Skiptar skoðanir um að loka grunnskólanum Máni Snær Þorláksson skrifar 17. mars 2023 07:01 Einungis níu börn eru nú nemendur í Grunnskólanum austan Vatna á Hólum. Vísir/Vilhelm Fundur var haldinn í vikunni með foreldrum barna sem stunda nám í Grunnskólanum austan Vatna á Hólum. Á fundinum var ræddur sá möguleiki að leggja niður starfsemi í skólanum þar sem einungis níu börn stunda þar nám núna. Jóhann Bjarnason, skólastjóri Grunnskólans austan Vatna, segir í samtali við fréttastofu að skiptar skoðanir hafi verið á meðal þeirra foreldra sem mættu á fundinn. „Fundurinn var haldinn til þess að heyra álit foreldra þar sem það hefur töluvert fækkað í þessu útibúi skólans. Þau komu ekki inn á fundinn með einhverri tillögu um það en foreldrar voru sannarlega spurðir um það hvað þeim fyndist að ætti að gera í þessari stöðu.“ Jóhann segir að í raun og veru hafi fundurinn ekki skilað neinni niðurstöðu. Hann hafi frekar verið haldinn til að hlusta á raddir foreldra barnanna. Af og til séu haldnir svona fundir til að taka stöðuna. „Það var í sjálfu sér engin niðurstaða á fundinum önnur en sú að það var hlustað á raddir foreldra og hvað þeim fannst.“ Nemendurnir aldrei færri Níu börn stunda nám við skólann núna en nemendur hans hafa aldrei verið færri í starfstíð Jóhanns. Síðan hann hóf störf hafa nemendur mest verið 36 en hann segir að undanfarin ár hafi þeir yfirleitt verið í kringum 15-20. „Þau eru níu hérna núna í þessari einingu. Það er minna en hefur verið og minna en reiknað var með þegar skipulagið var sett svona.“ Jóhann segir að þó svo að staðan sé öðruvísi en reiknað var með þá sé ekki vitað hvort hún sé varanleg. Ástæðan fyrir því er að fjöldi nemanda er síbreytilegur eftir fjölda þeirra sem búa á svæðinu. „Þetta er svo skemmtilega lifandi samfélag í tengslum við háskólann. Það er mjög erfitt að spá fyrir um þetta. Kemur starfsmaður í háskólann sem er með börn á þessum aldri sem bætast í hópinn? Það er hlýhugur mikill til skólans og þessarar einingar hérna.“ Jóhann nefnir sem dæmi að það þurfi ekki mikið að gerast til að fjöldi barna breytist umtalsvert milli ára. Í grunnskólanum á Hofsósi fækkaði nemendum úr 70 í 55 í fyrra. „Þá voru bara tvær fjölskyldur sem fluttu í burtu, stór árgangur að hætta og lítill að koma inn,“ segir hann en bendir á að svona lagað gangi í báðar áttir. Aukin netvæðing gæti snúið fólksfækkun við Jóhann segir að fækkun í sveitum eigi við um þeirra svæði eins og víða um land. Nokkuð lengi hafi fólki fækkað smátt og smátt. „Einhvers staðar er að endurnýjast en þetta kemur aldrei til baka eða maður sér það ekki,“ segir hann. Sem dæmi um ástæðuna fyrir þessari fækkun bendir Jóhann á að landbúnaður hefur breyst mikið með tímanum. „Það eru ekki allir að taka þátt í búinu, þetta er orðin svona stærri bú og færri, meiri vélarmenning og verktakar að vinna.“ Það sé þó aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Jóhann bendir á að fólk geti flutt á ný í sveitir vegna aukinnar netvæðingar á landsbyggðinni. „Það getur kveikt á möguleikum um fjarvinnu og þess háttar. Þannig fólk getur búið í sveitum án þess að það sé að vera í rauninni að nýta jörðina til búskapar. Það getur verið skógarbændur svona í aðra röndina og tæknifræðingar, tölvufræðingar eða hvað eina.“ Skóla - og menntamál Skagafjörður Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Jóhann Bjarnason, skólastjóri Grunnskólans austan Vatna, segir í samtali við fréttastofu að skiptar skoðanir hafi verið á meðal þeirra foreldra sem mættu á fundinn. „Fundurinn var haldinn til þess að heyra álit foreldra þar sem það hefur töluvert fækkað í þessu útibúi skólans. Þau komu ekki inn á fundinn með einhverri tillögu um það en foreldrar voru sannarlega spurðir um það hvað þeim fyndist að ætti að gera í þessari stöðu.“ Jóhann segir að í raun og veru hafi fundurinn ekki skilað neinni niðurstöðu. Hann hafi frekar verið haldinn til að hlusta á raddir foreldra barnanna. Af og til séu haldnir svona fundir til að taka stöðuna. „Það var í sjálfu sér engin niðurstaða á fundinum önnur en sú að það var hlustað á raddir foreldra og hvað þeim fannst.“ Nemendurnir aldrei færri Níu börn stunda nám við skólann núna en nemendur hans hafa aldrei verið færri í starfstíð Jóhanns. Síðan hann hóf störf hafa nemendur mest verið 36 en hann segir að undanfarin ár hafi þeir yfirleitt verið í kringum 15-20. „Þau eru níu hérna núna í þessari einingu. Það er minna en hefur verið og minna en reiknað var með þegar skipulagið var sett svona.“ Jóhann segir að þó svo að staðan sé öðruvísi en reiknað var með þá sé ekki vitað hvort hún sé varanleg. Ástæðan fyrir því er að fjöldi nemanda er síbreytilegur eftir fjölda þeirra sem búa á svæðinu. „Þetta er svo skemmtilega lifandi samfélag í tengslum við háskólann. Það er mjög erfitt að spá fyrir um þetta. Kemur starfsmaður í háskólann sem er með börn á þessum aldri sem bætast í hópinn? Það er hlýhugur mikill til skólans og þessarar einingar hérna.“ Jóhann nefnir sem dæmi að það þurfi ekki mikið að gerast til að fjöldi barna breytist umtalsvert milli ára. Í grunnskólanum á Hofsósi fækkaði nemendum úr 70 í 55 í fyrra. „Þá voru bara tvær fjölskyldur sem fluttu í burtu, stór árgangur að hætta og lítill að koma inn,“ segir hann en bendir á að svona lagað gangi í báðar áttir. Aukin netvæðing gæti snúið fólksfækkun við Jóhann segir að fækkun í sveitum eigi við um þeirra svæði eins og víða um land. Nokkuð lengi hafi fólki fækkað smátt og smátt. „Einhvers staðar er að endurnýjast en þetta kemur aldrei til baka eða maður sér það ekki,“ segir hann. Sem dæmi um ástæðuna fyrir þessari fækkun bendir Jóhann á að landbúnaður hefur breyst mikið með tímanum. „Það eru ekki allir að taka þátt í búinu, þetta er orðin svona stærri bú og færri, meiri vélarmenning og verktakar að vinna.“ Það sé þó aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Jóhann bendir á að fólk geti flutt á ný í sveitir vegna aukinnar netvæðingar á landsbyggðinni. „Það getur kveikt á möguleikum um fjarvinnu og þess háttar. Þannig fólk getur búið í sveitum án þess að það sé að vera í rauninni að nýta jörðina til búskapar. Það getur verið skógarbændur svona í aðra röndina og tæknifræðingar, tölvufræðingar eða hvað eina.“
Skóla - og menntamál Skagafjörður Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira