Rofar til síðdegis en ekki sést til vorsins í kortunum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. mars 2023 12:30 Loka hefur þurft vegum reglulega í vetur og virðast landsmenn ekki hólpnir enn sem komið er. Vísir/Vilhelm Fjallvegir víða um land voru ófærir í morgun og var mjög blint sums staðar á norðanverðu landinu, Vestur- og Austfjörðum. Draga á úr vindi og éljum um miðjan dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar og er meinlítið veður í kortunum næstu daga. Lægðirnar séu þó að gera sig heimkomnar og áfram megi búast við að loka gæti þurft vegum á næstu vikum. Fjallvegir voru víða ófærir í morgunsárið eftir lægðargang síðustu daga. Einhverjir vegir voru opnaðir um hádegisbilið en enn eru lokanir á Vestfjörðum, Norðurlandi, Norðausturlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Suðurlandi. Þá er varað hálku og skafrenningi víða. „Þegar það hefur náð að hvessa þá skóf og það varð mjög blint sum staðar, til dæmis vestur á fjörðum. Það var ekki mikill snjór til staðar en hann er svo léttur og það var svo hvasst að menn sáu ekkert úr augum. En hins vegar á Austfjörðum þá snjóaði dálítið eins og á Fjarðarheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfum,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar. Vindurinn á þó að ganga niður þegar líða fer á daginn. „Í Öræfunum, þar sem hefur verið bara hvasst en ekki snjókoma, þar verður mikil breyting núna eftir hádegi og sérstaklega um klukkan þrjú og það sama austar, til dæmis á Fjarðaheiði, þar dregur bæði úr vindi og éljum í eftirmiðdaginn og svona smám saman þá fara menn að sjá eitthvað aðeins betur frá sér,“ segir Einar. Hvað næstu daga varðar sé meinlítið veður í kortunum með hefðbundnum éljagangi og norðaustan átt en bakkinn sem hafi legið utan í suðaustan og austanverðu landinu sé að fara til suðurs. Landsmenn hafi verið í nokkru skjóli frá lægðunum hingað til. „Núna eru þær farnar að gera sig aðeins heimakomnar en það stefnir í það næstu daga að þær verði hér fyrir sunnan okkur og það kólni á nýjan leik. Síðan verðum við bara að sjá til hvað gerist um miðja næstu viku, hvort það verði breytingar á þessu tíðarfari sem að hefur verið einkennandi fyrir marsmánuð,“ segir Einar. Ekki sést til vorsins af neinu viti í spám og kemur það ekki í ljós fyrr en um miðja næstu viku. Áfram má gera ráð fyrir að veður hafi áhrif á færð á næstunni. „Það er svo sem hefðbundið að íslensku vori eða vetri að vegir geta teppst, fjallvegirnir, alveg fram yfir páska og þess vegna fram í maí. Þannig við erum ekkert að komast út úr því ástandi, það er ekkert sem bendir til þess,“ segir Einar. Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Björguðu tólf manns af Dynjandisheiði Björgunarsveitir frá Þingeyri, Flateyri og Ísafirði voru kallaðar út til aðstoðar fólks á Dynjandisheiði í gærkvöldi. Á staðnum var skollinn á þreifandi bylur og skyggni lítið sem ekkert. 22. mars 2023 07:56 Hellisheiði og Þrengslum lokuð Veginum um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokað vegna veðurs. Þá hefur hringveginum verið lokað á á milli Skóga og Víkur og milli Lómagnúps og Jökulsárlóns. Hálkublettir eru víða. 21. mars 2023 20:36 Hvassir austanvindar og snjókoma með köflum syðst Allmikið og alldjúpt lægðasvæði er suður af landinu og veldur hvössum austanvindum, jafnvel stormi eða roki syðst. Snjókoma með köflum eða skafrenningur á sunnanverðu landinu og því getur færðin spillst með skömmum fyrirvara. 21. mars 2023 07:04 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Fjallvegir voru víða ófærir í morgunsárið eftir lægðargang síðustu daga. Einhverjir vegir voru opnaðir um hádegisbilið en enn eru lokanir á Vestfjörðum, Norðurlandi, Norðausturlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Suðurlandi. Þá er varað hálku og skafrenningi víða. „Þegar það hefur náð að hvessa þá skóf og það varð mjög blint sum staðar, til dæmis vestur á fjörðum. Það var ekki mikill snjór til staðar en hann er svo léttur og það var svo hvasst að menn sáu ekkert úr augum. En hins vegar á Austfjörðum þá snjóaði dálítið eins og á Fjarðarheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfum,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar. Vindurinn á þó að ganga niður þegar líða fer á daginn. „Í Öræfunum, þar sem hefur verið bara hvasst en ekki snjókoma, þar verður mikil breyting núna eftir hádegi og sérstaklega um klukkan þrjú og það sama austar, til dæmis á Fjarðaheiði, þar dregur bæði úr vindi og éljum í eftirmiðdaginn og svona smám saman þá fara menn að sjá eitthvað aðeins betur frá sér,“ segir Einar. Hvað næstu daga varðar sé meinlítið veður í kortunum með hefðbundnum éljagangi og norðaustan átt en bakkinn sem hafi legið utan í suðaustan og austanverðu landinu sé að fara til suðurs. Landsmenn hafi verið í nokkru skjóli frá lægðunum hingað til. „Núna eru þær farnar að gera sig aðeins heimakomnar en það stefnir í það næstu daga að þær verði hér fyrir sunnan okkur og það kólni á nýjan leik. Síðan verðum við bara að sjá til hvað gerist um miðja næstu viku, hvort það verði breytingar á þessu tíðarfari sem að hefur verið einkennandi fyrir marsmánuð,“ segir Einar. Ekki sést til vorsins af neinu viti í spám og kemur það ekki í ljós fyrr en um miðja næstu viku. Áfram má gera ráð fyrir að veður hafi áhrif á færð á næstunni. „Það er svo sem hefðbundið að íslensku vori eða vetri að vegir geta teppst, fjallvegirnir, alveg fram yfir páska og þess vegna fram í maí. Þannig við erum ekkert að komast út úr því ástandi, það er ekkert sem bendir til þess,“ segir Einar.
Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Björguðu tólf manns af Dynjandisheiði Björgunarsveitir frá Þingeyri, Flateyri og Ísafirði voru kallaðar út til aðstoðar fólks á Dynjandisheiði í gærkvöldi. Á staðnum var skollinn á þreifandi bylur og skyggni lítið sem ekkert. 22. mars 2023 07:56 Hellisheiði og Þrengslum lokuð Veginum um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokað vegna veðurs. Þá hefur hringveginum verið lokað á á milli Skóga og Víkur og milli Lómagnúps og Jökulsárlóns. Hálkublettir eru víða. 21. mars 2023 20:36 Hvassir austanvindar og snjókoma með köflum syðst Allmikið og alldjúpt lægðasvæði er suður af landinu og veldur hvössum austanvindum, jafnvel stormi eða roki syðst. Snjókoma með köflum eða skafrenningur á sunnanverðu landinu og því getur færðin spillst með skömmum fyrirvara. 21. mars 2023 07:04 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Björguðu tólf manns af Dynjandisheiði Björgunarsveitir frá Þingeyri, Flateyri og Ísafirði voru kallaðar út til aðstoðar fólks á Dynjandisheiði í gærkvöldi. Á staðnum var skollinn á þreifandi bylur og skyggni lítið sem ekkert. 22. mars 2023 07:56
Hellisheiði og Þrengslum lokuð Veginum um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokað vegna veðurs. Þá hefur hringveginum verið lokað á á milli Skóga og Víkur og milli Lómagnúps og Jökulsárlóns. Hálkublettir eru víða. 21. mars 2023 20:36
Hvassir austanvindar og snjókoma með köflum syðst Allmikið og alldjúpt lægðasvæði er suður af landinu og veldur hvössum austanvindum, jafnvel stormi eða roki syðst. Snjókoma með köflum eða skafrenningur á sunnanverðu landinu og því getur færðin spillst með skömmum fyrirvara. 21. mars 2023 07:04