RIFF á lista yfir mikilvægustu kvikmyndahátíðarnar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. mars 2023 10:34 Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF. Vísir/Vilhelm RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, var á dögunum valin ein af tuttugu mikilvægustu alþjóðlegu kvikmyndahátíðum ársins af tímaritinu The Moviemaker. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, segir þetta mikinn heiður. Niðurstöðurnar voru birtar á vef tímartisins og þar er RIFF talin upp í flokki þekktra kvikmyndahátíða á borð við San Sebastian, Rotterdam, Locarno, Mar Del Plata, CPH:DOX og Indie Lisboa. „Við hjá RIFF erum mjög spennt og þakklát fyrir að verða fyrir valinu. Þetta eru mjög virtar hátíðir sem þarna eru taldar upp sem margir þekkja,“ segir Hrönn Marinósdóttir. Frétt Moviemaker segir þessar hátíðir ómissandi og hvetur fólk til að sækja hátíðirnar heim ef það á möguleika á því. „Ef þú ert kvikmyndagerðarmaður sem hefur fengið myndina þína sýnda á viðkomandi kvikmyndahátíðum þá ættum við að taka viðtal við þig því þá ertu annað hvort búinn að slá í gegn eða á barmi þess að slá í gegn,“ segir einnig í fréttinni. View this post on Instagram A post shared by RIFF (@reykjavikfilmfestival) Í fréttatilkynningu frá RIFF segir að tímaritið Moviemaker vilji með þessu beina athygli að og fagna kvikmyndahátíðum. „Ekki aðeins fimm stærstu í heimi sem eru Cannes, Feneyjar, Toronto, Sundance og Berlín, heldur virtum hátíðum sem eru afar mikilvægar til þess að vekja athygli á kvikmyndagerð í viðkomandi landi og til þess að vekja athygli á vandaðri kvikmyndagerð.“ RIFF verður haldin í tuttugasta sinn með pompi og prakt í haust frá 28. september til 8. október og að sögn Hrannar er undirbúningur kominn á fullt skrið. RIFF Menning Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir RIFF í formlegt bandalag með sjö evrópskum hátíðum RIFF, Alþjóðleg Kvikmyndahátíð í Reykjavík, tekur þátt í samstarfi sjö evrópskra kvikmyndahátíða sem deila með sér þekkingu á ólíkum sviðum. 11. janúar 2023 12:14 RIFF sett í nítjánda skipti: „Hvað í f******** er í gangi?“ RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er sett í dag. Hátíðin er haldin í nítjánda skipti frá 29. september til 9. október og fer hún fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár. Fjöldi mynda kemur hingað beint af helstu kvikmyndahátíðum heimsins. 29. september 2022 13:31 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Niðurstöðurnar voru birtar á vef tímartisins og þar er RIFF talin upp í flokki þekktra kvikmyndahátíða á borð við San Sebastian, Rotterdam, Locarno, Mar Del Plata, CPH:DOX og Indie Lisboa. „Við hjá RIFF erum mjög spennt og þakklát fyrir að verða fyrir valinu. Þetta eru mjög virtar hátíðir sem þarna eru taldar upp sem margir þekkja,“ segir Hrönn Marinósdóttir. Frétt Moviemaker segir þessar hátíðir ómissandi og hvetur fólk til að sækja hátíðirnar heim ef það á möguleika á því. „Ef þú ert kvikmyndagerðarmaður sem hefur fengið myndina þína sýnda á viðkomandi kvikmyndahátíðum þá ættum við að taka viðtal við þig því þá ertu annað hvort búinn að slá í gegn eða á barmi þess að slá í gegn,“ segir einnig í fréttinni. View this post on Instagram A post shared by RIFF (@reykjavikfilmfestival) Í fréttatilkynningu frá RIFF segir að tímaritið Moviemaker vilji með þessu beina athygli að og fagna kvikmyndahátíðum. „Ekki aðeins fimm stærstu í heimi sem eru Cannes, Feneyjar, Toronto, Sundance og Berlín, heldur virtum hátíðum sem eru afar mikilvægar til þess að vekja athygli á kvikmyndagerð í viðkomandi landi og til þess að vekja athygli á vandaðri kvikmyndagerð.“ RIFF verður haldin í tuttugasta sinn með pompi og prakt í haust frá 28. september til 8. október og að sögn Hrannar er undirbúningur kominn á fullt skrið.
RIFF Menning Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir RIFF í formlegt bandalag með sjö evrópskum hátíðum RIFF, Alþjóðleg Kvikmyndahátíð í Reykjavík, tekur þátt í samstarfi sjö evrópskra kvikmyndahátíða sem deila með sér þekkingu á ólíkum sviðum. 11. janúar 2023 12:14 RIFF sett í nítjánda skipti: „Hvað í f******** er í gangi?“ RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er sett í dag. Hátíðin er haldin í nítjánda skipti frá 29. september til 9. október og fer hún fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár. Fjöldi mynda kemur hingað beint af helstu kvikmyndahátíðum heimsins. 29. september 2022 13:31 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
RIFF í formlegt bandalag með sjö evrópskum hátíðum RIFF, Alþjóðleg Kvikmyndahátíð í Reykjavík, tekur þátt í samstarfi sjö evrópskra kvikmyndahátíða sem deila með sér þekkingu á ólíkum sviðum. 11. janúar 2023 12:14
RIFF sett í nítjánda skipti: „Hvað í f******** er í gangi?“ RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er sett í dag. Hátíðin er haldin í nítjánda skipti frá 29. september til 9. október og fer hún fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár. Fjöldi mynda kemur hingað beint af helstu kvikmyndahátíðum heimsins. 29. september 2022 13:31