Engir kynsegin einstaklingar afplánað í fangelsum landsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2023 06:40 Allir fangar hefja afplánun á Hólmsheiði, óháð kyni. Vísir/Vilhelm Engir kynsegin einstaklingar hafa afplánað refsingu í fangelsi á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Vistunaráætlanir eru unnar með hagsmuni hvers einstaklings að leiðarljósi, segir í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn. Það var Indriði Ingi Stefánsson, varaþingmaður Pírata, sem lagði fyrirspurnina fyrir dómsmálaráðherra. Í svörum ráðherra segir að engir sérstakir verkferlar hafi verið útbúnir er varða móttöku kynsegin einstaklinga í fangelsum landsins „þar sem ekki hefur þótt unnt að setja eina reglu sem getur átt við um alla kynsegin einstaklinga“. Hins vegar hafi orðinu „kynvitund“ verið bætt inn í ákvæði í lögum um fullnustu refsinga, þar sem fjallað er um ákvörðun um vistunarstað, samfara því að lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi. Því yrði litið til kynvitundar þegar ákvörðun um vistunarstað er tekin. „Þá var einnig gerð breyting á 2. mgr. 43. gr. laganna, sem fjallar um samneyti kynja í fangelsum landsins, þannig að í stað orðsins „gagnstæðu“ kom orðið „öðru“, svo talað er um annað kyn í staðinn fyrir gagnstætt kyn í ákvæðinu.“ Allir fangar hefja afplánun á Hólmsheiði, óháð kyni, en í kjölfarið er tekin ákvörðun um vistun og við þá ákvörðun er tekið mið af kynvitund fangans. „Ef til þess kemur að kynsegin einstaklingur hefji afplánun fangelsisrefsingar mun Fangelsismálastofnun útbúa vistunaráætlun með hagsmuni þess einstaklings að leiðarljósi, svo sem hvar viðkomandi skuli vistaður,“ segir í svörum ráðherra. Hinsegin Málefni trans fólks Fangelsismál Mannréttindi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Það var Indriði Ingi Stefánsson, varaþingmaður Pírata, sem lagði fyrirspurnina fyrir dómsmálaráðherra. Í svörum ráðherra segir að engir sérstakir verkferlar hafi verið útbúnir er varða móttöku kynsegin einstaklinga í fangelsum landsins „þar sem ekki hefur þótt unnt að setja eina reglu sem getur átt við um alla kynsegin einstaklinga“. Hins vegar hafi orðinu „kynvitund“ verið bætt inn í ákvæði í lögum um fullnustu refsinga, þar sem fjallað er um ákvörðun um vistunarstað, samfara því að lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi. Því yrði litið til kynvitundar þegar ákvörðun um vistunarstað er tekin. „Þá var einnig gerð breyting á 2. mgr. 43. gr. laganna, sem fjallar um samneyti kynja í fangelsum landsins, þannig að í stað orðsins „gagnstæðu“ kom orðið „öðru“, svo talað er um annað kyn í staðinn fyrir gagnstætt kyn í ákvæðinu.“ Allir fangar hefja afplánun á Hólmsheiði, óháð kyni, en í kjölfarið er tekin ákvörðun um vistun og við þá ákvörðun er tekið mið af kynvitund fangans. „Ef til þess kemur að kynsegin einstaklingur hefji afplánun fangelsisrefsingar mun Fangelsismálastofnun útbúa vistunaráætlun með hagsmuni þess einstaklings að leiðarljósi, svo sem hvar viðkomandi skuli vistaður,“ segir í svörum ráðherra.
Hinsegin Málefni trans fólks Fangelsismál Mannréttindi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira