Vill vita hvað Katrín ætlar að gera vegna bréfs umboðsmanns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. mars 2023 13:53 Arndís Anna er málshefjandi umræðunnar á þingfundi sem hefst klukkan 15:30. Vísir/Vilhelm Sérstök umræða verður á Alþingi í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur og álits umboðsmanns þess efnis. Þingmaður segir augljóst að ákvæði stjórnarskrár hafi verið brotið og vill vita hvort forsætisráðhera hyggist bregðast við í verki. Umboðsmaður Alþingis sendi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í liðinni viku bréf vegna ákvörðunar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að auka vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. Niðurstaða umboðsmanns var sú að Jón hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum. Katrín sagðist svo í samtali við fréttastofu fyrir helgi sammála því mati umboðsmanns að ræða hefði átt rafbyssuvæðingu lögreglunnar á ríkisstjórnarfundi áður en reglugerð sem heimilaði notkun vopnanna var gefin út af dómsmálaráðherra. Málið hefur síðan verð rætt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður rætt á Alþingi í dag þar sem Katrín situr fyrir svörum vegna málsins. Arndís Anna Katrínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, segir að í stjórnarskrá komi fram hvernig ríkisstjórnin eigi að vinna. „Í raun kemur fram í þessu bréfi að sú grein [stjórnarskrárinnar] hafi verið brotin þó að það sé vitanlega ekki í verkahring umboðsmanns að skera úr um það heldur dómstóla.“ Arndís Anna er málshefjandi umræðunnar á þingfundi sem hefst klukkan 15:30. Stjórnarskrárákvæðið sem umboðsmaður telur hafa verið brotið sé til þess gert að tryggja fagleg störf ríkisstjórnar. „Það er bara ekkert sem bendir til að það sé þannig sem hafi verið unnið í þessu máli. Það er auðvitað alvarlegra mál heldur en hvað varðar þessa rafbyssuvæðingu sem sannarlega er nógu alvarlegt mál út af fyrir sig. Hann nýtir í raun engar leiðir sem stjórnnvöld hafa til að tryggja samráð og faglega vinnu og undirbúning að málum. Ég mun spyrja forsætisráðherra út í það hvort hún telji rétt að bregðast við þessari athugun umboðsmanns. Ef já, hvernig? Ef ekki, þá hvers vegna ekki,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Alþingi Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Óásættanlegt að yfir hundrað lögreglumenn slasist við störf á ári hverju“ Landssamband lögreglumanna segir í ályktun að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi lögreglumanna í starfi. Starfsstéttin búi við flest vinnuslys. Ályktunin kemur í kjölfar fréttar Vísis sem birtist í morgun, kom þar fram að fullyrðingar dómsmálaráðherra um að slysum lögreglumanna hafi fjölgað verulega standist ekki. 17. mars 2023 14:31 Fullyrðingar ráðherra um verulega fjölgun slysa standast ekki skoðun Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. 17. mars 2023 07:59 Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49 „Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 16. mars 2023 17:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis sendi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í liðinni viku bréf vegna ákvörðunar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að auka vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. Niðurstaða umboðsmanns var sú að Jón hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum. Katrín sagðist svo í samtali við fréttastofu fyrir helgi sammála því mati umboðsmanns að ræða hefði átt rafbyssuvæðingu lögreglunnar á ríkisstjórnarfundi áður en reglugerð sem heimilaði notkun vopnanna var gefin út af dómsmálaráðherra. Málið hefur síðan verð rætt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður rætt á Alþingi í dag þar sem Katrín situr fyrir svörum vegna málsins. Arndís Anna Katrínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, segir að í stjórnarskrá komi fram hvernig ríkisstjórnin eigi að vinna. „Í raun kemur fram í þessu bréfi að sú grein [stjórnarskrárinnar] hafi verið brotin þó að það sé vitanlega ekki í verkahring umboðsmanns að skera úr um það heldur dómstóla.“ Arndís Anna er málshefjandi umræðunnar á þingfundi sem hefst klukkan 15:30. Stjórnarskrárákvæðið sem umboðsmaður telur hafa verið brotið sé til þess gert að tryggja fagleg störf ríkisstjórnar. „Það er bara ekkert sem bendir til að það sé þannig sem hafi verið unnið í þessu máli. Það er auðvitað alvarlegra mál heldur en hvað varðar þessa rafbyssuvæðingu sem sannarlega er nógu alvarlegt mál út af fyrir sig. Hann nýtir í raun engar leiðir sem stjórnnvöld hafa til að tryggja samráð og faglega vinnu og undirbúning að málum. Ég mun spyrja forsætisráðherra út í það hvort hún telji rétt að bregðast við þessari athugun umboðsmanns. Ef já, hvernig? Ef ekki, þá hvers vegna ekki,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.
Alþingi Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Óásættanlegt að yfir hundrað lögreglumenn slasist við störf á ári hverju“ Landssamband lögreglumanna segir í ályktun að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi lögreglumanna í starfi. Starfsstéttin búi við flest vinnuslys. Ályktunin kemur í kjölfar fréttar Vísis sem birtist í morgun, kom þar fram að fullyrðingar dómsmálaráðherra um að slysum lögreglumanna hafi fjölgað verulega standist ekki. 17. mars 2023 14:31 Fullyrðingar ráðherra um verulega fjölgun slysa standast ekki skoðun Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. 17. mars 2023 07:59 Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49 „Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 16. mars 2023 17:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Óásættanlegt að yfir hundrað lögreglumenn slasist við störf á ári hverju“ Landssamband lögreglumanna segir í ályktun að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi lögreglumanna í starfi. Starfsstéttin búi við flest vinnuslys. Ályktunin kemur í kjölfar fréttar Vísis sem birtist í morgun, kom þar fram að fullyrðingar dómsmálaráðherra um að slysum lögreglumanna hafi fjölgað verulega standist ekki. 17. mars 2023 14:31
Fullyrðingar ráðherra um verulega fjölgun slysa standast ekki skoðun Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. 17. mars 2023 07:59
Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49
„Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 16. mars 2023 17:04