Einmanaleiki og óhamingja eykst meðal ungs fólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. mars 2023 19:18 Dóra Guðrún segir óhamingju hafa aukist meðal ungmenna. Vísir/Sigurjón Einmanaleiki hefur aukist eftir Covid og íslensk ungmenni eru óhamingjusamari en þau voru eftir hrun samkvæmt nýjum tölum frá Landlækni. Sérfræðingur í hamingju segir skort á gæðastundum og umhyggju frá foreldrum spila þar stórt hlutverk. Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag og í tilefni þess voru niðurstöður alþjóðlegrar hamingjurannsóknar fyrir þriggja ára tímabil kynntar í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Samkvæmt þeim eru Íslendingar þriðja hamingjusamasta þjóð heims enda ýmsar góðar forsendur fyrir því. „Það er góður efnahagur hérna, við höfum frelsi til að taka ákvarðanir um okkar eigið líf, það er mikið traust hérna, við erum í góðum félagslegum tengslum og það er lítil spilling,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis. Á sama tíma kynnti Embætti landlæknis niðurstöður úr nýrri rannsókn, sem byggir á enn nýrri gögnum en sú alþjóðlega, um hamingju Íslendinga en þar sést að hamingja hefur minnkað. „Minnkun í hamingju er aðallega meðal unga fólksins,“ segir Dóra Ungmenni vanti meiri hlýju frá foreldrum Samkvæmt skýrslunni sögðust 47 prósent karla á aldrinum 18-24 ára hamingjusamir árið 2019 en í fyrra sögðust 39 prósent þeirra hamingjusamir. Meðal kvenna í sama aldurshópi sögðust 48 prósent hamingjusamar árið 2019 en 40 prósent árið 2022. Nokkuð lægra meðal beggja kynja en í öðrum aldurshópum. Átján prósentkarla 18-24 ára og 24 prósent kvenna á sama aldri sögðust í fyrra finna fyrir einmanaleika, sem er talsvert hærra hlutfall en í öðrum aldurshópum. „Við vitum að sá þáttur sem hefur lang mest áhrif á hamingju eru góð félagsleg tengsl þannig að þegar við skoðum einmanaleika sjáum við að það er mikil aukning í einmanaleika meðal ungs fólks á Íslandi.“ Í kjölfar fjármálahrunsins hafi hamingja ungmenna aukist, sem landlæknisembættið skýrir með því að þau hafi fengið meiri hlýju og umhyggju frá foreldrum. Embættið hafi talið að eftir faraldurinn yrði svipað upp á teningnum en svo er ekki. „Unga fólkið okkar er einangraðra og á erfiðara með að mynda tengsl, á erfiðara með að fá hlýju og umhyggju frá foreldrum sínum og við þurfum virkilega að skoða hvað það er og hvað við getum gert til að bæta það.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslendingar áfram þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt World Happiness Report. Danir skipa annað sæti listans og Íslendingar það þriðja. Þetta er sjötta árið í röð þar sem Finnar mælast hamingjusamasta þjóð í heimi, en efstu þrjú sætin haldast óbreytt á milli ára. 20. mars 2023 07:47 20. mars er alþjóðlegi hamingjudagurinn Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. 20. mars 2023 07:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag og í tilefni þess voru niðurstöður alþjóðlegrar hamingjurannsóknar fyrir þriggja ára tímabil kynntar í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Samkvæmt þeim eru Íslendingar þriðja hamingjusamasta þjóð heims enda ýmsar góðar forsendur fyrir því. „Það er góður efnahagur hérna, við höfum frelsi til að taka ákvarðanir um okkar eigið líf, það er mikið traust hérna, við erum í góðum félagslegum tengslum og það er lítil spilling,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis. Á sama tíma kynnti Embætti landlæknis niðurstöður úr nýrri rannsókn, sem byggir á enn nýrri gögnum en sú alþjóðlega, um hamingju Íslendinga en þar sést að hamingja hefur minnkað. „Minnkun í hamingju er aðallega meðal unga fólksins,“ segir Dóra Ungmenni vanti meiri hlýju frá foreldrum Samkvæmt skýrslunni sögðust 47 prósent karla á aldrinum 18-24 ára hamingjusamir árið 2019 en í fyrra sögðust 39 prósent þeirra hamingjusamir. Meðal kvenna í sama aldurshópi sögðust 48 prósent hamingjusamar árið 2019 en 40 prósent árið 2022. Nokkuð lægra meðal beggja kynja en í öðrum aldurshópum. Átján prósentkarla 18-24 ára og 24 prósent kvenna á sama aldri sögðust í fyrra finna fyrir einmanaleika, sem er talsvert hærra hlutfall en í öðrum aldurshópum. „Við vitum að sá þáttur sem hefur lang mest áhrif á hamingju eru góð félagsleg tengsl þannig að þegar við skoðum einmanaleika sjáum við að það er mikil aukning í einmanaleika meðal ungs fólks á Íslandi.“ Í kjölfar fjármálahrunsins hafi hamingja ungmenna aukist, sem landlæknisembættið skýrir með því að þau hafi fengið meiri hlýju og umhyggju frá foreldrum. Embættið hafi talið að eftir faraldurinn yrði svipað upp á teningnum en svo er ekki. „Unga fólkið okkar er einangraðra og á erfiðara með að mynda tengsl, á erfiðara með að fá hlýju og umhyggju frá foreldrum sínum og við þurfum virkilega að skoða hvað það er og hvað við getum gert til að bæta það.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslendingar áfram þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt World Happiness Report. Danir skipa annað sæti listans og Íslendingar það þriðja. Þetta er sjötta árið í röð þar sem Finnar mælast hamingjusamasta þjóð í heimi, en efstu þrjú sætin haldast óbreytt á milli ára. 20. mars 2023 07:47 20. mars er alþjóðlegi hamingjudagurinn Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. 20. mars 2023 07:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Íslendingar áfram þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt World Happiness Report. Danir skipa annað sæti listans og Íslendingar það þriðja. Þetta er sjötta árið í röð þar sem Finnar mælast hamingjusamasta þjóð í heimi, en efstu þrjú sætin haldast óbreytt á milli ára. 20. mars 2023 07:47
20. mars er alþjóðlegi hamingjudagurinn Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. 20. mars 2023 07:30