Einar Jónsson: Ég náði bara ekki að finna lausnir Þorsteinn Hjálmsson skrifar 16. mars 2023 20:32 Brúnaþungur Einar Jónsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Snædís Bára Fram er úr leik í Powerade bikarnum. Sannfærandi tap í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld gegn Haukum kom í veg fyrir að Framarar færu lengra þetta árið. Lokatölur 24-32 Haukum í vil og eru þeir því komnir í úrslitaleik á laugardaginn. „Haukarnir voru bara fyrir það fyrsta betri en við í handbolta í dag. Þeir litu bara miklu betur út en við,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, að leik loknum. Fram sigraði Hauka með fimm mörkum fyrir tveimur vikum en leikurinn í kvöld var gjörólíkur þeim leik. „Það er himin og haf á milli þessara leikja síðan við spiluðum við þá síðast. Við bara náðum ekki þessu flæði andlega sem maður var að vonast eftir. Ég tek það bara á mig að hafa ekki getað stillt liðið almennilega inn á þennan leik, það er oft kúnst að gera það. Hvort við vorum yfirspenntir eða of rólegir eða of miklar væntingar eða litlar, það er erfitt að koma fingri á það beint eftir leik. Heilt yfir vorum við bara ekki góðir, en tek ekkert af Haukunum. Mér fannst þeir frábærir í kvöld og eiga skilið að vera komnir í úrslitaleik og óska þeim til hamingju með það,“ sagði Einar. Staðan var 11-13 í hálfleik en í síðari hálfleik voru Haukar með öll tök á leiknum og Fram sá varla til sólar. „Það munaði tveimur mörkum í hálfleik og við vorum bara klaufar að vera ekki bara með jafnt í hálfleik. Það var bara svolítið lýsandi dæmi fyrir það, við vorum í ströggli eiginlega allan leikinn. Mér fannst flæðið í sóknarleiknum lélegt og það bara var þannig í seinni hálfleiknum líka. Þeir voru bara miklu massívari en við og spiluðu mun líkamlegra og við hörfuðum að ákveðnu leiti. Ég náði bara ekki að finna lausnir, það er bara þannig. Ég hefði þurft að keyra betur á þetta og leyst vandamálin sem voru inn í leiknum en því miður gekk það ekki,“ sagði Einar niðurlútur. Einar óskaði Haukum að lokum til hamingju með að vera komnir í úrslitaleikinn. „Þeir eiga bara heiður skilið, þeir voru bara góðir.“ Powerade-bikarinn Fram Haukar Tengdar fréttir Guðmundur Bragi: Þeir náðu okkur aldrei eftir það Haukar eru komnir í úrslitaleik Powerade bikarsins eftir að hafa valtað yfir Fram í seinni hálfleik í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 24-32. 16. mars 2023 20:10 Leik lokið: Fram - Haukar 24-32 | Frábær seinni hálfleikur skilaði Haukum í úrslit Haukar eru komnir í úrslit Powerade-bikars karla í handbolta eftir öruggan átta marka sigur gegn Fram í kvöld, 24-32. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en Haukarnir stungu af í síðari hálfleik. 16. mars 2023 19:30 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
„Haukarnir voru bara fyrir það fyrsta betri en við í handbolta í dag. Þeir litu bara miklu betur út en við,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, að leik loknum. Fram sigraði Hauka með fimm mörkum fyrir tveimur vikum en leikurinn í kvöld var gjörólíkur þeim leik. „Það er himin og haf á milli þessara leikja síðan við spiluðum við þá síðast. Við bara náðum ekki þessu flæði andlega sem maður var að vonast eftir. Ég tek það bara á mig að hafa ekki getað stillt liðið almennilega inn á þennan leik, það er oft kúnst að gera það. Hvort við vorum yfirspenntir eða of rólegir eða of miklar væntingar eða litlar, það er erfitt að koma fingri á það beint eftir leik. Heilt yfir vorum við bara ekki góðir, en tek ekkert af Haukunum. Mér fannst þeir frábærir í kvöld og eiga skilið að vera komnir í úrslitaleik og óska þeim til hamingju með það,“ sagði Einar. Staðan var 11-13 í hálfleik en í síðari hálfleik voru Haukar með öll tök á leiknum og Fram sá varla til sólar. „Það munaði tveimur mörkum í hálfleik og við vorum bara klaufar að vera ekki bara með jafnt í hálfleik. Það var bara svolítið lýsandi dæmi fyrir það, við vorum í ströggli eiginlega allan leikinn. Mér fannst flæðið í sóknarleiknum lélegt og það bara var þannig í seinni hálfleiknum líka. Þeir voru bara miklu massívari en við og spiluðu mun líkamlegra og við hörfuðum að ákveðnu leiti. Ég náði bara ekki að finna lausnir, það er bara þannig. Ég hefði þurft að keyra betur á þetta og leyst vandamálin sem voru inn í leiknum en því miður gekk það ekki,“ sagði Einar niðurlútur. Einar óskaði Haukum að lokum til hamingju með að vera komnir í úrslitaleikinn. „Þeir eiga bara heiður skilið, þeir voru bara góðir.“
Powerade-bikarinn Fram Haukar Tengdar fréttir Guðmundur Bragi: Þeir náðu okkur aldrei eftir það Haukar eru komnir í úrslitaleik Powerade bikarsins eftir að hafa valtað yfir Fram í seinni hálfleik í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 24-32. 16. mars 2023 20:10 Leik lokið: Fram - Haukar 24-32 | Frábær seinni hálfleikur skilaði Haukum í úrslit Haukar eru komnir í úrslit Powerade-bikars karla í handbolta eftir öruggan átta marka sigur gegn Fram í kvöld, 24-32. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en Haukarnir stungu af í síðari hálfleik. 16. mars 2023 19:30 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Guðmundur Bragi: Þeir náðu okkur aldrei eftir það Haukar eru komnir í úrslitaleik Powerade bikarsins eftir að hafa valtað yfir Fram í seinni hálfleik í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 24-32. 16. mars 2023 20:10
Leik lokið: Fram - Haukar 24-32 | Frábær seinni hálfleikur skilaði Haukum í úrslit Haukar eru komnir í úrslit Powerade-bikars karla í handbolta eftir öruggan átta marka sigur gegn Fram í kvöld, 24-32. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en Haukarnir stungu af í síðari hálfleik. 16. mars 2023 19:30