Spá Þungavigtarinnar fyrir Bestu deildina: Blikar verja titilinn en Mike setur pressu á Valsmenn Smári Jökull Jónsson skrifar 22. mars 2023 23:00 Arnar Grétarsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar ef spá áskrifenda Þungavigtarinnar gengur eftir. Vísir/Pawel/Hulda Margrét Breiðablik ver Íslandsmeistaratitil sinn í knattspyrnu karla ef spá Þungavigtarinnar gengur eftir. HK og Fylkir falla en Mikael Nikulásson, einn af sérfræðingum hlaðvarpsins, setur mikla pressu á Valsmenn. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þungavigtin voru þeir félagar Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson með árlega upphitun fyrir Bestu deild karla þar sem áskrifendur spáðu í spilin. Sérstakur álitsgjafi þáttarins var Viktor Unnar Illugason en í þættinum var hvert lið tekið fyrir og spáð í komandi tímabil. Samkvæmt áskrifendum Þungavigtarinnar munu Blikar verja Íslandsmeistaratitil sinn en þeir unnu Bestu deildina örugglega á síðasta tímabili. Valsmönnum er spáð öðru sæti og Víkingum því þriðja. Þá er nýliðum Fylkis og HK spáð beina leið aftur niður í Lengjudeildina en FH mun komast í úrslitakeppni efstu sex liðanna á kostnað Stjörnunnar og ÍBV. Mikael Nikulásson, einn af sérfræðingum Þungavigtarinnar, er þó á því að miðað við mannskap eigi Valsmenn að gera tilkall til Íslandsmeistaratitilsins. Arnar Grétarsson tók við sem þjálfari Vals í vetur. „Þeir eru með Aron Jóh og þessa fjóra gæja, Patrick Pedersen, Andra Rúnar og Tryggva Hrafn sem er ekkert búinn að spila. Fyrir utan það eru þeir með Kristin Frey Sigurðsson og Guðmund Andra Tryggvason,“ sagði Mikael. „Hvað hefur Guðmundur Andri gert í Valstreyjunni? Hirt launin sín,“ sagði Kristján Óli þá. „Þeir eru með Sigurð Egil. Síðan eru þeir með á miðjunni Orra Hrafn sem þeir fengu frá Fylki. Síðan eru þeir Hauk Pál, Birki Heimis. Vörnin heldur hreinu í hverjum einasta leik, þeir eru með besta markvörðinn í deildinni og bakvörð sem á yfir 100 landsleiki. Þeir eru með hafsent sem á fullt af landsleikjum og var atvinnumaður, þeir eru með hafsent sem var í Breiðablik og AEK,“ hélt Mikael áfram. „Bíddu, á þetta lið ekki að verða Íslandsmeistari? Þetta er Íslandsmótið í knattspyrnu. Þeir æfa í hádeginu, vinna ekki neitt, eru með frábæran þjálfara og aðstoðarþjálfara og allt í kringum þetta. Kommon,“ bætti Mikael við og setti pressu á Valsmenn. Spá áskrifenda Þungavigtarinnar: 1. Breiðablik2. Valur3. Víkingur4. KR5. KA6. FH7. Stjarnan8. ÍBV9. Fram10. Keflavík11. Fylkir12. HK Besta deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þungavigtin voru þeir félagar Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson með árlega upphitun fyrir Bestu deild karla þar sem áskrifendur spáðu í spilin. Sérstakur álitsgjafi þáttarins var Viktor Unnar Illugason en í þættinum var hvert lið tekið fyrir og spáð í komandi tímabil. Samkvæmt áskrifendum Þungavigtarinnar munu Blikar verja Íslandsmeistaratitil sinn en þeir unnu Bestu deildina örugglega á síðasta tímabili. Valsmönnum er spáð öðru sæti og Víkingum því þriðja. Þá er nýliðum Fylkis og HK spáð beina leið aftur niður í Lengjudeildina en FH mun komast í úrslitakeppni efstu sex liðanna á kostnað Stjörnunnar og ÍBV. Mikael Nikulásson, einn af sérfræðingum Þungavigtarinnar, er þó á því að miðað við mannskap eigi Valsmenn að gera tilkall til Íslandsmeistaratitilsins. Arnar Grétarsson tók við sem þjálfari Vals í vetur. „Þeir eru með Aron Jóh og þessa fjóra gæja, Patrick Pedersen, Andra Rúnar og Tryggva Hrafn sem er ekkert búinn að spila. Fyrir utan það eru þeir með Kristin Frey Sigurðsson og Guðmund Andra Tryggvason,“ sagði Mikael. „Hvað hefur Guðmundur Andri gert í Valstreyjunni? Hirt launin sín,“ sagði Kristján Óli þá. „Þeir eru með Sigurð Egil. Síðan eru þeir með á miðjunni Orra Hrafn sem þeir fengu frá Fylki. Síðan eru þeir Hauk Pál, Birki Heimis. Vörnin heldur hreinu í hverjum einasta leik, þeir eru með besta markvörðinn í deildinni og bakvörð sem á yfir 100 landsleiki. Þeir eru með hafsent sem á fullt af landsleikjum og var atvinnumaður, þeir eru með hafsent sem var í Breiðablik og AEK,“ hélt Mikael áfram. „Bíddu, á þetta lið ekki að verða Íslandsmeistari? Þetta er Íslandsmótið í knattspyrnu. Þeir æfa í hádeginu, vinna ekki neitt, eru með frábæran þjálfara og aðstoðarþjálfara og allt í kringum þetta. Kommon,“ bætti Mikael við og setti pressu á Valsmenn. Spá áskrifenda Þungavigtarinnar: 1. Breiðablik2. Valur3. Víkingur4. KR5. KA6. FH7. Stjarnan8. ÍBV9. Fram10. Keflavík11. Fylkir12. HK
Besta deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira