Teitur Björn mun taka sæti Haraldar: „Nokkuð óvænt“ Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2023 10:58 Teitur Björn Einarsson sat á þingi á árunum 2016 til 2017. Aðsend Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, mun taka sæti Haraldar Benediktssonar á Alþingi eftir að sá síðarnefndi tekur við stöðu bæjarstjóra Akraness á næstu vikum. Teitur Björn segist spenntur fyrir verkefninu. „Þetta er nokkuð óvænt, en ég er ánægður fyrir hönd íbúa Akraness að fá svona öflugan mann til bæjarstjóra. Ég óska að sjálfsögðu honum velfarnaðar í hans störfum,“ segir Teitur Björn í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að bæjarstjórn Akraness hafi samið við Harald um að taka að sér starfi bæjarstjóri þegar Sævar Freyr Þráinsson tekur við starfi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Sævar Freyr hættir sem bæjarstjóri í lok þessa mánaðar. „Verkefnið er spennandi og ég er fullur tilhlökkunar. Ég hlakka sömuleiðis til samstarfs við íbúa Norðvesturkjördæmis,“ segir Teitur Björn. Teitur Björn mun láta af störfum sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar samhliða þessum breytingum. Það muni skýrast fljótlega hvenær hann taki sæti Haraldar. Teitur Björn Einarsson er fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn náði inn tveimur mönnum í kosningunum 2021 – Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Harald Benediktsson. Teitur Björn var í september síðastliðinn ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar og var þá greint frá því að hann myndi sinna verkefnum á sviði sjálfbærni og þjóðaröryggismála auk þess að vinna að samhæfingu mála ásamt öðrum aðstoðarmönnum. Hann hefur áður starfað sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra og sem lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni. Þá sat á Alþingi á árunum 2016 til 2017. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Akranes Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Þingmaður ráðinn bæjarstjóri Akraness Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Hann tekur við stöðunni af Sævari Frey Þráinssyni sem nýverið var ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. 17. mars 2023 10:24 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
„Þetta er nokkuð óvænt, en ég er ánægður fyrir hönd íbúa Akraness að fá svona öflugan mann til bæjarstjóra. Ég óska að sjálfsögðu honum velfarnaðar í hans störfum,“ segir Teitur Björn í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að bæjarstjórn Akraness hafi samið við Harald um að taka að sér starfi bæjarstjóri þegar Sævar Freyr Þráinsson tekur við starfi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Sævar Freyr hættir sem bæjarstjóri í lok þessa mánaðar. „Verkefnið er spennandi og ég er fullur tilhlökkunar. Ég hlakka sömuleiðis til samstarfs við íbúa Norðvesturkjördæmis,“ segir Teitur Björn. Teitur Björn mun láta af störfum sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar samhliða þessum breytingum. Það muni skýrast fljótlega hvenær hann taki sæti Haraldar. Teitur Björn Einarsson er fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn náði inn tveimur mönnum í kosningunum 2021 – Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Harald Benediktsson. Teitur Björn var í september síðastliðinn ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar og var þá greint frá því að hann myndi sinna verkefnum á sviði sjálfbærni og þjóðaröryggismála auk þess að vinna að samhæfingu mála ásamt öðrum aðstoðarmönnum. Hann hefur áður starfað sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra og sem lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni. Þá sat á Alþingi á árunum 2016 til 2017.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Akranes Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Þingmaður ráðinn bæjarstjóri Akraness Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Hann tekur við stöðunni af Sævari Frey Þráinssyni sem nýverið var ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. 17. mars 2023 10:24 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Þingmaður ráðinn bæjarstjóri Akraness Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Hann tekur við stöðunni af Sævari Frey Þráinssyni sem nýverið var ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. 17. mars 2023 10:24