Hálft prósent færeysku þjóðarinnar strandaglópar á Seyðisfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 21. mars 2023 14:45 Hafnarstjórinn segir Seyðfirðinga vera afar gestrisna. Vísir/Vilhelm Um það bil þrjú hundruð Færeyingar ásamt fleiri farþegum ferjunnar Norrænu eru nú strandaglópar á Seyðisfirði vegna óveðurs á Fjarðarheiði. Ferjan siglir aftur úr höfn annað kvöld. Ferjan kom frá Færeyjum í dag með um það bil fimm hundruð farþega um borð. Þegar fréttastofa náði tali af Rúnari Gunnarssyni, hafnarverði í Seyðisfjarðarhöfn, var verið að klára að tæma skipið. Hann segir að veðrið sé ekki gott á Seyðisfirði þessa stundina en ekkert miðað við það sem er á seyði á Fjarðarheiði. Vegagerðin er nú að skoða hvort hægt sé að fara fylgdarakstur seinni partinn með plóg. „Mikið af þessum farþegum sem eru strand hjá okkur eru í svona „mini-cruise“. Farþegar sem að koma um borð hjá okkur í Danmörku eða Færeyjum og eru í svona hringferð. Þetta eru einhverjir þrjú hundruð Færeyingar og hundrað Þjóðverjar í þetta skiptið. Þeir eru með rútur með sér og yfirleitt fara þeir hring hérna, upp á Skriðuklaustur og á smá rúnt,“ segir Rúnar. Norræna siglir frá Danmörku til Færeyja og þaðan til Seyðisfjarðar.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þrjú hundruð Færeyingar kann að hljóma ekki ýkja mikið. Íbúar landsins eru þó einungis 54 þúsund talsins samkvæmt tölum frá júnímánuði í fyrra og því eru þrjú hundruð manns 0,556 prósent af íbúum landsins. Samkvæmt tölum frá Byggðastofnun eru íbúar Seyðisfjarðar 669 talsins. Sé þrjú hundruð Færeyingum og hundrað Þjóðverjum bætt við þá tölu og þeir að gamni gerðir að íbúum bæjarins má reikna að Færeyingarnir geri 28 prósent af íbúum þar og Þjóðverjarnir níu prósent. Seyðfirðingar taka vel á móti strandaglópunum og er til að mynda verið að ryðja húsbílastæði í bænum svo eigendur húsbíla komist í rafmagn. „Seyðfirðingar eru afskaplega gestrisnir og við tökum vel á móti fólki sama hvort það kemst í burtu eða ekki. En þetta sýnir kannski þörfina á því að bora gat í gegnum fjallið. Það er það fyrst og fremst sem er okkur til trafala. Ef það væri hægt að fara hér undir fjallið væri enginn strandaglópur,“ segir Rúnar. Múlaþing Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Norræna Færeyjar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Ferjan kom frá Færeyjum í dag með um það bil fimm hundruð farþega um borð. Þegar fréttastofa náði tali af Rúnari Gunnarssyni, hafnarverði í Seyðisfjarðarhöfn, var verið að klára að tæma skipið. Hann segir að veðrið sé ekki gott á Seyðisfirði þessa stundina en ekkert miðað við það sem er á seyði á Fjarðarheiði. Vegagerðin er nú að skoða hvort hægt sé að fara fylgdarakstur seinni partinn með plóg. „Mikið af þessum farþegum sem eru strand hjá okkur eru í svona „mini-cruise“. Farþegar sem að koma um borð hjá okkur í Danmörku eða Færeyjum og eru í svona hringferð. Þetta eru einhverjir þrjú hundruð Færeyingar og hundrað Þjóðverjar í þetta skiptið. Þeir eru með rútur með sér og yfirleitt fara þeir hring hérna, upp á Skriðuklaustur og á smá rúnt,“ segir Rúnar. Norræna siglir frá Danmörku til Færeyja og þaðan til Seyðisfjarðar.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þrjú hundruð Færeyingar kann að hljóma ekki ýkja mikið. Íbúar landsins eru þó einungis 54 þúsund talsins samkvæmt tölum frá júnímánuði í fyrra og því eru þrjú hundruð manns 0,556 prósent af íbúum landsins. Samkvæmt tölum frá Byggðastofnun eru íbúar Seyðisfjarðar 669 talsins. Sé þrjú hundruð Færeyingum og hundrað Þjóðverjum bætt við þá tölu og þeir að gamni gerðir að íbúum bæjarins má reikna að Færeyingarnir geri 28 prósent af íbúum þar og Þjóðverjarnir níu prósent. Seyðfirðingar taka vel á móti strandaglópunum og er til að mynda verið að ryðja húsbílastæði í bænum svo eigendur húsbíla komist í rafmagn. „Seyðfirðingar eru afskaplega gestrisnir og við tökum vel á móti fólki sama hvort það kemst í burtu eða ekki. En þetta sýnir kannski þörfina á því að bora gat í gegnum fjallið. Það er það fyrst og fremst sem er okkur til trafala. Ef það væri hægt að fara hér undir fjallið væri enginn strandaglópur,“ segir Rúnar.
Múlaþing Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Norræna Færeyjar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira