Hjálpar fólki að missa ekki af strætó Bjarki Sigurðsson skrifar 20. mars 2023 11:02 Benjamín Julian er sá sem sér um vefsíðuna seinn.is. Aðsend/Vísir/Vilhelm Á vefsíðunni seinn.is geta notendur séð hvar strætisvagn þeirra er staddur og hversu langt er í hann. Fjölmargir nota síðuna á hverjum degi til þess að sjá til þess að missa ekki af vagninum sínum. Benjamín Julian er maðurinn á bakvið seinn.is en hann setti hana fyrst í loftið fyrir nokkrum árum síðan. Þá hafði hann tekið eftir því að Strætó bauð upp á forritunarviðmót sem hægt er að nota til þess að lesa út staðsetningargögn og fleira. „Þannig ég bjó bara til einhverja síðu um það sem að ég lagði síðan niður. Fyrir nokkrum mánuðum datt mér í hug, bæði út af því að eitthvað fólk vildi nota hana og líka því að ég fann skynsamlegri leið til þess að keyra hana. Þannig ég setti hana af stað aftur og hún varð vinsælli í þetta skiptið. Betur smíðuð og svoleiðis,“ segir Benjamín í samtali við fréttastofu. Nýlega lagði Strætó niður gamla smáforritið sitt og hófu notkun á Klappinu umdeilda. Forritið þykir ekki vinsælt meðal notenda, þrátt fyrir að hafa unnið til alþjóðlegra verðlauna nýlega. Klapp app liggur alveg niðri. Hægur rúntur í strætó þar sem á hverri stopp ætlar einhver að reyna útskýra fyrir bílstjóra að appið sé bilað eða það eru tilvonandi yngri farþegar alveg stjarfir af panik að komast ekki leiðar sinna haldandi sími sinn sé vandamálið. pic.twitter.com/NIdx2gJ3yH— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) February 10, 2023 Í gamla forritinu var mjög auðvelt að sjá hvar strætisvagnar voru í rauntíma en það er ekki sama sagan með Klappið. Mörgum þykir það afar flókið að finna hvar vagnar eru. „Það er sennilega ástæðan fyrir því að fólk er spenntara fyrir því að nota þetta núna. Mér fannst gamla strætó appið mjög fínt, sérstaklega því maður gat séð þetta. Og á heimasíðunni er þetta allt opið. En ég veit ekki alveg þau hafa sleppt því. En það er bara ærið tilefni til þess að leika sér að búa þetta til,“ segir Benjamín. Notendur slá inn nafn stoppistöðvar þeirra og sjá þá hvar strætisvagnarnir eru staðsettir.Seinn.is Hann segir Strætó vera vel búið að svona gögnum. Til að mynda fengu þau Tómas Ponzi til að smíða fyrir sig GPS-senda í alla vagnana. „Þeir eru með mjög góðan bakenda fyrir það allt saman en eina sem vantar er að hann sé nýttur betur. Ég held að það sé hægt að gera fullt af skemmtilegum hlutum með þetta. Þetta er bara pínulítið sýnisdæmi,“ segir Benjamín. Samgöngur Strætó Tækni Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Benjamín Julian er maðurinn á bakvið seinn.is en hann setti hana fyrst í loftið fyrir nokkrum árum síðan. Þá hafði hann tekið eftir því að Strætó bauð upp á forritunarviðmót sem hægt er að nota til þess að lesa út staðsetningargögn og fleira. „Þannig ég bjó bara til einhverja síðu um það sem að ég lagði síðan niður. Fyrir nokkrum mánuðum datt mér í hug, bæði út af því að eitthvað fólk vildi nota hana og líka því að ég fann skynsamlegri leið til þess að keyra hana. Þannig ég setti hana af stað aftur og hún varð vinsælli í þetta skiptið. Betur smíðuð og svoleiðis,“ segir Benjamín í samtali við fréttastofu. Nýlega lagði Strætó niður gamla smáforritið sitt og hófu notkun á Klappinu umdeilda. Forritið þykir ekki vinsælt meðal notenda, þrátt fyrir að hafa unnið til alþjóðlegra verðlauna nýlega. Klapp app liggur alveg niðri. Hægur rúntur í strætó þar sem á hverri stopp ætlar einhver að reyna útskýra fyrir bílstjóra að appið sé bilað eða það eru tilvonandi yngri farþegar alveg stjarfir af panik að komast ekki leiðar sinna haldandi sími sinn sé vandamálið. pic.twitter.com/NIdx2gJ3yH— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) February 10, 2023 Í gamla forritinu var mjög auðvelt að sjá hvar strætisvagnar voru í rauntíma en það er ekki sama sagan með Klappið. Mörgum þykir það afar flókið að finna hvar vagnar eru. „Það er sennilega ástæðan fyrir því að fólk er spenntara fyrir því að nota þetta núna. Mér fannst gamla strætó appið mjög fínt, sérstaklega því maður gat séð þetta. Og á heimasíðunni er þetta allt opið. En ég veit ekki alveg þau hafa sleppt því. En það er bara ærið tilefni til þess að leika sér að búa þetta til,“ segir Benjamín. Notendur slá inn nafn stoppistöðvar þeirra og sjá þá hvar strætisvagnarnir eru staðsettir.Seinn.is Hann segir Strætó vera vel búið að svona gögnum. Til að mynda fengu þau Tómas Ponzi til að smíða fyrir sig GPS-senda í alla vagnana. „Þeir eru með mjög góðan bakenda fyrir það allt saman en eina sem vantar er að hann sé nýttur betur. Ég held að það sé hægt að gera fullt af skemmtilegum hlutum með þetta. Þetta er bara pínulítið sýnisdæmi,“ segir Benjamín.
Samgöngur Strætó Tækni Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira