Sterkari áherslur VG fyrir þau sem veikast standa í samfélaginu Steinar Harðarson skrifar 15. mars 2023 13:31 Undirritaður býður sig hér með fram til setu í stjórn Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs. Ástæða þess að ég sækist eftir setu í stjórn hreyfingarinnar er brennandi áhugi á stjórnmálum. Sá áhugi kviknaði strax á unglingsárum og ég hef starfað innan stjórnmálaflokka meira og minna alla tíð. Ég hef verið félagi í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði frá upphafi. Ég hef verið virkur í starfi VG frá byrjun og m.a. verið meðstjórnandi, gjaldkeri og formaður Vinstri Grænna í Reykjavík. Það er heillandi verkefni að starfa í stjórn hreyfingar sem hefur það markmið að vera helsti málsvari umhverfisverndar, kvenfrelsis, alþjóðlegrar friðarhyggju og félagslegs réttlætis. Á þeim sviðum höfum við í VG náð talsverðum árangri þó enn sé verk að vinna. Baráttu fyrir félagslegum réttindum lýkur aldrei og stundum þarf, eins og dæmin sanna, að taka á til að verja þá stöðu sem náðst hefur. Ég tel að við í VG þurfum sterkari áherslur og tala skýrar máli þeirra sem veikast standa í íslensku samfélagi. Að því vil ég vinna í stjórn VG. Ástæða þess að ég sækist sérstaklega eftir starfi gjaldkera er að ég hef þónokkra reynslu af gjaldkerastörfum og fjáröflunarstörfum félags, var gjaldkeri eða formaður VGR í þrennum kosningum þ.e. 2016, 2017 og 2018. Félagið í Reykjavík kom skuldlaust frá öllum þessum kosningum. Hlutverk gjaldkera krefst þolinmæði, nákvæmni og þrjósku. Ég þykist búa yfir þeim eiginleikum að einhverju marki. Jafnframt hef ég tekið þátt í fjáröflunum fyrir VG, verið formaðu fjáröflunarnefndar og náð þar alveg bærilegum árangri. Höfundur er vinnuverndarráðgjafi, athafnastjóri og félagi í VG Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Undirritaður býður sig hér með fram til setu í stjórn Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs. Ástæða þess að ég sækist eftir setu í stjórn hreyfingarinnar er brennandi áhugi á stjórnmálum. Sá áhugi kviknaði strax á unglingsárum og ég hef starfað innan stjórnmálaflokka meira og minna alla tíð. Ég hef verið félagi í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði frá upphafi. Ég hef verið virkur í starfi VG frá byrjun og m.a. verið meðstjórnandi, gjaldkeri og formaður Vinstri Grænna í Reykjavík. Það er heillandi verkefni að starfa í stjórn hreyfingar sem hefur það markmið að vera helsti málsvari umhverfisverndar, kvenfrelsis, alþjóðlegrar friðarhyggju og félagslegs réttlætis. Á þeim sviðum höfum við í VG náð talsverðum árangri þó enn sé verk að vinna. Baráttu fyrir félagslegum réttindum lýkur aldrei og stundum þarf, eins og dæmin sanna, að taka á til að verja þá stöðu sem náðst hefur. Ég tel að við í VG þurfum sterkari áherslur og tala skýrar máli þeirra sem veikast standa í íslensku samfélagi. Að því vil ég vinna í stjórn VG. Ástæða þess að ég sækist sérstaklega eftir starfi gjaldkera er að ég hef þónokkra reynslu af gjaldkerastörfum og fjáröflunarstörfum félags, var gjaldkeri eða formaður VGR í þrennum kosningum þ.e. 2016, 2017 og 2018. Félagið í Reykjavík kom skuldlaust frá öllum þessum kosningum. Hlutverk gjaldkera krefst þolinmæði, nákvæmni og þrjósku. Ég þykist búa yfir þeim eiginleikum að einhverju marki. Jafnframt hef ég tekið þátt í fjáröflunum fyrir VG, verið formaðu fjáröflunarnefndar og náð þar alveg bærilegum árangri. Höfundur er vinnuverndarráðgjafi, athafnastjóri og félagi í VG Reykjavík.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar