mail og bresku pressunnar með miklum fyrirvara en Harry hefur verið afar gagnrýninn á fjölmiðla í heimalandi sínu og þeir látið hann finna fyrir því í umfjöllun sinni. Það hefur til að mynda komið fram að dætur Andrew eiga í góðu sambandi við Harry og Meghan en afstöðu þeirra er ekki getið í umfjöllun Daily Mail. Harry og Meghan tilkynntu á dögunum að börn þeirra myndu nota titlana „prins“ og „prinsessa“ og hefur vefsíða konungsfjölskyldunnar verið uppfærð til að endurspegla það. Harry hefur afsalað sér réttinum til að nota „hans konunglega hátign“ en börn hans munu geta notað það ef þau kjósa.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira