Gunnar Magnússon: Okkur tókst að brjóta blað í sögu Aftureldingar Andri Már Eggertsson skrifar 18. mars 2023 18:45 Gunnar var afar ánægður með bikarmeistaratitilinn. Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var himinlifandi eftir eins marks sigur á Haukum 28-27 í úrslitum Powerade-bikarsins. „Við vorum að brjóta blað í sögu Aftureldingar. Það hefur verið stífla hérna í mörg ár og þetta var léttir. Ég er svo stoltur af strákunum að hafa klárað þetta og hvernig við tókum á mótlætinu og unnum leikinn,“ sagði Gunnar Magnússon og hélt áfram að hrósa liðinu. „Það er gaman að upplifa þetta með þeim. Þetta eru uppaldir strákar Einar Ingi, Árni Bragi, Pétur og fleiri sem hafa verið að reyna og reyna og loksins uppskera þeir. Ég er stoltur af þeim að hafa klárað þetta með Aftureldingu. Ég er einnig stoltur af ungu strákunum Þorsteini Leó, Blæ og Brynjari sem tóku þessa helgi og stigu upp. Svona verða strákar að mönnum. Gunnar var ánægður með hvernig Afturelding náði að breyta leiknum verandi að elta Hauka í 52 mínútur. „Ég sagði við strákana í hálfleik að við værum bara tveimur mörkum undir þrátt fyrir að hafa ekki verið með varinn bolta og vorum mjög slakir. Eftir að við lifðum fyrri hálfleikinn af þá hafði ég trú á að við myndum vinna þetta sérstaklega með þessa frábæru stuðningsmenn.“ „Við þurftum að hafa fólkið með okkur á lokasprettinum. Ég bað um fulla Laugardalshöll og fólk mætti sem gerði gæfu muninn og án þeirra hefðum við ekki klárað þetta.“ Þetta var fyrsti titillinn sem Gunnar Magnússon vann sem þjálfari Aftureldingar sem var kærkomið fyrir hann. „Ég sagði á fyrsta fundi þegar ég kom í Aftureldingu að ég myndi koma með titil hingað og það var mikil áskorun. Þetta var líka svona þegar ég var ÍBV og ég og Arnar náðum í fyrsta titilinn sem var mikil áskorun. Þessi helgi var frábær og mér fannst við nýta tækifærið frábærlega,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Afturelding Powerade-bikarinn Handbolti Mest lesið Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
„Við vorum að brjóta blað í sögu Aftureldingar. Það hefur verið stífla hérna í mörg ár og þetta var léttir. Ég er svo stoltur af strákunum að hafa klárað þetta og hvernig við tókum á mótlætinu og unnum leikinn,“ sagði Gunnar Magnússon og hélt áfram að hrósa liðinu. „Það er gaman að upplifa þetta með þeim. Þetta eru uppaldir strákar Einar Ingi, Árni Bragi, Pétur og fleiri sem hafa verið að reyna og reyna og loksins uppskera þeir. Ég er stoltur af þeim að hafa klárað þetta með Aftureldingu. Ég er einnig stoltur af ungu strákunum Þorsteini Leó, Blæ og Brynjari sem tóku þessa helgi og stigu upp. Svona verða strákar að mönnum. Gunnar var ánægður með hvernig Afturelding náði að breyta leiknum verandi að elta Hauka í 52 mínútur. „Ég sagði við strákana í hálfleik að við værum bara tveimur mörkum undir þrátt fyrir að hafa ekki verið með varinn bolta og vorum mjög slakir. Eftir að við lifðum fyrri hálfleikinn af þá hafði ég trú á að við myndum vinna þetta sérstaklega með þessa frábæru stuðningsmenn.“ „Við þurftum að hafa fólkið með okkur á lokasprettinum. Ég bað um fulla Laugardalshöll og fólk mætti sem gerði gæfu muninn og án þeirra hefðum við ekki klárað þetta.“ Þetta var fyrsti titillinn sem Gunnar Magnússon vann sem þjálfari Aftureldingar sem var kærkomið fyrir hann. „Ég sagði á fyrsta fundi þegar ég kom í Aftureldingu að ég myndi koma með titil hingað og það var mikil áskorun. Þetta var líka svona þegar ég var ÍBV og ég og Arnar náðum í fyrsta titilinn sem var mikil áskorun. Þessi helgi var frábær og mér fannst við nýta tækifærið frábærlega,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum.
Afturelding Powerade-bikarinn Handbolti Mest lesið Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira