Svipti sálfræðing starfsleyfi sem gaf út marklausar ADHD-greiningar Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2023 21:09 Sálfræðingurinn kærði ákvörðun landlæknis um að svipta hann starfsleyfi til heilbrigðisráðuneytisins en hlaut ekki náð fyrir augum þess. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvörðun landlæknis um að svipta sálfræðing sem skrifaði upp á ADHD-greiningar sem hvergi voru teknar gildar og gaf sjúklingum lyf án lyfseðils starfsleyfi sínu. Sálfræðingurinn braut lög og er talinn óhæfur til að gegna starfi sínu. Fjöldi fólks kvartaði undan vinnubrögðum Jóns Sigurðar Karlssonar, sálfræðings á áttræðisaldri, til embættis landlæknis. Hann hefði meðal annars skrifað upp á ADHD-greiningar sem fengjust hvergi viðurkenndar og jafnvel látið sjúklinga fá lyf án lyfseðils. Fréttastofa sagði frá því í nóvember að Jón Sigurður sætti lögreglurannsókn og að húsleit hefði verið gerð á heimili hans vegna hennar. Ófær vegna skorts á faglegri hæfni Jón Sigurður var í ákvörðun landlæknis um að svipta hann starfsleyfi í maí í fyrra sagður hafa sýnt af sér alvarlega vanþekkingu á heimildum sínum og skyldum sem heilbrigðisstarfsmaður og skort á faglegum starfsháttum sem ógnaði öryggi sjúklinga. Var vísað til þess að hann hefði að minnsta kosti einu sinni afhent sjúklingi eftirritunarskylt lyf, gert ADHD-greiningar sem fengjust ekki viðurkenndar, brotið þagnarskyldu við sjúkling, sýnt af sér vanrækslu við færslu sjúkraskrár og rekið starfsstofu án heimildar. Jón Sigurður kærði ákvörðunina í ágúst. Kæran byggði meðal annars á því að landlæknisembættið hefði verið búið að ákveða fyrirfram að hann hefði brotið af sér. Ákvörðun landlæknis væri honum afar íþyngjandi þar sem hann hefði ekki aðeins glatað atvinnu- og framfærslugrundvelli sínum heldur verið sviptur mannorði sínu og starfsheiðri. Heilbrigðisráðuneytið taldi að ákvörðun landlæknis að svipta Jón Sigurð starfsleyfinu án áminningar hafi hvorki falið í sér brot gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga né hafi rökstuðningi þess verið ábótavant. Því staðfesti ráðuneytið ákvörðunina um að svipta sálfræðinginn starfsleyfinu enda hafi hann verið ófær um að gegna starfi sínu með forsvaranlegum hætti vegna skorts á faglegri hæfni. Auk þess hefði hann sýnt af sér alvarlegt hirðuleysi í störfum sínum og atferli sem fór í bága við lög. Ríkisútvarpið sagði fyrst frá niðurstöðu ráðuneytisins. Ræddi um meðferð konu við vinkonu hennar Embætti landlæknis hóf rannsókn á starfsháttum Jóns Sigurðar eftir að heilsugæslulæknir benti því á að sálfræðingurinn hefði afhent sjúklingi pilluspjald með ADHD-lyfi. Í kjölfarið bárust embættinu fleiri kvartanir og ábendingar frá sjúklingum. Á meðal þess sem embættið fékk ábendingu um var að Jón Sigurður væri í samvinnu við portúgalskan geðlækni og að hann setti upp myndviðtal við hann fyrir sjúklinga sína. Portúgalski læknirinn skrifaði upp á lyfseðla sem sjúklingunum hafi verið sagt að þeir gætu notað, að því er rakið er í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins. Þá var Jón Sigurður sakaður um að villa á sér heimildir með því að nota lén fyrirtækis á greinargerðir sínar vegna ADHD-greiningar. Þá kom í ljós að hann starfaði án starfsleyfis þar sem hann honum var óheimilt að reka starfsstofu eftir að hann náði 75 ára aldri án sérstaks leyfis frá embætti landlæknis. Í einni kvörtun kom fram að Jón Sigurður hefði ítrekað brotið trúnað við sjúkling með því að ræða við konu um vinkonu hennar sem hann hafði einnig til meðferðar vegna ADHD. Hann hélt því áfram jafnvel eftir að þær báðu hann um að hætta því. Hann hafði einnig milligöngu um að koma annarri konunni í samband við geðlækni í Danmörku sem sendi henni fyrsta skammtinn af lyfjum með flutningsþjónustu. Í framhaldinu þyrfti konan líklega að fara til Danmerkur á þriggja mánaða fresti að sækja lyfin sín. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lögreglumál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Fjöldi fólks kvartaði undan vinnubrögðum Jóns Sigurðar Karlssonar, sálfræðings á áttræðisaldri, til embættis landlæknis. Hann hefði meðal annars skrifað upp á ADHD-greiningar sem fengjust hvergi viðurkenndar og jafnvel látið sjúklinga fá lyf án lyfseðils. Fréttastofa sagði frá því í nóvember að Jón Sigurður sætti lögreglurannsókn og að húsleit hefði verið gerð á heimili hans vegna hennar. Ófær vegna skorts á faglegri hæfni Jón Sigurður var í ákvörðun landlæknis um að svipta hann starfsleyfi í maí í fyrra sagður hafa sýnt af sér alvarlega vanþekkingu á heimildum sínum og skyldum sem heilbrigðisstarfsmaður og skort á faglegum starfsháttum sem ógnaði öryggi sjúklinga. Var vísað til þess að hann hefði að minnsta kosti einu sinni afhent sjúklingi eftirritunarskylt lyf, gert ADHD-greiningar sem fengjust ekki viðurkenndar, brotið þagnarskyldu við sjúkling, sýnt af sér vanrækslu við færslu sjúkraskrár og rekið starfsstofu án heimildar. Jón Sigurður kærði ákvörðunina í ágúst. Kæran byggði meðal annars á því að landlæknisembættið hefði verið búið að ákveða fyrirfram að hann hefði brotið af sér. Ákvörðun landlæknis væri honum afar íþyngjandi þar sem hann hefði ekki aðeins glatað atvinnu- og framfærslugrundvelli sínum heldur verið sviptur mannorði sínu og starfsheiðri. Heilbrigðisráðuneytið taldi að ákvörðun landlæknis að svipta Jón Sigurð starfsleyfinu án áminningar hafi hvorki falið í sér brot gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga né hafi rökstuðningi þess verið ábótavant. Því staðfesti ráðuneytið ákvörðunina um að svipta sálfræðinginn starfsleyfinu enda hafi hann verið ófær um að gegna starfi sínu með forsvaranlegum hætti vegna skorts á faglegri hæfni. Auk þess hefði hann sýnt af sér alvarlegt hirðuleysi í störfum sínum og atferli sem fór í bága við lög. Ríkisútvarpið sagði fyrst frá niðurstöðu ráðuneytisins. Ræddi um meðferð konu við vinkonu hennar Embætti landlæknis hóf rannsókn á starfsháttum Jóns Sigurðar eftir að heilsugæslulæknir benti því á að sálfræðingurinn hefði afhent sjúklingi pilluspjald með ADHD-lyfi. Í kjölfarið bárust embættinu fleiri kvartanir og ábendingar frá sjúklingum. Á meðal þess sem embættið fékk ábendingu um var að Jón Sigurður væri í samvinnu við portúgalskan geðlækni og að hann setti upp myndviðtal við hann fyrir sjúklinga sína. Portúgalski læknirinn skrifaði upp á lyfseðla sem sjúklingunum hafi verið sagt að þeir gætu notað, að því er rakið er í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins. Þá var Jón Sigurður sakaður um að villa á sér heimildir með því að nota lén fyrirtækis á greinargerðir sínar vegna ADHD-greiningar. Þá kom í ljós að hann starfaði án starfsleyfis þar sem hann honum var óheimilt að reka starfsstofu eftir að hann náði 75 ára aldri án sérstaks leyfis frá embætti landlæknis. Í einni kvörtun kom fram að Jón Sigurður hefði ítrekað brotið trúnað við sjúkling með því að ræða við konu um vinkonu hennar sem hann hafði einnig til meðferðar vegna ADHD. Hann hélt því áfram jafnvel eftir að þær báðu hann um að hætta því. Hann hafði einnig milligöngu um að koma annarri konunni í samband við geðlækni í Danmörku sem sendi henni fyrsta skammtinn af lyfjum með flutningsþjónustu. Í framhaldinu þyrfti konan líklega að fara til Danmerkur á þriggja mánaða fresti að sækja lyfin sín.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lögreglumál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira