Samkvæmt heimildum spænska blaðsins frá Madrid þá hefur lið í Sádí Arabíu boðið Lionel Messi 220 milljónir evra í árslaun fyrir að spila með liðinu.
¡¡Ojo!! Preparan a Messi una oferta igual a la de Cristiano https://t.co/4szw0q1GYT Informa @jfelixdiaz
— MARCA (@marca) March 15, 2023
220 milljónir evra eru meira en 33 milljarðar í íslenskum krónum.
Samningstilboðið er þó ekki bara fyrir framlag hans inn á fótboltavellinum heldur snýst þetta einnig um að geta notað ímynd hans.
Samningur Messi og Paris Saint-Germain rennur út í sumar og þessi 35 ára gamli Argentínumaður þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti á tilboðum.
| Leo Messi s renewal depends on the project that PSG can offer him. Another obstacle is the FFP issue but the club assures there is money for Leo. The Argentine wants to give priority to PSG but it all depends & at the moment Paris are still in pole position. [@marca] pic.twitter.com/qbrZYLLWsn
— PSG Report (@PSG_Report) March 15, 2023
Paris Saint-Germain vill endursemja, Barcelona dreymir um að hann komi aftur og þá er vitað af miklum áhuga í Miami um að hann spili fyrir fótboltafélag David Beckham.
Cristiano Ronaldo stökk auðvitað á svona ofurtilboð í Sádí Arabíu um áramótin og það hefur gengið upp og niður.
Það héldu margir að einvígi Messi og Ronaldo væri úr sögunni en hver veit nema að það verði aftur að veruleika á Arabíuskaganum á næsta ári.