Biden segir bankakerfið standa traustum fótum Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2023 18:57 Joe Biden Bandaríkjaforseti ræðir við fréttamenn í Hvíta húsinu í dag. AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti að bankakerfið væri traust þrátt fyrir fall tveggja banka á skömmum tíma. Landsmenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af innistæðum sínum og skattgreiðendur yrðu ekki látnir borga reikninginn. Hlutabréf í fjármálafyrirtækjum hafa fallið í verði um allan heim eftir fall Silicon Valley Bank á föstudag og Signature Bank í gær. Gjaldþrot þeirra eru þau annað og þriðja stærsta vestanhafs á eftir Washington Mutual sem féll í bankahruninu árið 2008. Bandaríkjastjórn ákvað að tryggja innistæður í báðum bönkum að fullu í gær. Inngrip yfirvalda í bankakerfið er það mesta frá því í hruninu. Ólíkt þá verður hvorugum banka þó bjargað með fjármunum skattgreiðenda. Biden hét því að skattgreiðendur bæru engan kostnað af falli bankanna þegar hann ræddi við fréttamenn í Hvíta húsinu í dag. Stjórnendur yrðu látnir axla ábyrgð og reglur yrðu hertar. „Við verðum að fá fullar skýringar á því sem gerðist. Bandaríkjamenn verða að hafa trú á því að bankakerfið sé öruggt,“ sagði forsetinn. Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Gjaldþrot banka í Kísildal smitast til fjármálamarkaða á Íslandi Gjaldþrot bankans Silicon Valley Bank í Bandaríkjunum hefur leitt til verðlækkana á hlutabréfamörkuðum um allan heim og breytt spám um stýrivaxtahækkanir. Hérlendis hafa verið umtalsverðar lækkanir á hlutabréfum og krafa á óverðtryggð ríkisskuldabréf lækkaði vegna væntinga um að Seðlabankinn hækki stýrivexti minna en áður var talið. 13. mars 2023 16:40 Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hlutabréf í fjármálafyrirtækjum hafa fallið í verði um allan heim eftir fall Silicon Valley Bank á föstudag og Signature Bank í gær. Gjaldþrot þeirra eru þau annað og þriðja stærsta vestanhafs á eftir Washington Mutual sem féll í bankahruninu árið 2008. Bandaríkjastjórn ákvað að tryggja innistæður í báðum bönkum að fullu í gær. Inngrip yfirvalda í bankakerfið er það mesta frá því í hruninu. Ólíkt þá verður hvorugum banka þó bjargað með fjármunum skattgreiðenda. Biden hét því að skattgreiðendur bæru engan kostnað af falli bankanna þegar hann ræddi við fréttamenn í Hvíta húsinu í dag. Stjórnendur yrðu látnir axla ábyrgð og reglur yrðu hertar. „Við verðum að fá fullar skýringar á því sem gerðist. Bandaríkjamenn verða að hafa trú á því að bankakerfið sé öruggt,“ sagði forsetinn.
Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Gjaldþrot banka í Kísildal smitast til fjármálamarkaða á Íslandi Gjaldþrot bankans Silicon Valley Bank í Bandaríkjunum hefur leitt til verðlækkana á hlutabréfamörkuðum um allan heim og breytt spám um stýrivaxtahækkanir. Hérlendis hafa verið umtalsverðar lækkanir á hlutabréfum og krafa á óverðtryggð ríkisskuldabréf lækkaði vegna væntinga um að Seðlabankinn hækki stýrivexti minna en áður var talið. 13. mars 2023 16:40 Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Gjaldþrot banka í Kísildal smitast til fjármálamarkaða á Íslandi Gjaldþrot bankans Silicon Valley Bank í Bandaríkjunum hefur leitt til verðlækkana á hlutabréfamörkuðum um allan heim og breytt spám um stýrivaxtahækkanir. Hérlendis hafa verið umtalsverðar lækkanir á hlutabréfum og krafa á óverðtryggð ríkisskuldabréf lækkaði vegna væntinga um að Seðlabankinn hækki stýrivexti minna en áður var talið. 13. mars 2023 16:40
Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49