Hálft prósent færeysku þjóðarinnar strandaglópar á Seyðisfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 21. mars 2023 14:45 Hafnarstjórinn segir Seyðfirðinga vera afar gestrisna. Vísir/Vilhelm Um það bil þrjú hundruð Færeyingar ásamt fleiri farþegum ferjunnar Norrænu eru nú strandaglópar á Seyðisfirði vegna óveðurs á Fjarðarheiði. Ferjan siglir aftur úr höfn annað kvöld. Ferjan kom frá Færeyjum í dag með um það bil fimm hundruð farþega um borð. Þegar fréttastofa náði tali af Rúnari Gunnarssyni, hafnarverði í Seyðisfjarðarhöfn, var verið að klára að tæma skipið. Hann segir að veðrið sé ekki gott á Seyðisfirði þessa stundina en ekkert miðað við það sem er á seyði á Fjarðarheiði. Vegagerðin er nú að skoða hvort hægt sé að fara fylgdarakstur seinni partinn með plóg. „Mikið af þessum farþegum sem eru strand hjá okkur eru í svona „mini-cruise“. Farþegar sem að koma um borð hjá okkur í Danmörku eða Færeyjum og eru í svona hringferð. Þetta eru einhverjir þrjú hundruð Færeyingar og hundrað Þjóðverjar í þetta skiptið. Þeir eru með rútur með sér og yfirleitt fara þeir hring hérna, upp á Skriðuklaustur og á smá rúnt,“ segir Rúnar. Norræna siglir frá Danmörku til Færeyja og þaðan til Seyðisfjarðar.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þrjú hundruð Færeyingar kann að hljóma ekki ýkja mikið. Íbúar landsins eru þó einungis 54 þúsund talsins samkvæmt tölum frá júnímánuði í fyrra og því eru þrjú hundruð manns 0,556 prósent af íbúum landsins. Samkvæmt tölum frá Byggðastofnun eru íbúar Seyðisfjarðar 669 talsins. Sé þrjú hundruð Færeyingum og hundrað Þjóðverjum bætt við þá tölu og þeir að gamni gerðir að íbúum bæjarins má reikna að Færeyingarnir geri 28 prósent af íbúum þar og Þjóðverjarnir níu prósent. Seyðfirðingar taka vel á móti strandaglópunum og er til að mynda verið að ryðja húsbílastæði í bænum svo eigendur húsbíla komist í rafmagn. „Seyðfirðingar eru afskaplega gestrisnir og við tökum vel á móti fólki sama hvort það kemst í burtu eða ekki. En þetta sýnir kannski þörfina á því að bora gat í gegnum fjallið. Það er það fyrst og fremst sem er okkur til trafala. Ef það væri hægt að fara hér undir fjallið væri enginn strandaglópur,“ segir Rúnar. Múlaþing Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Norræna Færeyjar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Ferjan kom frá Færeyjum í dag með um það bil fimm hundruð farþega um borð. Þegar fréttastofa náði tali af Rúnari Gunnarssyni, hafnarverði í Seyðisfjarðarhöfn, var verið að klára að tæma skipið. Hann segir að veðrið sé ekki gott á Seyðisfirði þessa stundina en ekkert miðað við það sem er á seyði á Fjarðarheiði. Vegagerðin er nú að skoða hvort hægt sé að fara fylgdarakstur seinni partinn með plóg. „Mikið af þessum farþegum sem eru strand hjá okkur eru í svona „mini-cruise“. Farþegar sem að koma um borð hjá okkur í Danmörku eða Færeyjum og eru í svona hringferð. Þetta eru einhverjir þrjú hundruð Færeyingar og hundrað Þjóðverjar í þetta skiptið. Þeir eru með rútur með sér og yfirleitt fara þeir hring hérna, upp á Skriðuklaustur og á smá rúnt,“ segir Rúnar. Norræna siglir frá Danmörku til Færeyja og þaðan til Seyðisfjarðar.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þrjú hundruð Færeyingar kann að hljóma ekki ýkja mikið. Íbúar landsins eru þó einungis 54 þúsund talsins samkvæmt tölum frá júnímánuði í fyrra og því eru þrjú hundruð manns 0,556 prósent af íbúum landsins. Samkvæmt tölum frá Byggðastofnun eru íbúar Seyðisfjarðar 669 talsins. Sé þrjú hundruð Færeyingum og hundrað Þjóðverjum bætt við þá tölu og þeir að gamni gerðir að íbúum bæjarins má reikna að Færeyingarnir geri 28 prósent af íbúum þar og Þjóðverjarnir níu prósent. Seyðfirðingar taka vel á móti strandaglópunum og er til að mynda verið að ryðja húsbílastæði í bænum svo eigendur húsbíla komist í rafmagn. „Seyðfirðingar eru afskaplega gestrisnir og við tökum vel á móti fólki sama hvort það kemst í burtu eða ekki. En þetta sýnir kannski þörfina á því að bora gat í gegnum fjallið. Það er það fyrst og fremst sem er okkur til trafala. Ef það væri hægt að fara hér undir fjallið væri enginn strandaglópur,“ segir Rúnar.
Múlaþing Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Norræna Færeyjar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira