Yfirlýsing frá Gumma Ben: Ég kalla þetta leikþátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2023 14:25 Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður, Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, og Albert Guðmundsson, framherji ítalska félagsins Genoa. Samsett Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og faðir knattspyrnukappans Alberts Guðmundssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sonar hans og landsliðsþjálfarans, Arnars Þórs Viðarssonar. Það hefur andað köldu á milli Arnars og Alberts og þjálfarinn hefur ekki valið Albert í íslenska landsliðshópinn síðustu misseri. Albert var einnig fjarverandi í hópnum sem var gefinn út á miðvikudag. Guðmundur hefur ýmislegt við vinnubrögð Arnars að athuga en lesa má yfirlýsingu hans í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsing frá Guðmundi Benediktssyni: Ég hef nánast setið á strák mínum allt frá ráðningu Arnars Þór Viðarssonar þrátt fyrir að hafa ýmislegt við framkomu hans á fjölmiðlafundum að athuga eftir að hann tók til starfa. Ég viðurkenni þó að ég hafði samband við Guðna Bergsson, þáverandi formann á sínum tíma, og bað hann að finna hjálp fyrir AÞV (Arnar Þór Viðarsson) til að undirbúa hann betur undir blaðamannafundi. Meginástæðan fyrir því að ég hef ekki tjáð mig opinberlega fyrr er að ég er íþróttafréttamaður. En ég er fyrst og fremst faðir Alberts Guðmundssonar sem hefur verið viðriðinn landsliðið undanfarin ár. Mér var hins vegar nóg boðið í gær eftir síðustu ummæli AÞV. Rétt er að taka fram að ég geri enga kröfu á að Albert eigi að vera í landsliðshópi. AÞV var ráðinn til að stjórna því og getur gert hvað sem honum sýnist í þeim efnum. En endalausar árásir að heiðri og persónu Alberts þegar hann er ekki í hópnum mun ég ekki líða lengur og þykir mér með ólíkindum að Knattspyrnusambandið láti þetta viðgangast. Í síðustu viku bjallaði AÞV í Albert og ræddi mögulega endurkomu Alberts í landsliðið. Þeir áttu fínt samtal, samkvæmt Alberti, en niðurstaðan var að Albert taldi best að hann gæfi ekki kost á sér í þetta verkefni af ýmsum ástæðum. AÞV heldur því fram að eina ástæðan sé að Albert neiti að vera varamaður sem er ekki rétt. „Ég vel ekki leikmenn sem vilja ekki vera á bekknum,“ sagði Arnar við fjölmiðla. Fjölskylduástæður spiluðu stóra rullu í ákvörðun Alberts ásamt stöðu Genoa í ítölsku deildinni og það veit AÞV mæta vel en ákveður að láta leikmanninn líta illa út enn og aftur. Þess má líka geta að Albert hefur aldrei tjáð sig um þjálfarann og persónuna AÞV þrátt fyrir ótal tækifæri til að fara í leðjuslaginn sem AÞV virðist elska og fjölmiðlar apa upp eftir honum. Ég kalla þetta leikþátt og ég stend við það þar sem ég er þess fullviss að AÞV hafði engan áhuga á að velja Albert en taldi sig nauðbeygðan þar sem Alberti hefur gengið vel á Ítalíu að undanförnu. Eftir símtal þeirra á milli ákveður hann að ráðast á Albert og ekki í fyrsta sinn sem þjálfarinn reynir að gera lítið úr honum eftir að hafa tilkynnt hóp sinn. Ég veit ekki hvaða belgísku þjálfaranámskeið AÞV hefur setið en ég vona að þessi nálgun sé ekki kennd þar né á öðrum námskeiðum. Persónulega hefði ég tilkynnt í september 2022 að ég myndi aldrei spila fyrir Ísland aftur undir stjórn AÞV eftir árásirnar frá þjálfaranum en sem betur fer er ég ekki Albert og hann er alltaf stoltur að fá að spila fyrir Ísland. Ég óska íslenska liðinu velgengni í verkefninu sem framundan er og þar af leiðandi þjálfaranum en vona líka innilega að hann læri að umgangast fólk sem er mikilvægast í þjálfun. Gummi Ben Guðmundur er starfsmaður Sýnar sem er eigandi Vísis. Landslið karla í fótbolta Ítalski boltinn Tengdar fréttir „Ég get ekki valið leikmenn í hópinn sem eru ekki tilbúnir að byrja á bekknum“ Arnar Þór Viðarsson segist hafa sett sig í samband við Albert Guðmundsson varðandi það að snúa aftur í íslenska fótboltalandsliðið en ákveðið að velja hann ekki. 16. mars 2023 13:54 Utan vallar: Skattaskýrslunni skilað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Svo virðist sem þjóðarpúlsinn sé mátulega jákvæður um þessar mundir eftir afar erfiða mánuði hjá íslenska liðinu. En er innistæða fyrir bjartsýni fyrir undankeppnina? 16. mars 2023 10:00 „Að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt“ Arnar Þór Viðarsson tilkynnti í gær íslenska landsliðshópinn fyrir leikina tvo í undankeppni EM sem fram fara í næstu. Leikjahæsti landsliðsmaður frá upphafi er ekki í hópnum. 16. mars 2023 07:30 Arnar um Albert: Vonbrigði að hann sé ekki tilbúinn til að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins Arnar Þór Viðarsson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024. Þar vantar einn heitasta fótboltamann landsins. 15. mars 2023 11:14 Arnar Þór tók af skarið og hringdi í Albert Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur sett sig í samband við Albert Guðmundsson. Það gæti því séð fyrir endann á deilu þeirra. 14. mars 2023 08:00 Albert valinn besti leikmaður umferðarinnar Albert Guðmundsson var valinn besti leikmaður síðustu umferðar í Seríu B á Ítalíu en deildin gaf þetta út á miðlum sínum. 9. mars 2023 08:00 Albert minnir landsliðsþjálfarann á sig með því að raða inn mörkum í Seríu B Albert Guðmundsson var enn á ný á skotskónum með ítalska félaginu Genoa í Seríu B í gærkvöldi. 7. mars 2023 14:01 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Það hefur andað köldu á milli Arnars og Alberts og þjálfarinn hefur ekki valið Albert í íslenska landsliðshópinn síðustu misseri. Albert var einnig fjarverandi í hópnum sem var gefinn út á miðvikudag. Guðmundur hefur ýmislegt við vinnubrögð Arnars að athuga en lesa má yfirlýsingu hans í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsing frá Guðmundi Benediktssyni: Ég hef nánast setið á strák mínum allt frá ráðningu Arnars Þór Viðarssonar þrátt fyrir að hafa ýmislegt við framkomu hans á fjölmiðlafundum að athuga eftir að hann tók til starfa. Ég viðurkenni þó að ég hafði samband við Guðna Bergsson, þáverandi formann á sínum tíma, og bað hann að finna hjálp fyrir AÞV (Arnar Þór Viðarsson) til að undirbúa hann betur undir blaðamannafundi. Meginástæðan fyrir því að ég hef ekki tjáð mig opinberlega fyrr er að ég er íþróttafréttamaður. En ég er fyrst og fremst faðir Alberts Guðmundssonar sem hefur verið viðriðinn landsliðið undanfarin ár. Mér var hins vegar nóg boðið í gær eftir síðustu ummæli AÞV. Rétt er að taka fram að ég geri enga kröfu á að Albert eigi að vera í landsliðshópi. AÞV var ráðinn til að stjórna því og getur gert hvað sem honum sýnist í þeim efnum. En endalausar árásir að heiðri og persónu Alberts þegar hann er ekki í hópnum mun ég ekki líða lengur og þykir mér með ólíkindum að Knattspyrnusambandið láti þetta viðgangast. Í síðustu viku bjallaði AÞV í Albert og ræddi mögulega endurkomu Alberts í landsliðið. Þeir áttu fínt samtal, samkvæmt Alberti, en niðurstaðan var að Albert taldi best að hann gæfi ekki kost á sér í þetta verkefni af ýmsum ástæðum. AÞV heldur því fram að eina ástæðan sé að Albert neiti að vera varamaður sem er ekki rétt. „Ég vel ekki leikmenn sem vilja ekki vera á bekknum,“ sagði Arnar við fjölmiðla. Fjölskylduástæður spiluðu stóra rullu í ákvörðun Alberts ásamt stöðu Genoa í ítölsku deildinni og það veit AÞV mæta vel en ákveður að láta leikmanninn líta illa út enn og aftur. Þess má líka geta að Albert hefur aldrei tjáð sig um þjálfarann og persónuna AÞV þrátt fyrir ótal tækifæri til að fara í leðjuslaginn sem AÞV virðist elska og fjölmiðlar apa upp eftir honum. Ég kalla þetta leikþátt og ég stend við það þar sem ég er þess fullviss að AÞV hafði engan áhuga á að velja Albert en taldi sig nauðbeygðan þar sem Alberti hefur gengið vel á Ítalíu að undanförnu. Eftir símtal þeirra á milli ákveður hann að ráðast á Albert og ekki í fyrsta sinn sem þjálfarinn reynir að gera lítið úr honum eftir að hafa tilkynnt hóp sinn. Ég veit ekki hvaða belgísku þjálfaranámskeið AÞV hefur setið en ég vona að þessi nálgun sé ekki kennd þar né á öðrum námskeiðum. Persónulega hefði ég tilkynnt í september 2022 að ég myndi aldrei spila fyrir Ísland aftur undir stjórn AÞV eftir árásirnar frá þjálfaranum en sem betur fer er ég ekki Albert og hann er alltaf stoltur að fá að spila fyrir Ísland. Ég óska íslenska liðinu velgengni í verkefninu sem framundan er og þar af leiðandi þjálfaranum en vona líka innilega að hann læri að umgangast fólk sem er mikilvægast í þjálfun. Gummi Ben Guðmundur er starfsmaður Sýnar sem er eigandi Vísis.
Yfirlýsing frá Guðmundi Benediktssyni: Ég hef nánast setið á strák mínum allt frá ráðningu Arnars Þór Viðarssonar þrátt fyrir að hafa ýmislegt við framkomu hans á fjölmiðlafundum að athuga eftir að hann tók til starfa. Ég viðurkenni þó að ég hafði samband við Guðna Bergsson, þáverandi formann á sínum tíma, og bað hann að finna hjálp fyrir AÞV (Arnar Þór Viðarsson) til að undirbúa hann betur undir blaðamannafundi. Meginástæðan fyrir því að ég hef ekki tjáð mig opinberlega fyrr er að ég er íþróttafréttamaður. En ég er fyrst og fremst faðir Alberts Guðmundssonar sem hefur verið viðriðinn landsliðið undanfarin ár. Mér var hins vegar nóg boðið í gær eftir síðustu ummæli AÞV. Rétt er að taka fram að ég geri enga kröfu á að Albert eigi að vera í landsliðshópi. AÞV var ráðinn til að stjórna því og getur gert hvað sem honum sýnist í þeim efnum. En endalausar árásir að heiðri og persónu Alberts þegar hann er ekki í hópnum mun ég ekki líða lengur og þykir mér með ólíkindum að Knattspyrnusambandið láti þetta viðgangast. Í síðustu viku bjallaði AÞV í Albert og ræddi mögulega endurkomu Alberts í landsliðið. Þeir áttu fínt samtal, samkvæmt Alberti, en niðurstaðan var að Albert taldi best að hann gæfi ekki kost á sér í þetta verkefni af ýmsum ástæðum. AÞV heldur því fram að eina ástæðan sé að Albert neiti að vera varamaður sem er ekki rétt. „Ég vel ekki leikmenn sem vilja ekki vera á bekknum,“ sagði Arnar við fjölmiðla. Fjölskylduástæður spiluðu stóra rullu í ákvörðun Alberts ásamt stöðu Genoa í ítölsku deildinni og það veit AÞV mæta vel en ákveður að láta leikmanninn líta illa út enn og aftur. Þess má líka geta að Albert hefur aldrei tjáð sig um þjálfarann og persónuna AÞV þrátt fyrir ótal tækifæri til að fara í leðjuslaginn sem AÞV virðist elska og fjölmiðlar apa upp eftir honum. Ég kalla þetta leikþátt og ég stend við það þar sem ég er þess fullviss að AÞV hafði engan áhuga á að velja Albert en taldi sig nauðbeygðan þar sem Alberti hefur gengið vel á Ítalíu að undanförnu. Eftir símtal þeirra á milli ákveður hann að ráðast á Albert og ekki í fyrsta sinn sem þjálfarinn reynir að gera lítið úr honum eftir að hafa tilkynnt hóp sinn. Ég veit ekki hvaða belgísku þjálfaranámskeið AÞV hefur setið en ég vona að þessi nálgun sé ekki kennd þar né á öðrum námskeiðum. Persónulega hefði ég tilkynnt í september 2022 að ég myndi aldrei spila fyrir Ísland aftur undir stjórn AÞV eftir árásirnar frá þjálfaranum en sem betur fer er ég ekki Albert og hann er alltaf stoltur að fá að spila fyrir Ísland. Ég óska íslenska liðinu velgengni í verkefninu sem framundan er og þar af leiðandi þjálfaranum en vona líka innilega að hann læri að umgangast fólk sem er mikilvægast í þjálfun. Gummi Ben
Landslið karla í fótbolta Ítalski boltinn Tengdar fréttir „Ég get ekki valið leikmenn í hópinn sem eru ekki tilbúnir að byrja á bekknum“ Arnar Þór Viðarsson segist hafa sett sig í samband við Albert Guðmundsson varðandi það að snúa aftur í íslenska fótboltalandsliðið en ákveðið að velja hann ekki. 16. mars 2023 13:54 Utan vallar: Skattaskýrslunni skilað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Svo virðist sem þjóðarpúlsinn sé mátulega jákvæður um þessar mundir eftir afar erfiða mánuði hjá íslenska liðinu. En er innistæða fyrir bjartsýni fyrir undankeppnina? 16. mars 2023 10:00 „Að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt“ Arnar Þór Viðarsson tilkynnti í gær íslenska landsliðshópinn fyrir leikina tvo í undankeppni EM sem fram fara í næstu. Leikjahæsti landsliðsmaður frá upphafi er ekki í hópnum. 16. mars 2023 07:30 Arnar um Albert: Vonbrigði að hann sé ekki tilbúinn til að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins Arnar Þór Viðarsson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024. Þar vantar einn heitasta fótboltamann landsins. 15. mars 2023 11:14 Arnar Þór tók af skarið og hringdi í Albert Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur sett sig í samband við Albert Guðmundsson. Það gæti því séð fyrir endann á deilu þeirra. 14. mars 2023 08:00 Albert valinn besti leikmaður umferðarinnar Albert Guðmundsson var valinn besti leikmaður síðustu umferðar í Seríu B á Ítalíu en deildin gaf þetta út á miðlum sínum. 9. mars 2023 08:00 Albert minnir landsliðsþjálfarann á sig með því að raða inn mörkum í Seríu B Albert Guðmundsson var enn á ný á skotskónum með ítalska félaginu Genoa í Seríu B í gærkvöldi. 7. mars 2023 14:01 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
„Ég get ekki valið leikmenn í hópinn sem eru ekki tilbúnir að byrja á bekknum“ Arnar Þór Viðarsson segist hafa sett sig í samband við Albert Guðmundsson varðandi það að snúa aftur í íslenska fótboltalandsliðið en ákveðið að velja hann ekki. 16. mars 2023 13:54
Utan vallar: Skattaskýrslunni skilað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Svo virðist sem þjóðarpúlsinn sé mátulega jákvæður um þessar mundir eftir afar erfiða mánuði hjá íslenska liðinu. En er innistæða fyrir bjartsýni fyrir undankeppnina? 16. mars 2023 10:00
„Að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt“ Arnar Þór Viðarsson tilkynnti í gær íslenska landsliðshópinn fyrir leikina tvo í undankeppni EM sem fram fara í næstu. Leikjahæsti landsliðsmaður frá upphafi er ekki í hópnum. 16. mars 2023 07:30
Arnar um Albert: Vonbrigði að hann sé ekki tilbúinn til að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins Arnar Þór Viðarsson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024. Þar vantar einn heitasta fótboltamann landsins. 15. mars 2023 11:14
Arnar Þór tók af skarið og hringdi í Albert Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur sett sig í samband við Albert Guðmundsson. Það gæti því séð fyrir endann á deilu þeirra. 14. mars 2023 08:00
Albert valinn besti leikmaður umferðarinnar Albert Guðmundsson var valinn besti leikmaður síðustu umferðar í Seríu B á Ítalíu en deildin gaf þetta út á miðlum sínum. 9. mars 2023 08:00
Albert minnir landsliðsþjálfarann á sig með því að raða inn mörkum í Seríu B Albert Guðmundsson var enn á ný á skotskónum með ítalska félaginu Genoa í Seríu B í gærkvöldi. 7. mars 2023 14:01