Gavi barðist eins og ljón og var óhræddur að henda sér í tæklingar. En eftir eina slíka missti hann stuttbuxurnar niður um sig svo og skjannahvítur afturendi ungstirnisins blasti við öllum á San Mamés leikvanginum.
Gavi gat samt leyft sér að brosa eftir leikinn enda unnu Börsungar hann. Ralphina skoraði eina markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Barcelona er með níu stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar þegar þrettán umferðum er ólokið.
Hinn átján ára Gavi hefur leikið 24 af 25 deildarleikjum Barcelona á tímabilinu og skorað eitt mark.