Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2023 11:59 Peningastefnunefnd Seðlabankans leggur áherslu á að hún muni halda áfram að hækka vexti þar til dregur úr spennu í hagkerfinu. Stöð 2/Arnar Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun segir að verðbólguþrýstingur haldi áfram að aukast og verðhækkanir nái til æ fleiri þátta. Verðbólga mælist nú 10,2% og verðbólguvæntingar væru enn yfir markmiði bankans. Raunvextir hans hefðu lækkað frá því meginvextir voru síðast hækkaðir í febrúar. „Hagvöxtur var mikill í fyrra og vel umfram það sem þjóðarbúskapurinn getur staðið undir til lengdar. Innlend eftirspurn jókst meira en gert var ráð fyrir í febrúar og vísbendingar eru um að hún hafi verið kröftugri í ársbyrjun en talið var,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri þegar hann kynnti eins prósentustiga hækkun meginvaxta bankans í morgun. Vandinn væri í hnotskurn sá að það væri allt á fleygiferð íhagkerfinu. Mikið um framkvæmdir og næg atvinna. Hægja þyrfti á hagkerfinu. Mörgum kynni hins vegar að virðast að stöðugar vaxtahækkanir Seðlabankans væru ekki að virka. Ásgeir segir árangurinn meðal annars koma fram í því að fasteignamarkaðurinn hefði kólnað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir bankann ekki geta valið á hverjum vaxtahækkanir hans virki. Hagkerfið sé sjóðheitt um þessar mundir og allir verði að hægja á sér, ekki hvað síst fyrirtækin í fjárfestingum sínum.Stöð 2/Arnar „En á sama tíma líka er gríðarlega mikill hagvöxtur. Gríðarlega mikil eftirspurn sem hefur brotist fram. Við erum í rauninni með sjóðheitt hagkerfi. Þannig að við þurfum hærri vexti. Við þurfum meira en miðlunin hefur verið góð. Það er að segja við erum að sjá vaxtahækkanir Seðlabankans skila sér,“ segir Seðlabankastjóri. Það hefur augljóslega dregið úr kaupgetu heimila sem fengið hafa á sig aukna vaxtabyrði vegna húsnæðislána. Ásgeir segir fjármálastöðuleikanefnd hafa beint því til bankanna í síðustu viku að sýna heimilunum sveigjanleika til að auðvelda þeim að komast í gegnum þetta tímabil. Núna beini peningastefnunefnd spjótum sínum ekki hvað síst að fyrirtækjunum í landinu. Útlán til þeirra hafi aukist mikið að undanförnu enda gengið vel í fyrirtækjarekstri eftir að hömlum var létt að loknum faraldri. „Að einhverju leyti erum við að fókusera á það núna. Að hækka vexti til að tryggja einhverja forgangsröðun í þessum verkefnum.“ Bankinn gæti hins vegar ekki beint vaxtahækkunum að einhverjum tilteknum aðilum sérstaklega, þær virkuðu á alla. Þannig að fyrirtækin ættu líka að halda að sér hönum í fjárfestingum um þessar mundir? „Algjörlega. Ég held að þaðsé líka mjög mikilvægt fyrir fyrirtækin aðfara með gát íþví sem þau eru að gera. Ekki spenna sig um of,“sagði Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægði á í hagkerfinu. Hann biðlaði til annarra ráðandi aðila, vinnumarkaðarins og hins opinbera að sameinast um að koma verðbólgunni niður. Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. 22. mars 2023 11:23 Seðlabankastjóri: Fókusinn farinn af heimilum yfir á fyrirtæki Fasteignamarkaðurinn leggur ekki jafn mikið til verðbólgu og hann gerði. Verðbólga er nú á afar breiðum grunni, til að mynda vegna aukins kostnaðar vegna nýafstaðna kjarasamninga. „Fókusinn er að fara af heimilum yfir á fyrirtæki,“ sagði seðlabankastjóri. Aðstoðarseðlabankastjóri sagði að innlend eftirspurn væri „miklu sterkari en við gerðum ráð fyrir“ meðal annars vegna fjárfestingu atvinnuvega. 22. mars 2023 10:55 Hækkar vexti um eina prósentu og útlit fyrir meiri verðbólgu en áður var spáð Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti bankans um eina prósentu – úr 6,5 prósentum í 7,5 prósent – samhliða auknum verðbólguþrýstingi og segir að við þessar aðstæður sé „mikilvægt að koma í veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags.“ Vaxtahækkunin, sem er sú tólfta í röð, var heldur meiri en flestir greinendur og markaðsaðilar höfðu spáð fyrir um. 22. mars 2023 08:52 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun segir að verðbólguþrýstingur haldi áfram að aukast og verðhækkanir nái til æ fleiri þátta. Verðbólga mælist nú 10,2% og verðbólguvæntingar væru enn yfir markmiði bankans. Raunvextir hans hefðu lækkað frá því meginvextir voru síðast hækkaðir í febrúar. „Hagvöxtur var mikill í fyrra og vel umfram það sem þjóðarbúskapurinn getur staðið undir til lengdar. Innlend eftirspurn jókst meira en gert var ráð fyrir í febrúar og vísbendingar eru um að hún hafi verið kröftugri í ársbyrjun en talið var,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri þegar hann kynnti eins prósentustiga hækkun meginvaxta bankans í morgun. Vandinn væri í hnotskurn sá að það væri allt á fleygiferð íhagkerfinu. Mikið um framkvæmdir og næg atvinna. Hægja þyrfti á hagkerfinu. Mörgum kynni hins vegar að virðast að stöðugar vaxtahækkanir Seðlabankans væru ekki að virka. Ásgeir segir árangurinn meðal annars koma fram í því að fasteignamarkaðurinn hefði kólnað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir bankann ekki geta valið á hverjum vaxtahækkanir hans virki. Hagkerfið sé sjóðheitt um þessar mundir og allir verði að hægja á sér, ekki hvað síst fyrirtækin í fjárfestingum sínum.Stöð 2/Arnar „En á sama tíma líka er gríðarlega mikill hagvöxtur. Gríðarlega mikil eftirspurn sem hefur brotist fram. Við erum í rauninni með sjóðheitt hagkerfi. Þannig að við þurfum hærri vexti. Við þurfum meira en miðlunin hefur verið góð. Það er að segja við erum að sjá vaxtahækkanir Seðlabankans skila sér,“ segir Seðlabankastjóri. Það hefur augljóslega dregið úr kaupgetu heimila sem fengið hafa á sig aukna vaxtabyrði vegna húsnæðislána. Ásgeir segir fjármálastöðuleikanefnd hafa beint því til bankanna í síðustu viku að sýna heimilunum sveigjanleika til að auðvelda þeim að komast í gegnum þetta tímabil. Núna beini peningastefnunefnd spjótum sínum ekki hvað síst að fyrirtækjunum í landinu. Útlán til þeirra hafi aukist mikið að undanförnu enda gengið vel í fyrirtækjarekstri eftir að hömlum var létt að loknum faraldri. „Að einhverju leyti erum við að fókusera á það núna. Að hækka vexti til að tryggja einhverja forgangsröðun í þessum verkefnum.“ Bankinn gæti hins vegar ekki beint vaxtahækkunum að einhverjum tilteknum aðilum sérstaklega, þær virkuðu á alla. Þannig að fyrirtækin ættu líka að halda að sér hönum í fjárfestingum um þessar mundir? „Algjörlega. Ég held að þaðsé líka mjög mikilvægt fyrir fyrirtækin aðfara með gát íþví sem þau eru að gera. Ekki spenna sig um of,“sagði Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægði á í hagkerfinu. Hann biðlaði til annarra ráðandi aðila, vinnumarkaðarins og hins opinbera að sameinast um að koma verðbólgunni niður.
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. 22. mars 2023 11:23 Seðlabankastjóri: Fókusinn farinn af heimilum yfir á fyrirtæki Fasteignamarkaðurinn leggur ekki jafn mikið til verðbólgu og hann gerði. Verðbólga er nú á afar breiðum grunni, til að mynda vegna aukins kostnaðar vegna nýafstaðna kjarasamninga. „Fókusinn er að fara af heimilum yfir á fyrirtæki,“ sagði seðlabankastjóri. Aðstoðarseðlabankastjóri sagði að innlend eftirspurn væri „miklu sterkari en við gerðum ráð fyrir“ meðal annars vegna fjárfestingu atvinnuvega. 22. mars 2023 10:55 Hækkar vexti um eina prósentu og útlit fyrir meiri verðbólgu en áður var spáð Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti bankans um eina prósentu – úr 6,5 prósentum í 7,5 prósent – samhliða auknum verðbólguþrýstingi og segir að við þessar aðstæður sé „mikilvægt að koma í veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags.“ Vaxtahækkunin, sem er sú tólfta í röð, var heldur meiri en flestir greinendur og markaðsaðilar höfðu spáð fyrir um. 22. mars 2023 08:52 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. 22. mars 2023 11:23
Seðlabankastjóri: Fókusinn farinn af heimilum yfir á fyrirtæki Fasteignamarkaðurinn leggur ekki jafn mikið til verðbólgu og hann gerði. Verðbólga er nú á afar breiðum grunni, til að mynda vegna aukins kostnaðar vegna nýafstaðna kjarasamninga. „Fókusinn er að fara af heimilum yfir á fyrirtæki,“ sagði seðlabankastjóri. Aðstoðarseðlabankastjóri sagði að innlend eftirspurn væri „miklu sterkari en við gerðum ráð fyrir“ meðal annars vegna fjárfestingu atvinnuvega. 22. mars 2023 10:55
Hækkar vexti um eina prósentu og útlit fyrir meiri verðbólgu en áður var spáð Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti bankans um eina prósentu – úr 6,5 prósentum í 7,5 prósent – samhliða auknum verðbólguþrýstingi og segir að við þessar aðstæður sé „mikilvægt að koma í veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags.“ Vaxtahækkunin, sem er sú tólfta í röð, var heldur meiri en flestir greinendur og markaðsaðilar höfðu spáð fyrir um. 22. mars 2023 08:52