Katarar neita að hafa njósnað um leynifundi Infantino Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2023 11:00 Gianni Infantino, forseti FIFA, ásamt Sheikh Tamim bin Hamad Al Thani, emírnum af Katar. Alexander Hassenstein - FIFA/FIFA via Getty Images Katörsk stjórnvöld þvertaka fyrir að hafa njósnað um Gianni Infantino, forseta FIFA, á fundum hans með Michael Lauber, fyrrum ríkissaksóknara í Sviss. Infantino og Lauber sæta sakamálarannsókn vegna fundanna. Svissneski miðillinn Neue Zürcher Zeitung greindi frá því að fundur milli Infantino og Lauber á Schweizerhof-hótelinu í Bern, sem er í katarskri eigu, þann 16. júní 2017 hafi verið leynilega tekinn upp með hjálp fyrrum leyniþjónustumanna úr bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Verkefnið hafi borið heitið Project Matterhorn. Katarska sendiráðið í Sviss var á þeim tíma einnig til húsa í Scweizerhof-byggingunni en þegar fundurinn fór fram fór Lauber fyrir rannsókn á spillingu innan fótboltans, þar á meðal meintrar óreglu við kosningu framkvæmdastjórnar FIFA við kosningu á gestgjöfum HM árið 2010. Í þeirri kosningu hlaut Rússland gestgjafaréttinn árið 2018 og Katar 2022. Lauber sagði upp sem ríkissaksóknari árið 2020 eftir að upp komst um leynilega fundi hans með Infantino, sem var þá undir rannsókn embættisins. Fulltrúar FIFA segja Infantino ekki hafa vitað af tilraun til njósna eftir fréttir Neue Zürcher Zeitung. „Forseti FIFA hefur enga vitneskju um neinar leynilegar eftirlitsaðgerðir, hvaðan sem er, segir í tilkynningu frá FIFA. Það sem mikilvægara er, hefur enginn maður gert tilraun til að hafa áhrif á hans störf, hvað þá fjárkúgun,“ segir í yfirlýsingu FIFA. Lögmaður Lauber sagði svipaða sögu af skjólstæðingi sínum í samtali við svissneska miðilinn. „Ófrægingarherferðir gegn Katar í Evrópu“ Katörsk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við fréttaflutningnum og hafa hótað lögsókn vegna „tilhæfulausra ásakana“. „Ásakanirnar eru enn ein tilraunin til að dreifa röngum upplýsingum um Katar og skaða orðstír þess,“ sagði í yfirlýsingu frá alþjóðlegri fjölmiðlaskrifstofu Katar. „Við höfnum ásökunum og erum að kanna rétt okkar,“ sagði þar enn fremur. „Það er ljóst að hinar margþættu ófrægingarherferðir gegn Katar í Evrópu, sem birtar voru í fjölmiðlum í Frakklandi, Sviss og víðar í álfunni fyrr í þessum mánuði, ætla engan endi að taka.“ segir í yfirlýsingunni. Infantino endurkjörinn á fimmtudag Infantino flutti búferlum til Katar í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem fram fór í ríkinu í desember í fyrra. Hann hefur haldið uppi vörnum fyrir katörsk stjórnvöld sem sættu gagnrýni fyrir mótið vegna mannréttindamála og ásakana um spillingu. Hann hefur sakað vestræn ríki um hræsni og segir mótið í Katar hafa verið besta mót sögunnar. Infantino og Lauber sæta enn rannsókn svissneskra yfirvalda vegna meintra þriggja leynilegra funda þeirra um rannsókn á FIFA árin 2016 og 2017. Infantino var yfirheyrður öðru sinni af svissneskum lögregluyfirvöldum í janúar síðastliðnum. Bæði Infantino og Lauber hafa neitað allri sök. Infantino tók við sem forseti FIFA af landa sínum Sepp Blatter, sem yfirgaf stofnunina með skömm árið 2016. Útlit er fyrir að hann verði endurkjörinn án mótframboðs á næsta FIFA-þingi sem fram fer í Kigali í Rúanda á fimmtudaginn kemur, 16. mars. Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nýlega að sambandið hyggðist ekki styðja endurkjör Infantino. HM 2022 í Katar Katar Sviss FIFA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Svissneski miðillinn Neue Zürcher Zeitung greindi frá því að fundur milli Infantino og Lauber á Schweizerhof-hótelinu í Bern, sem er í katarskri eigu, þann 16. júní 2017 hafi verið leynilega tekinn upp með hjálp fyrrum leyniþjónustumanna úr bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Verkefnið hafi borið heitið Project Matterhorn. Katarska sendiráðið í Sviss var á þeim tíma einnig til húsa í Scweizerhof-byggingunni en þegar fundurinn fór fram fór Lauber fyrir rannsókn á spillingu innan fótboltans, þar á meðal meintrar óreglu við kosningu framkvæmdastjórnar FIFA við kosningu á gestgjöfum HM árið 2010. Í þeirri kosningu hlaut Rússland gestgjafaréttinn árið 2018 og Katar 2022. Lauber sagði upp sem ríkissaksóknari árið 2020 eftir að upp komst um leynilega fundi hans með Infantino, sem var þá undir rannsókn embættisins. Fulltrúar FIFA segja Infantino ekki hafa vitað af tilraun til njósna eftir fréttir Neue Zürcher Zeitung. „Forseti FIFA hefur enga vitneskju um neinar leynilegar eftirlitsaðgerðir, hvaðan sem er, segir í tilkynningu frá FIFA. Það sem mikilvægara er, hefur enginn maður gert tilraun til að hafa áhrif á hans störf, hvað þá fjárkúgun,“ segir í yfirlýsingu FIFA. Lögmaður Lauber sagði svipaða sögu af skjólstæðingi sínum í samtali við svissneska miðilinn. „Ófrægingarherferðir gegn Katar í Evrópu“ Katörsk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við fréttaflutningnum og hafa hótað lögsókn vegna „tilhæfulausra ásakana“. „Ásakanirnar eru enn ein tilraunin til að dreifa röngum upplýsingum um Katar og skaða orðstír þess,“ sagði í yfirlýsingu frá alþjóðlegri fjölmiðlaskrifstofu Katar. „Við höfnum ásökunum og erum að kanna rétt okkar,“ sagði þar enn fremur. „Það er ljóst að hinar margþættu ófrægingarherferðir gegn Katar í Evrópu, sem birtar voru í fjölmiðlum í Frakklandi, Sviss og víðar í álfunni fyrr í þessum mánuði, ætla engan endi að taka.“ segir í yfirlýsingunni. Infantino endurkjörinn á fimmtudag Infantino flutti búferlum til Katar í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem fram fór í ríkinu í desember í fyrra. Hann hefur haldið uppi vörnum fyrir katörsk stjórnvöld sem sættu gagnrýni fyrir mótið vegna mannréttindamála og ásakana um spillingu. Hann hefur sakað vestræn ríki um hræsni og segir mótið í Katar hafa verið besta mót sögunnar. Infantino og Lauber sæta enn rannsókn svissneskra yfirvalda vegna meintra þriggja leynilegra funda þeirra um rannsókn á FIFA árin 2016 og 2017. Infantino var yfirheyrður öðru sinni af svissneskum lögregluyfirvöldum í janúar síðastliðnum. Bæði Infantino og Lauber hafa neitað allri sök. Infantino tók við sem forseti FIFA af landa sínum Sepp Blatter, sem yfirgaf stofnunina með skömm árið 2016. Útlit er fyrir að hann verði endurkjörinn án mótframboðs á næsta FIFA-þingi sem fram fer í Kigali í Rúanda á fimmtudaginn kemur, 16. mars. Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nýlega að sambandið hyggðist ekki styðja endurkjör Infantino.
HM 2022 í Katar Katar Sviss FIFA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira