Trommarinn sem myrti móður sína látinn Máni Snær Þorláksson skrifar 16. mars 2023 15:04 Jim Gordon var 77 ára gamall þegar hann lést. Getty/Estate Of Keith Morris Bandaríski trommarinn Jim Gordon er látinn, 77 ára að aldri. Gordon átti farsælan feril sem trommari og lék með mörgum af skærustu stjörnum heims. Síðar fóru geðræn vandamál að gera vart við sig. Hann lét lífið í fangelsi þar sem hann afplánaði dóm fyrir að myrða móður sína. Gordon fæddist þann 14. júlí árið 1945. Þegar hann var sautján ára gamall afþakkaði hann að fara á styrk í tónlistarnám í UCLA háskólanum í Kaliforníu. Í stað þess hóf hann feril sinn sem trommari með hljómsveitinni Everly Brothers. Hann gekk svo í hóp tónlistarfólks sem kallaðist The Wrecking Crew en hópurinn spilaði undir á fjölmörgum hljómplötum. Sem meðlimur í þeim hópi spilaði Gordon til að mynda á plötunni Pet Sounds eftir Beach Boys. Hann stofnaði svo nýjan hóp ásamt Eric Clapton árið 1970 sem hét Derek and the Dominos. Með þeim hópi spilað Gordon til dæmis undir fyrir George Harrison. Þá trommaði Gordon einnig á plötum eftir stórstjörnur á borð við Frank Zappa, Cher, Tom Waits, Alice Cooper, Art Garfunkel, Carly Simon og John Lennon. Myrti móður sína og lét lífið í fangelsi Árið 1970 fóru fyrstu merkin um geðræna kvilla Gordon að gera vart við sig. Þá á hann að hafa kýlt þáverandi kærustu sína, Rita collidge, ítrekað á hótelherbergi. Rúmum áratugi síðar, árið 1983, myrti Gordon svo móður sína með hamri og hníf. Gordon játaði morðið en hann sagðist hafa heyrt raddir í hausnum sínum. Raddirnar hafi í upphafi verið vinalegar og gefið honum ráð. Hann segir að raddirnar hafi síðan farið að segja honum að „færa fórnir“ og að hann „yrði að gera það sem þær sögðu honum að gera.“ Gordon myrti móður sína árið 1983.Getty/Jim McCrary Þá sagðist Gordon ekki hafa viljað myrða móður sína en að hann hafi þurft að hlýða umræddum röddum: „Ég vildi halda mér frá henni. Ég hafði ekkert val. Í rauninni var eins og það væri verið að stýra mér og ég var sem uppvakningur. Hún vildi að ég myndi drepa sig,“ sagði Gordon í viðtali við Rolling Stone tveimur árum eftir morðið. Gordon var greindur með geðklofa en fékk engu að síður dóm fyrir morðið. Hann var dæmdur í allt frá sextán ára til lífstíðar í fangelsi. Árið 2018 var síðast tekin ákvörðun um hvort honum yrði veitt reynslulausn eða ekki. Niðurstaðan þá var að hann væri ennþá hættulegur almenningi og því fékk hann hana ekki veitta. Tónlist Andlát Bandaríkin Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
Gordon fæddist þann 14. júlí árið 1945. Þegar hann var sautján ára gamall afþakkaði hann að fara á styrk í tónlistarnám í UCLA háskólanum í Kaliforníu. Í stað þess hóf hann feril sinn sem trommari með hljómsveitinni Everly Brothers. Hann gekk svo í hóp tónlistarfólks sem kallaðist The Wrecking Crew en hópurinn spilaði undir á fjölmörgum hljómplötum. Sem meðlimur í þeim hópi spilaði Gordon til að mynda á plötunni Pet Sounds eftir Beach Boys. Hann stofnaði svo nýjan hóp ásamt Eric Clapton árið 1970 sem hét Derek and the Dominos. Með þeim hópi spilað Gordon til dæmis undir fyrir George Harrison. Þá trommaði Gordon einnig á plötum eftir stórstjörnur á borð við Frank Zappa, Cher, Tom Waits, Alice Cooper, Art Garfunkel, Carly Simon og John Lennon. Myrti móður sína og lét lífið í fangelsi Árið 1970 fóru fyrstu merkin um geðræna kvilla Gordon að gera vart við sig. Þá á hann að hafa kýlt þáverandi kærustu sína, Rita collidge, ítrekað á hótelherbergi. Rúmum áratugi síðar, árið 1983, myrti Gordon svo móður sína með hamri og hníf. Gordon játaði morðið en hann sagðist hafa heyrt raddir í hausnum sínum. Raddirnar hafi í upphafi verið vinalegar og gefið honum ráð. Hann segir að raddirnar hafi síðan farið að segja honum að „færa fórnir“ og að hann „yrði að gera það sem þær sögðu honum að gera.“ Gordon myrti móður sína árið 1983.Getty/Jim McCrary Þá sagðist Gordon ekki hafa viljað myrða móður sína en að hann hafi þurft að hlýða umræddum röddum: „Ég vildi halda mér frá henni. Ég hafði ekkert val. Í rauninni var eins og það væri verið að stýra mér og ég var sem uppvakningur. Hún vildi að ég myndi drepa sig,“ sagði Gordon í viðtali við Rolling Stone tveimur árum eftir morðið. Gordon var greindur með geðklofa en fékk engu að síður dóm fyrir morðið. Hann var dæmdur í allt frá sextán ára til lífstíðar í fangelsi. Árið 2018 var síðast tekin ákvörðun um hvort honum yrði veitt reynslulausn eða ekki. Niðurstaðan þá var að hann væri ennþá hættulegur almenningi og því fékk hann hana ekki veitta.
Tónlist Andlát Bandaríkin Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira