Fólk setti út á ótrúlegustu hluti en hann heldur ótrauður áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 13. mars 2023 22:25 James Einar Becker er stjórnandi Tork gaurs. Vísir/Vilhelm Önnur þáttaröð af bílaþættinum Tork gaur hefst á morgun hér á Vísi. James Einar Becker, stjórnandi þáttanna, segir fyrstu þáttaröðina hafa gengið vonum framan og að hann sé afar spenntur fyrir þeirri næstu. Bílaþættirnir Tork gaur hófu göngu sína hér á Vísi undir lok síðasta árs. Þar reynsluók James Einar Becker hinum ýmsu bílum og sýndi áhorfendum frá því. Meðal bíla voru Polestar 1, Hongqi e-HS9 og Porsche Cayman. Ford Bronco fyrstur á dagskrá Önnur þáttaröð hefst með látum á morgun þar sem James Einar prófar Ford Bronco í íslenska snjónum. James er mjög spenntur og segir að nú hafi gengið miklu betur að fá bakhjarla með sér í lið. „Annað hvort að lána mér bíl eða vera með mér í einhverskonar formi í þáttunum og svo framvegis. Hvort sem það séu umboð eða bara prívat-eigendur eða hvernig sem það er,“ segir James í samtali við fréttastofu. Hann komst þó ekki í gegnum fyrstu þáttaröðina gagnrýnislaus en fólk gat sett út á ótrúlegustu hluti, til dæmis að hann væri í kolvitlausum ökuskóm. „Fólk lét alveg sínar skoðanir í ljós. Sumum fannst ég sletta fullmikið á ensku til dæmis. Sem er svo sem alveg ágætur punktur því það er margt í bílaheiminum sem er erfitt að þýða yfir á íslensku. Íslendingar nota rosa mikið ensku orðin yfir þetta. Svo er ég hálfur Íri svo enska er hitt móðurmálið mitt. Það er mér eðlislægara að sletta á ensku,“ segir James. Draumabíllinn ekki náðst Þættirnir verða með svipuðu sniði og áður því eins og James segir, þá þarf ekki að laga eitthvað sem er ekki bilað. Hann reynir að miða við áhorfstölur síðustu þáttaraðar til að sjá hvað virkar. Aðspurður hvað heilaga gralið fyrir hann sem stjórnanda þáttanna sé segir hann það vera að vissu leiti breytilegt. Eins og er sé það Porsche Taycan. „Rafmagnsbíll sem ég er búinn að reyna að fá, bæði hjá umboði og eigendum og það gengur ekkert. Það er ekki að það sé draumbíllinn fyrir mig að prófa en því erfiðara sem það er fyrir mig að nálgast hann því þrjóskari verð ég að ná í hann. Þess vegna er það draumbíllinn akkúrat núna,“ segir James. Fyrsti þátturinn af annarri þáttaröð Tork gaurs fer í loftið hér á Vísi klukkan sex í fyrramálið. Tork gaur Bílar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Bílaþættirnir Tork gaur hófu göngu sína hér á Vísi undir lok síðasta árs. Þar reynsluók James Einar Becker hinum ýmsu bílum og sýndi áhorfendum frá því. Meðal bíla voru Polestar 1, Hongqi e-HS9 og Porsche Cayman. Ford Bronco fyrstur á dagskrá Önnur þáttaröð hefst með látum á morgun þar sem James Einar prófar Ford Bronco í íslenska snjónum. James er mjög spenntur og segir að nú hafi gengið miklu betur að fá bakhjarla með sér í lið. „Annað hvort að lána mér bíl eða vera með mér í einhverskonar formi í þáttunum og svo framvegis. Hvort sem það séu umboð eða bara prívat-eigendur eða hvernig sem það er,“ segir James í samtali við fréttastofu. Hann komst þó ekki í gegnum fyrstu þáttaröðina gagnrýnislaus en fólk gat sett út á ótrúlegustu hluti, til dæmis að hann væri í kolvitlausum ökuskóm. „Fólk lét alveg sínar skoðanir í ljós. Sumum fannst ég sletta fullmikið á ensku til dæmis. Sem er svo sem alveg ágætur punktur því það er margt í bílaheiminum sem er erfitt að þýða yfir á íslensku. Íslendingar nota rosa mikið ensku orðin yfir þetta. Svo er ég hálfur Íri svo enska er hitt móðurmálið mitt. Það er mér eðlislægara að sletta á ensku,“ segir James. Draumabíllinn ekki náðst Þættirnir verða með svipuðu sniði og áður því eins og James segir, þá þarf ekki að laga eitthvað sem er ekki bilað. Hann reynir að miða við áhorfstölur síðustu þáttaraðar til að sjá hvað virkar. Aðspurður hvað heilaga gralið fyrir hann sem stjórnanda þáttanna sé segir hann það vera að vissu leiti breytilegt. Eins og er sé það Porsche Taycan. „Rafmagnsbíll sem ég er búinn að reyna að fá, bæði hjá umboði og eigendum og það gengur ekkert. Það er ekki að það sé draumbíllinn fyrir mig að prófa en því erfiðara sem það er fyrir mig að nálgast hann því þrjóskari verð ég að ná í hann. Þess vegna er það draumbíllinn akkúrat núna,“ segir James. Fyrsti þátturinn af annarri þáttaröð Tork gaurs fer í loftið hér á Vísi klukkan sex í fyrramálið.
Tork gaur Bílar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning